13.8.2010 | 19:19
Mannanöfn og mannréttindi.
Það er furðu algengt að foreldrar telji það aðeins vera sitt einkamál hvaða nafn þeir velja á afkvæmi sín.
Allt of oft gleymist að það eru mannréttindi hvers barns að heita nafni sem ekki gerir því lífið erfitt eða allt að því óbærilegt.
Afkáraleg eða sérkennileg nöfn geta orðið tilefni til eineltis og stríðni sem misjafnt er hvernig ungar og viðkvæmar sálir þola.
Ég verð til dæmis ævinlega þakklátur foreldrum mínum að skíra mig ekki Ólaf og til stóð vegna þeirrar áhættu að ég yrði kallaður Óli rauði.
Enginn átti von á því að ég yrði rauðhærður, hvað þá með eldrautt passíuhár sem eitt út af fyrir sig skapaði talsvert áreiti.
Í stað þess var ég skírður Ómar en það var svo sjaldgæft nafn þá að mér fannst á barnsaldri viðbrögð margra við því vera óþægileg og óskaði þess jafnvel stundum að ég héti algengari nafni.
Þetta lagaðist fljótlega eftir því sem fleiri fengu þetta nafn.
Þess utan er hinn íslenski mannanafnasiður að kenna fólk við foreldri fremur en ætt nokkuð sem margir útlendingar öfunda okkur af og er mikilvægur hluti íslenskrar menningar og sjálfstæðis.
![]() |
Hvernig er hægt að skíra barnið sitt þetta? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.8.2010 | 08:27
Risinn er veikur.
Bandaríkin hafa borið ægishjálm yfir önnur ríki heims hvað snertir framleiðslu og stærð hagkerfis í hátt í eina öld.
En margt af því sem hrjáir bandarískt hagkerfi nú minnir á ástand stórvelda fyrri alda sem áttu sér sögu ris, veldistíma og falls.
Margir hagspekingar hafa séð hvernig veldi BN byggist á brauðfótum skuldasöfnunar og annarra atriða sem sýna gerviveldi. Þeir hafa spáð að ekki verði í hið óendanlega frestað hnignun hins mikla risaveldis og nú er að sjá hvort þessar spár muni rætast.
![]() |
Efnahagslægð yfirvofandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)