Magnað umhverfi válegra atburða.

Í eina leiðangrinum, sem farið hefur verinn á jeppum yfir Grænlandsjökul var komið niður hrikalegan og gríðarstóran skriðjökul niður í botn Syðrir-Straumfjarðar (Kangerlussuaq).

Dalurinn við botn fjarðarins, sem er meira en 180 kílómetra langur, var einhver magnaðasti staður sem við, sem vorum í leiðangrinum, höfðum komið á.

Þarna er einn hlýjasti staður norðan heimskautsbaugs í júlí, meðalhitinn að degi til 16 stig!

Í janúar er meðalhitinn hins vegar meira en 20 stiga frost ! 

Fjörðurinn er svo mjór og fjöllin við hann svo há, - yfir 1800 metra há, þannig að þarna er óskaplega lítil úrkoma. 

Meðfram skriðjökulstungu fellur á niður í dalinn í fossum og allt þetta umhverfi var þá með ólíkindum hvað snerti fegurð og allt annað veðurlag en maður á von á á Grænlandi

Síðasta kaflann vestur að flugvellinum var ekið um eyðimörk og skyndilega blasti við alþjóðaflugvöllur í umhverfi sem minnti mest á Arabaland með risaþotum og Concorde innan um allar stærðir flugvéla !

Grænland er land slíkra ofurstærða á allan hátt og auðnir, öræfi, fjöll, firðir og jöklar af slíkri stærð að vekur bæði aðdáun og óttablanda hrifningu. 

 Andstæðurnar eru magnaðar. Á svipaðri breiddargráðu og Syðri-Straumfjörður á austurströndinni, gegnt Vestfjörðum, er staðurinn Tingmiarmiuut þar sem meðalhitinn í júlí er aðeins um 4 stig, eða kaldasti staður við sjávarmál á norðurhveli jarðar að sumarlagi ! 

Smæð mannsins og vanmáttur verður yfirþyrmandi í þessu landi, sem er 20 sinnum stærra en Ísland og nær bæði sunnar, norðar, austar og vestar en Ísland. 

Örlög manna, sem lenda í ögöngum í þessu magnaða nágrannalandi Íslands, verða því oft váleg. 

Ég sit og blogga þetta við Eystri-Rangá. Frá Hornströndum til Grænlands er styttri flugleið en frá Hornströndum til Hellu.  

Svo nálægt er þetta stórfenglega land sem Íslendingar láta sér svo fátt um finnast. 

Fjöllin upp af Blosserville-ströndinni gegnt Vestfjörðum eru 3700 metra há !

Þegar komið er fljúgandi þaðan að Hornbjargi, sem er 534 metra hátt segir maður við sjálfan sig: Hornbjarg úr djúpinu rís, hvað ?

 

 


mbl.is Leitarmenn á Grænlandi fundu lík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mennirnir eru allir vanir útivistarmenn, segir í myndatexta - gott og vel - þá skyldi maður ætla að gps og fjarskipti hafi verið með í för. En hvað? Svo les maður meginmálið í fréttinni og þá er skipt um skoðun og sagt að þeir hafi verið vel búnir til útivistar. Semsagt ekki endilega með reynslu en góðan búnað. Jæja þá. En að lokum er sagt að hvorki gps né fjarskipti hafi verið með í för.

(Var ekki verið að enda við að segja að þeir hefðu haft góðan búnað?)

Þessi frétt er skrifuð af hugsunarleysi. Því miður.

En Grænland er ofboðslega magnað. Sammála þér í því.

Karl. E. (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband