18.8.2010 | 21:00
Tifandi tímasprengja.
Eins og ég hef oftar en einu sinni bent á hér á blogginu er ástandið hjá Landhelgisgæslunni tifandi tímasprengja og ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta ófremdarástand kostar eitt mannslíf eða fleiri.
Búið er að færa björgunarþyrlukost á Íslandi aftur fyrir 1970 og fróðlegt væri að vita hvort nokkurt annað öryggis- og heilsugæslusvið hér á landi hafi verið fært svo langt aftur á bak.
Til að skrapa saman peningar verður Gæslan að selja þjónustu sína til annarra landa og jafnvel verkefna innanlands sem ekki snúast um öryggi og mannslíf en eru kostuð af opinberu fé úr öðrum skúffum ríkisbáknsins.
![]() |
Slasaður maður var látinn bíða alla nóttina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.8.2010 | 17:39
Hefð fyrir áhuga á Húsavík?
Fréttin af því hve hræðilegt reðasafnið á Húsavík þyki í útlöndum vekur upp spurninguna um það hvort Egill Jónasson hafi á sínum tíma gefið tóninn fyrir margræðan áhuga Húsvíkinga á ýmsum hlutum.
Þegar Teresía Guðmundsson var Veðurstofustjóri og Fuglavinafélag íslands auglýsti í miklum snjóalögum: "Munið eftir smáfuglunum" kastaði Egill fram þessari vísu:
Kólna tekur tíðarfar.
Teresía spáir byl.
Hver sem tittlings verði var
veiti honum skjól og yl.
![]() |
Hryllingur á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.8.2010 kl. 07:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2010 | 06:17
Það var mikið !
Í fimmtíu ár hefur það verið viðtekin sjónarmið hér á landi að útilokað sé að bæta aðgengi að náttúruperlm nema að fyrst verði virkjað á svæðinu.
Ég fullyrði að Ísland er eina landið í Evrópu eða Norður-Ameríku þar sem þessi þjóðtrú hefur fengið að blómstra.
Árum saman stóð stórt skilti Landsvirkjunar við innkeyrslu á svæðið norðan Vatnajökuls þar sem fullyrt var að Kárahnjúkavirkjun væri forsenda þess að hægt væri að stofna Vatnajökulsþjóðgarð.
Sem sé: Forsenda þess að fólk gæti fræðst um þetta svæði og komist inn á það var að byrja fyrst a því að gereyða náttúruundurm stórs hluta þess og standa þar fyrir mestu umhverfisspjöllum álfunnar !
Þessi aðferð hefur hingað til verið talin gjaldgeng og góð meðal annars nú síðast varðandi Gjástykki og Þjórsárver og fossana mikli í efri hluta Þjórsár.
Jón Vilmundarson sveitarstjórnarmaður er líklega fyrsti sveitarstjórnarmaður Íslandssögunnar sem orðar svipuð sjónarmið og gilda í öðrum löndum um þetta efni.
Ég bendi á myndir í undanfarandi bloggpistlum mínum af tveimur komandi virkjanasvæðum, fossunum í Þjórsá og af svæðinu sem virkjun Skjálfandafljóts mun hafa áhrif á.
![]() |
Vilja láta bæta aðgengi að friðlandinu í Þjórsárverum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)