Hefði það bjargað 7000 milljörðum?

Hrunið mikla var svo stórt á íslenskan mælikvarða, að vangaveltur yfir nýjum upplýsingum um það að Björgólfur Thor var beðinn um að koma heim rétt í þann mun sem það var að dynja yfir, virka broslegar.

Sama dag og þetta er upplýst greinir fjármálaráðherra frá því í grein að útlendingar hafi tapað 7000 milljónum króna á Hruninu, en það jafngildir allri þjóðarframleiðslu íslendinga í fjögur ár ! 

Ég hygg að flestir Íslendingar kannist ekki við það að komið hafi fram í fjölmiðlum að íslenska bankakerfið væri orðið fimmtalt stærra en íslenska hagkerfið fyrr en tæpum mánuði áður en allt hrundi. 

Hvernig í ósköpunum mátti það verða? Þetta er svo yfirgengilegt að engu tali tekur á svokallaðri öld upplýsinga. 

Hefði það bjargað 7000 milljarða króna dæmi að Björgólfur Thor kæmi heim í októberbyrjun 2008? 

Þetta er allt með þvílíkum fádæmum að engu tali tekur.


mbl.is Ólafur Ragnar bað Björgólf að koma heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki man ég svo eftir hugtakanotkun í tengslum við fregnir í fjölmiðlum af áhyggjum útlendinga tengdum stjarnfræðilegum tölum í þessu sambandi.

Hitt man ég þó að löngu fyrir hrun og löngu fyrr en íslenskir álitsgjafar fóru að óróast voru samanburðartölur skulda og þjóðarframleiðslu tengdar þessum áhyggjum.

Margoft voru birtar fréttir af því að ójafnvægi í þessum hagtölum væri orðið margfalt meira en alþjóðlegir staðlar teldu vera "hæstu þolmörk hagkerfa."

Íslenskir fjármála-og stjórnmálamenn báru sig mannalega svo sem siður er á voru landi þegar stolt þjóðarinnar er sært af útlendu "öfundarfólki."

Margir muna eftir ályktun sem beindist að hagfræðingi sem þyrfti að "fara heim og læra fræin sín betur!"

Árni Gunnarsson, 20.8.2010 kl. 00:03

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

....læra fræðin sín betur.

Árni Gunnarsson, 20.8.2010 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband