" Vinda ofan af " þessu öllu !

Nú er það að koma í ljós, sem við í Íslandshreyfingunni vöruðum sterklega við þegar braskið með HS orku fór af stað vorið 2007, að verið er að færa auðlindir Íslands til lands og sjávar í hendur útlendinga og að til eru þeir Íslendingar sem hjálpa útlendingunum við að finna leiðir til þess að þetta geti gerst. 

Allt virðist falt, orkuauðlindin, sjávarauðlindin og íslensk náttúra. Eða eins og Flosi Ólafsson orðaði það: 

Seljum fossa og fjöll ! 

Föl er náttúran öll ! 

Og landið mitt taki tröll ! 

Þegar Flosi orti og söng þetta voru Íslendingar nýlega búnir að ná yfirráðum yfir fiskimiðunum og því eðlilegt að hann óraði ekki fyrir því að þau væru föl fyrir erlenda auðjöfra. 

Við vorum líka nýbúnir að fá afhent íslensku handritin sem mætustu synir landsins höfðu barist fyrir í meira en tvæ aldir að yrðu varðveitt og síðar komið í hendur þjóðarinnar sem skóp þau. 

Að íslensk náttúra sé föl og henni fórnað fyrir útlendinga er jafnvel enn alvarlegra en að handritin séu það. 

En kannski eru þau næst á listanum. Verða boðin hæstbjóðanda á alþjóðlegu uppboði? 

 


mbl.is Rifti samningum við Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Akkúrat, það virðist vera  lenska að þjóðir í kreppu sýni enga skynsemi og selja allar sína  dýrmætustu auðlindir eins og vatn, olíu og hvað  nú það er, dæmin eru skýr í Mið-Ameríku þar sem ofurfyrirtæki náður valdi yfir auðlindum með aðstoð IMF !!!

Guðmundur Júlíusson, 24.7.2010 kl. 21:14

2 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Sannast sagna þarf almenningur að standa vörð um gæði landsins og fylgjast vel með, því margir eru landsölumennirnir.

Sumt verður ekki metið til fjár t.d. óspillt náttúra og ómengað haf. En það getur breytst ef fólki er talin trú um að þetta sé fé án hirðis eða álíka vitleysu.

En alltaf er yfirbragð svikanna hið sama : allt skal keyrt í gegn hratt og án umsagnar eða íhugunar Alþingis eða almenningssamtaka er láta sig málin varða.

Við byggjum ekki til einnar nætur dvalar, heldur fyrir komandi kynslóðir.

Svolítil framtíðarsýn takk fyrir. Ekki hagspá.

Árni Þór Björnsson, 24.7.2010 kl. 21:19

3 identicon

 Hér kemur grein eftir mig síðan 2005

http://vf.is/Adsent/22155/default.aspx

Ef Vinstri Grænir slíta ríkisstjórninni þá verður eftirleikurinn léttari fyrir Samfylkinguna að klára dæmið því jú Sjálfstæðisflokkurinn var upphafið á þessu öllu saman ásamt Framsóknarflokknum eða það sem eftir er af honum í dag.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 22:20

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst að Vinstri Grænir hafi svikið málstaðinn og stefnuskrá sína með því að samþykkja þessa sölu á HS Orku til Magma í fyrra. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.7.2010 kl. 01:38

5 identicon

Sjá meistara Flosa hér: http://www.youtube.com/watch?v=jJI6u9QoCzQ

Ari Eydal (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 14:53

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fyrst vil ég óska þér til hamingju.

 Nú verðum við að læra af mistökunum og snúa vörn í sókn.

Það er ekkert annað í boði. 

Sigurður Þórðarson, 25.7.2010 kl. 17:09

7 identicon

FJÓRFLOKKS KERFIÐ VERÐUR AÐ VÍKJA FYRIR LÝÐRÆÐINU. Þögul mótmæli er sama sem og ekkert lýðræði.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband