Risinn er veikur.

Bandaríkin hafa borið ægishjálm yfir önnur ríki heims hvað snertir framleiðslu og stærð hagkerfis í hátt í eina öld.

En margt af því sem hrjáir bandarískt hagkerfi nú minnir á ástand stórvelda fyrri alda sem áttu sér sögu ris, veldistíma og falls. 

Margir hagspekingar hafa séð hvernig veldi BN byggist á brauðfótum skuldasöfnunar og annarra atriða sem sýna gerviveldi. Þeir hafa spáð að ekki verði í hið óendanlega frestað hnignun hins mikla risaveldis og nú er að sjá hvort þessar spár muni rætast. 


mbl.is Efnahagslægð yfirvofandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Ómar já það er ekki neitt annað í kortunum en annað hrun og nú verður það miklu stærra og verra en það fyrra!

Sigurður Haraldsson, 13.8.2010 kl. 11:18

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Bandaríkin eru of stórir skuldarar og miklir "neytendur" að þeir verða ekki gerðir upp á sama hátt og aðrir sem mikið skulda. Hrun er andlegt fyrirbæri og má segja að íslendingar hefðu hrunið meira ef þeim hefði ekki verið komið til bjargar og tekist að halda uppi væntingum um betri tíð. Þó erfiðleikar hafi verið og séu enn miklir getum við þó haldið mörgu af því eftirsóknarverða við að búa í landinu. Það verður að verja fyrir skammtíma sjónarmiðum hagvaxtarsinna. Nei ég held að USA hrynji ekki nema innanfrá vegna hagsmunatogstreytu. Hvort það sé yfirvofandi hef ég enga þekkingu á.

Gísli Ingvarsson, 13.8.2010 kl. 19:56

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Kaldhæðnin er að Kína mun ekki leggja Bandaríkin að velli með eigin hugmyndafræði heldur þeirri amerísku.

Marinó G. Njálsson, 13.8.2010 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband