Tifandi tímasprengja.

Eins og ég hef oftar en einu sinni bent á hér á blogginu er ástandið hjá Landhelgisgæslunni tifandi tímasprengja og ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta ófremdarástand kostar eitt mannslíf eða fleiri.

Búið er að færa björgunarþyrlukost á Íslandi aftur fyrir 1970 og fróðlegt væri að vita hvort nokkurt annað öryggis- og heilsugæslusvið hér á landi hafi verið fært svo langt aftur á bak. 

Til að skrapa saman peningar verður Gæslan að selja þjónustu sína til annarra landa og jafnvel verkefna innanlands sem ekki snúast um öryggi og mannslíf en eru kostuð af opinberu fé úr öðrum skúffum ríkisbáknsins.


mbl.is Slasaður maður var látinn bíða alla nóttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Þyrla Gæslunnar TF LÍF Super Puma kom ný til landsins 1995. Þar áður hafði gæslan mun minni þyrlur sem engan vegin gátu bjargað heilum skipshöfnum í einu. Enn fremur hefur gæslan líka TF GNÁ  sem einnig er Super Puma. Því skil ég ekki havað þú átt við með fyrir 1970 Bíddu voru einhverjar þyrlur þá, nema ef ske kynni Tf Gró sem var pínulítil og endaði sinn feril í einnhverri skíðabrekkunni á suðvesturhorninu ef ég man rétt.

Það að slasaður maður í Grímsey hafi þurft að bíða flutnings í 9 klst í upphituðu húsnæði og samkvæmt mati læknis í gegnum síma finnst mér ekkert tiltökumál. Annað eins þurfum við nú að bíða hér á landsbyggðinni.  Árið 1993 slasaðist ég all alvarlega á miðhálendinu og veður var þannig að ekki var hægt að nota þyrlu til björgunar. Það tók björgunarsveit 23 klst að brjótast til okkar ferðafélaga og  koma mér síðan á sjúkrahús á Akureyri, þar sem ég lá síðan í 1 mánuð.  Fyrir það er ég þeim ævarandi þakklátur.

Kveðja frá Húsavík

Guðmundur Salómonsson fyrrum rallari

og vanstilltur björgunarsveitarmaður að norðan eins og Georg Lárusson kallaði mig í útvarpsviðtali á RUV eftir aðgerðir á Herðurbreið árið 2008

Guðmundur Salómonsson (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 21:44

2 Smámynd: Jóhannes Reykdal

Það var nú eitt stykki varnarlið með einhverja bestu þyrlubjörgunarsveit heims hérna í nokkur ár :)

Jóhannes Reykdal, 18.8.2010 kl. 22:14

3 Smámynd: Jakob Jörunds Jónsson

Sæll Ómar og til hamingju með stórafmælið um daginn

Það er eitt sem að þú gleymir að minnast á. Eins og stendur, er eitt varðskip við gæslu á miðunum í kringum Ísland. Hitt, varðskipið Ægir, er í leigu erlendis.

Þetta þýðir að ef að eitt af hinum fjölmörgu skipum sem sigla við strendur landsins, þ.m.t. olíuskip, yrði vélavana, þá væri það einskær heppni ef að þetta eina skip næði að koma til aðstoðar í tæka tíð.

Kveðja,

Jakob

Jakob Jörunds Jónsson, 18.8.2010 kl. 22:32

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Meðferðin á Landhelgisgæslunni (fjárhagslega) er með ólíkindum. Það væri nær að millifæra fjármuni frá Fiskistofu sem er gagnslaus stofnun.

Kristinn Pétursson, 18.8.2010 kl. 22:38

5 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Guðmundur er eitthvað vanstilltur á fortíðina.

Á meðan LHG var ekki nógu burðug til að bjarga sjálf heilu áhöfnunum með einni þyrlu, þá var hér á landi heil þyrlusveit frá Sámi frænda með tankflugvél og getu til að taka eldsneyti á flugi. Ekkert skip var utan seilingar og ástæðulaust að láta fólk þjást tímunum saman án umhyggju Guðmundar, en nú er öldin önnur.

Það verður varla á mínu æviskeiði sem ríkissjóður getur boðið sjómönnum og öðrum í neyð slíka þjónustu. Sjálfsagt er því eina ráðið að brynja sig svo gegn aðstæðum annarra að ekki hrökkvi tár af mínum hvarmi frekar en Guðmundar þótt einhver þurfi að bíða frá miðaftan framyfir dagmál eftir skutli til læknis.

Sigurður Ingi Jónsson, 18.8.2010 kl. 22:56

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Fyrir mörgum árum var efnt til menningarviðburðar í Háskólabíói ( mig minnir að nemendur Sjómannaskólans hafi staðið fyrir henni ) þar sem safna átti fyrir þyrlum - einni í hvern landsfjórðung -og þar sem ég reiknaði með því að sjómenn - fjölskyldur þeirra og borgarbúar almennt myndu fjölmenna fór ég degi fyrr og keypti miða fyrir mig og son minn - tryggja það að við kæmumst inn -

það er skemmst frá því að segja að í þessum 1000 manna sal sátum við tveir ásamt kanski 5-10 öðrum auk þeirra sem að skemmtuninni stóðu.

Það var undarleg tilfinning þegar málefnið var haft í huga.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.8.2010 kl. 03:03

7 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég er sammála því,er við sjómenn hafa barist fyrir þyrlum,í gegnum árin,er það furðulegt hvað landsmenn hafa tekið fátæklega undir þá baráttu.

Við skoðun á útköllun er yfir 50% af útköllum hjá þyrlum,við bjarga fólki upp á halendi,og víða í landi. Þarna er fólk að fara í tvísýnu til skemmtunnar.

En slysin gerast alstaðar,eins og alþjóð veit,nærtækt er það rútuslysið fyrir norðan.Að vísu urðu meiðsli farþega,utan tveggja alvarleg.Öllu alvarlegra var rútuslys á sviðuðum slóðum fyrir nokkrum árum.

Hér á landi eru slysagildrur alstaðar,snjóflóð,aurskriður,eldgos og aðrar náttúruhamfarir,þá er ekki farið að ræða um hættur og slys á hafinu.

Ég tek heilshugar undir skrif þín Ómar,við stöddum á tímasprengju.Það eru margar stofnannir,sem má leggja niður.En Landhelgisgæslunni ber að hlúa að,bæði með tæki og rekstur.

Ingvi Rúnar Einarsson, 19.8.2010 kl. 21:10

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Upp úr 1970 byggðu Bandaríkjamenn upp þyrlusveit á Keflavíkurflugvelli sem ég tek auðvitað með í reikninginn þegar ég tala um ástand þeirra mála á landinu.

Þyrlurnar voru kallaðir Jolly Green Giant og sinntu þörfum okkar Íslendinga eins og sinna eigin manna.

Það nálgast skammarlegt minnisleysi ef maður myndi ekki eftir þjónustu þessarar þyrlusveitar sem sífellt var verið að kalla út.

Ég fór einu sinni með slíkri þyrlu sem leiðsögumaður í mikilli leit sem gerð var af flugvélinn TF-ROM. 

Á áttunda áratug síðustu aldar gekk í garð ný öld öryggismála sem stóð þar til núna að við erum á heildina litið komin aftur fyrir 1970.

Ég á erfitt með að sjá hvernig hægt er að sætta sig við það eins og ekkert sé. 

Ómar Ragnarsson, 20.8.2010 kl. 05:01

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Minni á frábært björgunarafrek Bandaríkjamannanna í Vöðlavík við verstu hugsanlegu aðstæður. Í það verkefni fóru tvær þyrlur og sveitin á Vellinum gat yfirleitt sent tvær þyrlur ef þörf krafði auk fylgdarvélar.

Nú ríkir ástand sem er þess eðlis að svo gæti farið að við gætum ekki einu sinni sent eina þyrlu til mannbjargar, hvað þá tvær.

Ómar Ragnarsson, 20.8.2010 kl. 05:04

10 Smámynd: Jakob Jörunds Jónsson

Það ber þó að hafa í huga að það vantar ekki viljann hjá starfsmönnum og núverandi yfirstjórn LHG til að gera betur. Hér er ríkisvaldinu um að kenna.

Sjálfur skilaði ég 13 árum sem starfsmaður Landhelgisgæslunnar og allan þann tíma var verið að skera niður.

Ég hóf störf þar á Óðni gamla árið 1987 og hætti svo hjá LHG áramótin 1999/2000.

Ástæðan fyrir því var sú að árið 1997 varð mér það á að slasast alvarlega, þegar ég var yfirstýrimaður um borð á varðskipinu Ægi og gerð var tilraun til þess að bjarga flutningaskipinu Vikartind. Bátsmaðurinn okkar lést og við vorum 3 sem slösuðust.

Ég var lengi að ná mér uppúr þessum meiðslum og læknar sögðu að ég myndi aldrei aftur fara á sjó, og var ég á flugvélinni SYN eftir að ég snéri aftur til starfa.

Þáverandi forstjóri LHG og lögmaður stofnunarinnar  fóru þá að koma á vikulegan ''fund'' og lögðu að mér að hætta þar sem að framtíð mín hjá LHG væri engin.

Að lokum gafst ég upp á þessu og sagði upp störfum.

Með hjálp frábærs sjúkraþjálfara náði ég fullum bata og starfa nú sem skipstjóri.

Jakob Jörunds Jónsson, 21.8.2010 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband