Hve oft á að gera sér dagamun?

Spurningin um flugeldasýningu á menningarnótt snýst ekki um þörfina á því að gera sér dagamun. Varla finnst svo fátækt og snautt samfélag á jörðinni þar sem því er ekki sinnt að gera sér dagamun.

Spurningin snýst um það hve oft á að gera þetta og í hve miklum mæli. 

Eitt borðorða Biblíunnar segir að halda skuli hvíldardaginn heilagan. Í fátæku samfélagi kann slíkt að sýnast bruðl með dýrmætan tíma en boðorðið felur í sér að manninum og sálarheill hans sé nauðsynlegt að lyfta sér einstaka sinnum upp úr gráum hversdagsleikanum.

Ég tel það ekki bruðl þótt þjóð sem á hátt í 200 þúsund bíla eigi sameiginlega einn eðalvagn fyrir forseta landsins. Ég ætlast hins vegar ekki til hins sama af forsetanum og ég myndi gera í því embætti að aka á svartgljándi BMW Mini eða þó öllu frekar splunkunýjum, svörtum Fiat 500. Það hafa ekki allir sama smekk.

Það er hins vegar bruðl þegar orkufrekasti og dýrasti bílafloti Evrópu er notaður hversdagslega til að snatta um í borginni. 

Það má minnka flugeldasýninguna á menningarnótt niður í það að vera flottasta einnar mínútu flugeldasýning sem völ sé á hér á landi. 

Afi minn Edvard Bjarnason bakarameistari gat verið örlátur og gjafmildur svo af bar. Hann fór hins vegar afar vel með peninga og ég spurði hann einu sinni sem barn hvort hann væri nískur.

Hann svaraði: "Maður í minni stöðu getur ekki verið örlátur nema að vera nýtinn eða jafnvel nískur ef menn vilja kalla það því nafni."


mbl.is Flugeldasýningin bruðl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnað umhverfi válegra atburða.

Í eina leiðangrinum, sem farið hefur verinn á jeppum yfir Grænlandsjökul var komið niður hrikalegan og gríðarstóran skriðjökul niður í botn Syðrir-Straumfjarðar (Kangerlussuaq).

Dalurinn við botn fjarðarins, sem er meira en 180 kílómetra langur, var einhver magnaðasti staður sem við, sem vorum í leiðangrinum, höfðum komið á.

Þarna er einn hlýjasti staður norðan heimskautsbaugs í júlí, meðalhitinn að degi til 16 stig!

Í janúar er meðalhitinn hins vegar meira en 20 stiga frost ! 

Fjörðurinn er svo mjór og fjöllin við hann svo há, - yfir 1800 metra há, þannig að þarna er óskaplega lítil úrkoma. 

Meðfram skriðjökulstungu fellur á niður í dalinn í fossum og allt þetta umhverfi var þá með ólíkindum hvað snerti fegurð og allt annað veðurlag en maður á von á á Grænlandi

Síðasta kaflann vestur að flugvellinum var ekið um eyðimörk og skyndilega blasti við alþjóðaflugvöllur í umhverfi sem minnti mest á Arabaland með risaþotum og Concorde innan um allar stærðir flugvéla !

Grænland er land slíkra ofurstærða á allan hátt og auðnir, öræfi, fjöll, firðir og jöklar af slíkri stærð að vekur bæði aðdáun og óttablanda hrifningu. 

 Andstæðurnar eru magnaðar. Á svipaðri breiddargráðu og Syðri-Straumfjörður á austurströndinni, gegnt Vestfjörðum, er staðurinn Tingmiarmiuut þar sem meðalhitinn í júlí er aðeins um 4 stig, eða kaldasti staður við sjávarmál á norðurhveli jarðar að sumarlagi ! 

Smæð mannsins og vanmáttur verður yfirþyrmandi í þessu landi, sem er 20 sinnum stærra en Ísland og nær bæði sunnar, norðar, austar og vestar en Ísland. 

Örlög manna, sem lenda í ögöngum í þessu magnaða nágrannalandi Íslands, verða því oft váleg. 

Ég sit og blogga þetta við Eystri-Rangá. Frá Hornströndum til Grænlands er styttri flugleið en frá Hornströndum til Hellu.  

Svo nálægt er þetta stórfenglega land sem Íslendingar láta sér svo fátt um finnast. 

Fjöllin upp af Blosserville-ströndinni gegnt Vestfjörðum eru 3700 metra há !

Þegar komið er fljúgandi þaðan að Hornbjargi, sem er 534 metra hátt segir maður við sjálfan sig: Hornbjarg úr djúpinu rís, hvað ?

 

 


mbl.is Leitarmenn á Grænlandi fundu lík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn af ótal möguleikum.

Ferðamennska í heiminum byggist æ meira á því að leyfa gestum að upplifa lífsbaráttu annarra kynslóða og framandi þjóða.

Hér á landi er fullt af tækifærum til þess að leiða gesti inn í heillandi veröld glímu Íslendinga við sérstæð og óblíð náttúruöfl. 

Allir svonefndu raunveruleikaþættirnir sem hafa verið svo vinsælir í sjónvarpi hvarvetna um heiminn eru dæmi um þann aukna áhuga á "survival" og áskorunum


mbl.is Rekaveiðar í kjölfar strandveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband