Sérkennileg rök lögmanns.

Aldrei fyrr hef ég heyrt lögmann halda því fram að í erfðamáli eigi að gilda sá texti sem hefði staðið í hugsanlegri erfðaskrá hins látna ef hún hefði verið gerð. 

 En þetta gerir lögmaðurinn í gagnrýni sinni á málsmeðferð í sambandi við faðernismál Jinky Young.

Dylgjur hans um það að líki Fishers hafi verið rænt eru raunar með fádæmum og setur leiðinlegan blæ á það sjálfsagða mál að nota nútíma vísindi til að skera úr deilumáli.  

 


mbl.is Gagnrýnir DNA-rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði það bjargað 7000 milljörðum?

Hrunið mikla var svo stórt á íslenskan mælikvarða, að vangaveltur yfir nýjum upplýsingum um það að Björgólfur Thor var beðinn um að koma heim rétt í þann mun sem það var að dynja yfir, virka broslegar.

Sama dag og þetta er upplýst greinir fjármálaráðherra frá því í grein að útlendingar hafi tapað 7000 milljónum króna á Hruninu, en það jafngildir allri þjóðarframleiðslu íslendinga í fjögur ár ! 

Ég hygg að flestir Íslendingar kannist ekki við það að komið hafi fram í fjölmiðlum að íslenska bankakerfið væri orðið fimmtalt stærra en íslenska hagkerfið fyrr en tæpum mánuði áður en allt hrundi. 

Hvernig í ósköpunum mátti það verða? Þetta er svo yfirgengilegt að engu tali tekur á svokallaðri öld upplýsinga. 

Hefði það bjargað 7000 milljarða króna dæmi að Björgólfur Thor kæmi heim í októberbyrjun 2008? 

Þetta er allt með þvílíkum fádæmum að engu tali tekur.


mbl.is Ólafur Ragnar bað Björgólf að koma heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undraverð gleði.

Reykjadalur í Mosfellsdal skipar sérstakan sess í huga mínum og minnar fjölskyldu. Þar dvaldi sonur okkar Helgu nokkur sumur á unga aldri og starfsemin þar var eitt helsta atriðið í starfi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

Helga var stjórnarmaður og tók virkan þátt í starfi kvennadeildar félagsins og móðir mín veiti henni öfluga forystu um árabil. 

Það var alveg sérstök upplifun að fá að verða samferða á lokaspretti hinnar miklu Reykjadalsgöngu í gær og njóta einstakrar lífsgleði og baráttuanda göngumanna. 

Ekki var gleðin minni fyrir það að deila þessu endaspretti með  Gunnari Eyjólfssyni og rifja upp með honum einstaklega ánægjuleg kynni okkar í meira en hálfa öld. 

Í ársbyrjun 1959 ruddumst við inná skemmtikraftamarkaðinn á sama tíma, annars vegar hann og Bessi Bjarnason með alveg nýja gerð leikins atriðis í svipuðum stíl og Gunnar hafði kynnst í Bandaríkjunm og hins vegar ég með mitt frumsamda uppistand, gamanvísur og eftirhermur. 

Og nú lágu leiðir okkar aftur saman, að þessu sinni vegna þess að dótturdóttir hans hafði fakrengið að njóta einstakar d. valar í Reykjadal.

Ég læt fylgja með þessum pistli mynd sem ég tók af fulltrúum Soroptimistafélags Seltjarnarness þegar þeir afhentu stórgjöf í göngulok í gær og er til merkis um það hve vel hið frábæra starfsfólk í Reykjadal náði til landsmanna.p1011508.jpg

Gunnar Eyjólfsson er lifandi sönnun þess hverju 86 ára gamall maður getur áorkað með líferni sínu og andlegum þrótti.

Þegar við kvöddumst í gær bað  hann mig um að þýða úr ensku spakmæli um lífsgæði sem hljóðar svona á íslensku:

Líf okkar er ekki mælt í fjölda andardrátta okkar heldur í fjölda þeirra augnablika þegar við gripum andann á lofti. 


mbl.is Reykjadalur nær að halda dyrunum opnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband