Fimm ástæður fyrir að búa hérna.

Ég hef stundum í gamni sagt að það séu fimm ástæður fyrir því að ég vilji búa á Íslandi:

1. Ég er fæddur og uppalinn hér. 

2. Það er minna af pöddum en í lýjari löndum. 

3. 4. 5.   Ýsa, smjör og kartöflur. 

Þegar við Andri vorum á flandri fyrir vestan í dag bauð kona nokkur okkur vestfirskan harðfisk, sem hún sagði vera öðruvísi en annar harðfiskur því honum væri sérstaklega ætlað að sleppa við þá gagnrýni að hann sé óhollur fyrir hjartasjúklinga, sem sé hreinni og ferskari en annar harðfiskur.

Ekki skal ég leggja dóm á það en augljóst virðist að fiskur sé hollur svo af ber.

Fyrir þá sem vilja grenna sig verður þá að taka lið 4 í burtu hér að framan, því 80% smjörs er hrein fita og nokkurn veginn það mest fitandi sem hægt er að innbyrða!


mbl.is Fiskur er megrunarfæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt "öfgafólki" að kenna?

Það' er strax byrjað að kenna "öfgafólki", VG, Steingrími og Jóhönnu og Steingrími um tafir á virikjanaframkvæmdum, bæði á blogginu í dag og í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi.

Þetta hefur verið lagt þannig út að viðkomandi geri allt sem í þeirra valdi stendur til að vera á móti atvinnuuppbyggingu, á mót framförum og á móti landsbyggðinni.

Dæmin eru ný og gömul. Þegar virkjanafíklarnir hafa farið á kreik hafa þeir hrint af stað borunum áður en athugað hefur verið um gildi svæðisins sem náttúruverðmæti.

Þegar síðan gildi svæðisins hefur komið í ljós hefur verið sagt að ekki verði aftur snúið og "öfgafólki" kennt um að vilja eyðileggja hundruð milljóna króna sem eytt var þegar skotið var fyrst og síðan spurt.

Ekkert "öfgafólk" hefur lagst gegn Búðarhálsvirkjun heldur mælt með henni. Samt er því og þeim flokki sem enga ábyrgð bar á Hruninu, kennt um að vegna Hrunsins fáist ekki lánsfé til að hefja þar framkvæmdir.

Vaðið var af stað með að reisa kerskála í Helguvík án þess að búið væri að skoða hvort orka fyndist fyrir 360 þúsuynd tonna álver sem krefst 700 megavatta orku.

Raunar var fyrst reynt í lengstu lög að leyna því hve álverið yrði að verða stórt og þegar nú hefur komið í ljós að það verði að ná 360 þúsund tonna stærð er "öfgafólki" kennt um að ekki finnist orka fyrir þennan mesta mögulega orkusvelg heims.

"Öfgafólki" er síðan kennt um að Orkustofnun getur ekki gefið virkjanleyfi fyrir stækkaða Reykjanesvirkjun nema innistæða sé fyrir orkunni sem pumpa á upp.

Í upphafi var vaðið áfram með framkvæmdir án þess að buið væri að ganga frá samningum við tólf sveitarfélög sem línur og virkjanir eiga að verða í.

Þegar forstjóri Magma Engery lætur í ljós þá rökstuddu skoðun að réttara sé að leita að minni kaupendum orku, sem vilja borga meira fyrir orkueiningu og skaffa fleir og betri störf á orkueiningu ætlar allt vitlaust að verða, "Suðurnesjum blæðir út!" er hrópað og annað er eftir því.

Ég er einn þeirra sem hafa andmælt því að orkufyrirtækin okkar lendi í eigu útlendinga.

Það er helvíti hart þegar síðan kemur í ljós að útlendingar skuli orða skynsamlega orkusölustefnu sem manns eigin landar hafna vegna ótrúlega skammsýnna skammgróðasjónarmiða á kostnað komandi kynslóða.

Þ


mbl.is 20 sagt upp hjá Jarðborunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband