Tveir kven-landvættir, Björk og Vigdís.

Landvættirnir fjórir að fornu voru allir karkyns. Samkvæmt nútímahugsun ætu að minnsta kosti tveir þeirra að vera kvenkyns.

Við þurfum ekki að leita langt. Björk Guðmundsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir hafa lagt af mörkum ómetanlegt framlag til verndar landi, þjóð og tungu. 

Frægð ýmissa endist skammt en ég hygg að nöfn Bjarkar og Vigdísar muni uppi meðan land byggist. 

Auk hæfileika þeirra og afreka met ég það mest við þær báðar, að þær eru afar hugrakkar konur sem hafa látið sannfæringu sína og karakter vega þyngra en það að sigla lygnan sjó og hugsa um að vera "þægar".

Upp í hugann kemur minni frá árinu 1955 þegar Halldór Laxness tók við sínum verðlaunum úr hendi þálifandi Svíakonungs. 

Það var stór stund í sögu okkar og þessi var það líka. 

 


mbl.is Björk tók við Polarverðlaununum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oftrú á tæknina.

GPS-tæknin er dásamleg uppfinning og mikið öryggistæki á landi, sjó og í lofti. En eins og önnur mannanna verk er hún ekki óskeikul og því miður hefur hún dregið úr hvata til þess að fólk læri á landið og reyni að rata á gamla mátann.
mbl.is Fannst bensínlaus og villtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður rekin sama verðlagningarstefna áfram?

Hvaða skoðanir sem fólk hefur á Jóhannesi í Bónus og fjölskyldu hans varðandi umsvifin utan verslunarinnar er hitt óumdeilanlegt að hið lága verð í þessum verslunum um allt land hefur verið mikil kjarabót fyrir allan almenning í tvo áratugi og að meðan Jóhannes Jónsson hefur ráðið þar ríkjum hefur ekki verið slegið af þessari verðstefnu þrátt fyrir að verslunarveldið Hagar hafi haft ráðandi markaðsstöðu síðustu árin. 

Ef Jóhannes er endanlega farinn út úr fyrirtækinu hygg ég að stóra spurningin spurningin verði sú hvort þessari verðlagningarstefnu verði haldið áfram eða hvort nýir eigendur muni hyllast til að nýta sér markaðsstöðuna og hækka verðið í skjóli hennar. 

Við skulum sjá til hvað gerist. 


mbl.is Sérstök tilfinning að kveðja Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2007 lifir !

Sumar persónur ná slíkri frægð að þegar þær deyja eru margir sem trúa því ekki heldur berast fregnir af því að hinn látni hafi sést hér og þar.  "Elvis lifir!"

2007 er orðið hugtak sem er sprelllifandi og kemur aftur og aftur í hausinn á okkur. 1,8 milljarður, sem Reykjanesbær á ekki fyrir, er eitt af mörgum dæmum um það. 

Það að fjórfalda og fimmfalda skuldir íslensku heimilanna og fyrirtækjanna 2007 átti að færa okkur mestu mögulegu lífshamingju. "Kúlulán" voru eitt af lykilorðunum, "take the money and run!" 

Reykjanesbær var einn af mörgum aðilum sem tók peninga og reynir að hlaupa en getur ekki hrist sprellifandi vofu 2007 af sér. 


mbl.is Rukkaður um 1,8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband