Hefur legið lengi fyrir.

Á ferðum mínum um Noreg hef ég tekið eftir því hvað norsku göngin eru mun betur gerð en þau íslensku.

Í flestum þeirra gildir sami hámarkshraði og á vegunum að þeim vegna þess að ekki er ástæða til að hægja á ferðinni því mun styttra er á milli útskota en í Hvalfjarðargöngunum og öryggi meira en á aðliggjandi vegum. 

Þó má geta þess að hámarkshraði er lágur víðast í norska vegakerfinu vegna þess hve vegirnir eru mjóir og bugðóttir. 

Stutt vegalengd á milli útskota kemur sér vel ef árekstur eða óhapp verður, því að þá er stutt að fara með bíl út af akbrautinni og athafna sig við björgunaraðgerðir.

Ef vel ætti að vera þyrfti að gera ný og betri göng samhliða Hvalfjarðargöngunum og nota þau ein í fyrstu á meðan er verið að lagfæra og endurbæta hin eldri. 

Síðan yrðu bæði göngin notuð fyrir einstefnu í hvora átt. En eftir Hrunið er þetta líiklega fjarlægur draumur. 

Léleg loftræsting er áberandi í Hvalfjarðargöngum á veturna þegar þau fyllast af svifryki vegna óhæfilegrar notkunar nagladekkja, sem langtum meiri hér á landi en til dæmis í Noregi.  Þetta áttu menn að sjá fyrir en gerðu það greinilega ekki. 

Væri fróðlegt að fá mælingu á svifrykinu þegar það er sem verst á veturna, áreiðanlega langt yfir öllum mörkum. 


mbl.is Hvalfjarðargöng fá falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að Hvalfjarðargöngin koma illa út hvernig myndu þá strákagöng og múlagöng til Ólafsfjarðar koma út í sambærilegri könnun?

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 12:41

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þegar hvalfjaraðrgöngin voru opnuð voru þau þegar úrelt.. þau fylgdu einhverjur ævagömlum stöðlum sem norðmenn hættu að nota fyrir 20 árum eða svo.. það finnast göng í noregi sem eru af þessum standard en þau eru að verða sjaldséð..

Bestu göng sem ég hef ekið í gegnum eru göngin frá eyrarsundarbrú inn til köben.. alveg hreint frábær lýsing og enginn mengun finnanleg.. 

Óskar Þorkelsson, 29.7.2010 kl. 13:02

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Falleinkunnargöng

eru hjá Speli

Stífluð hlustargöng

á ráðherra-meli

Óskar Guðmundsson, 29.7.2010 kl. 14:15

4 identicon

Já það væri gaman að vita hversu háa einkunn Múlagönginn eða Strákagönginn fengu.

kri (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 19:40

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Eða Oddsskarðið, sem er þó eina samgönguleiðin innan sama sveitafélags.

Sindri Karl Sigurðsson, 29.7.2010 kl. 21:03

6 identicon

Það hefur nú verið svolítil lenska hér á landi að telja að við vitum allt betur en aðrir og getum gert hlutina eftir okkar höfði. Öryggisrelgur og öryggisstaðlar séu bara til trafala og í besta falli óþarfa frekja og heimska möppudýra og reglugerðasnata sem reyna að drepa framkvæmir og frelsi til athafna.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband