15.9.2010 | 19:19
Dæmi um það hvað reynsla og þrautseigja vega þungt.
Sú var tíð að íslenskir stjórnmálamenn héldu að á tiltölulega fáum árum væri hægt að fjölga loðdýrabúum á Íslandi tuttugufalt upp í 600.
Skellt var skollaeyrum við aðvörunarorðum frá að minnsta kosti einum Íslending sem hafði kynnst slíkum landbúnaði í Danmörku og sagði að áratuga reynsla og yfirveguð markviss þróun væri forsenda fyrir velgengni.
Við sjáum að Danir búa enn að reynslu sinni en líka að í áranna rás hafa þeir Íslendingar sem þraukuðu og þróuðu með sér reynslu og þekkingu náð árangri.
![]() |
Minkaskinn frá Íslandi aldrei dýrari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
15.9.2010 | 19:14
Bara að Fjalakötturinn hefði verið til.
Sagt var á sínum tíma að Fjalakötturinn væri elsta kvikmyndahús í Norðurálfu. Það var hins vegar rifið á þeim tíma sem slík hús voru kölluð "timburkofar" og "skúradrasl."
Nú er þetta sem betur fer að breytast og það er stórkostlegt eins og sést á Bíó Paradís.
En mikið hefði nú verið gaman ef Fjalakötturinn hefði verið til og hægt að láta hann ganga í endurnýjun lífdaga og draga að sér ferðamenn í miðborginni.
![]() |
Heimili kvikmyndanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)