Líkist afleiðingum drepsóttar.

Þegar litið er á ástand fjölmiðla á Íslandi um þessar mundir sést að fækkað hefur í stétt fjölmiðlamanna líkt og drepsótt hafi stungið sér niður og fjarlægt marga af hinum bestu.

Bæði gróðærisbólan og Hrunið hafa haft slæm áhrif á fjölmiðlunina. Í gróðærinu buðu fyrirtæki öflugum fjölmiðlamönnum gull og græna skóga til að fá þá í sína þjónustu við almannatengsl. 

Þetta hafði óbein áhrif á þá sem eftir sátu. Þeir vissu að ef þeir fjölluðu mikið um ákveðin svið þjóðlífsins á "góðan" og jákvæðan hátt myndu þeir eiga meiri möguleika á góðu starfi hjá öflugum fyrirtækjum. 

Þegar litið er yfir fjölmiðlasviðið, blöðin og ljósvakamiðlana eftir Hrun sést,  að í mörgum tilfellum hafa eigendur eða stjórnendur sagt upp öflugum reynsluboltum, sem voru í krafti hæfileika og reynslu sinnar komnir með sæmileg laun. 

Í staðinn var oft ráðið óreynt fólk á lágu kaupi en síðar kom í ljós að sparnaðurinn var í raun enginn þar sem afköst og gæði þessa fólks voru það lítiil, að tvo til þrjá nýja starfsmenn þurfti til að skila svipaðri framlegð og einn reynslubolti hafði skilað. 

Svo er að sjá að íslensk valdabarátta sé það eina sem viðheldur tveimur fjölmiðlum, Morgunblaðinu og 365 miðlum en það rýrir að sjálfsögðu trúverðugleika þessara miðla, sama hve mikið starfsmenn þeirra reyna að stunda fagleg vinnubrögð. 

Eftir stendur þá RUV sem ætti við núverandi aðstæður að vera öflugra en fyrr til að mæta mun mikilvægara hlutverki en áður.  En hið þveröfuga er að gerast. 

Það er til lítils að segja að RUV sé í of dýru og stóru húsi, - húsið er staðreynd og við sitjum uppi með það. Er ekki eitthvað bogið við það ef DV er að verða eini fjölmiðillinn, sem sýnist geta haldið úti óháðri rannsóknarblaðamennsku ?

 


mbl.is RÚV á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur legið lengi fyrir.

Á ferðum mínum um Noreg hef ég tekið eftir því hvað norsku göngin eru mun betur gerð en þau íslensku.

Í flestum þeirra gildir sami hámarkshraði og á vegunum að þeim vegna þess að ekki er ástæða til að hægja á ferðinni því mun styttra er á milli útskota en í Hvalfjarðargöngunum og öryggi meira en á aðliggjandi vegum. 

Þó má geta þess að hámarkshraði er lágur víðast í norska vegakerfinu vegna þess hve vegirnir eru mjóir og bugðóttir. 

Stutt vegalengd á milli útskota kemur sér vel ef árekstur eða óhapp verður, því að þá er stutt að fara með bíl út af akbrautinni og athafna sig við björgunaraðgerðir.

Ef vel ætti að vera þyrfti að gera ný og betri göng samhliða Hvalfjarðargöngunum og nota þau ein í fyrstu á meðan er verið að lagfæra og endurbæta hin eldri. 

Síðan yrðu bæði göngin notuð fyrir einstefnu í hvora átt. En eftir Hrunið er þetta líiklega fjarlægur draumur. 

Léleg loftræsting er áberandi í Hvalfjarðargöngum á veturna þegar þau fyllast af svifryki vegna óhæfilegrar notkunar nagladekkja, sem langtum meiri hér á landi en til dæmis í Noregi.  Þetta áttu menn að sjá fyrir en gerðu það greinilega ekki. 

Væri fróðlegt að fá mælingu á svifrykinu þegar það er sem verst á veturna, áreiðanlega langt yfir öllum mörkum. 


mbl.is Hvalfjarðargöng fá falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elvira, drjúgur liðsmaður.

Elvira Mendez Pinedo var glæsilegur frambjóðandi Íslandshreyfingarinnar í þriðja sæti hennar í Reykjavíkurkjördæmi suður vorið 2007. 

Það var ekki ónýtt að fá ráð hjá svo fróðum sérfræðingi í Evrópurétti varðandi mál sem tengjast ESB og ýmsum fleiri málum, eins og nú gerðist á fundi um Magma-málið í Iðnó. 

Margt af því sem hún fræddi okkur um 2007 sýndi að bæði þá og nú erum við okkur sjálfum verstir á þeim sviðum þar sem við göngum verst fram gagnvart verðmætum landsins og þjóðarinnar. 

Eitt nýjasta dæmið um það var þegar tekin síðastliðið haust í gildi reglugerð um viðhald og skoðanir loftfara sem margfalda útgjöld og fyrirhöfn. 

Þetta var gert án þess að Íslendingum væri það skylt. 


mbl.is Orkufyrirtækin af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband