3.1.2011 | 19:55
Stöðutáknin eru alþjóðleg.
Í fornsögunum er miklu rými varið í lýsingar á ytri búnaði söguhetjanna, ekki síður en útliti þeirra og atgerfi. Lýst er fatnaði þeirra og vopnum og hestunum sem þeir sátu í smáatriðum.
Allt er þetta liður í að þjóna ímynd söguhetjanna.
Árið 2007 náði þessi hugsun hámarki hér á landi. Ef að fornu var sögupersónunni þannig lýst: "Hann var á hvítum hesti, gæðingi miklum, klæddur í bláa skikkju með gullbryddað belti um sig miðjan og gyrður stóru sverði með silfurslegnum hjöltum..." er lýsingin á okkar dögum: "Hann var á silfurlituðum stórum sjálfskiptum átta strokka Landcruiser með stigbrettum og álfelgum á 36 tommu dekkjum...o.s.frv...
"Fötin skapa manninn" segir máltækið og þetta máltæki virðist algilt hvar sem er í heiminum.
Sem dæmi má nefna að eftir að Pólland gekk í Evrópusambandið var hætt framleiðslu Fiat 126, sem kalla má nokkurs konar einkennisbíl Póllands, ígildi Mini í Bretlandi og Fiat 500 á Ítalíu.
Vinur minn, Jón Atli Ólafsson, sem á heima í Póllandi, segir að á örfáum árum hafi götumyndin breyst þar í landi úr því að hvergi var hægt að þverfóta fyrir Fiat 126 Maluch ("Lilli") í það að þeir séu nánast horfnir.
Pólverjar gefa greinilega mikið fyrir að sýnast menn með mönnum eftir að þeir komust í samfélag vestrænna lýðræðisþjóða og keppast við að komast yfir stöðutáknin.
Það virðist einu gilda þótt viðkomandi land sé með meiri og almennari fátækt en gengur og gerist.
Menn verða að sýnast vera menn með mönnum.
Líklega er sama fyrirbærið á ferð á Indlandi þar sem það þykir tákn um bága stöðu að vera á bíl sem er svo miklu ódýrari en allir aðrir bílar.
Nano er líka ekki eins hraðskreiður og aðrir nútímabílar, hestöflin aðeins 35 og hámarkshraðinn 105 km/klst.
Að vera á svo ódýrum bíl sé of áberandi merki fátæktar og skárra að vera bara fótgangandi eða hverfa í vélhljólafjöldann.
Ég hef ekkert nema gotta að segja um pólsku Fiatana mína sem hafa skilað mér um allt land, jafnt í byggðum sem á hálendinu.
Í raun var það aðeins á hippatímanum á síðustu öld sem bílar eins og Citroen bragginn, Volkswagen Bjalla og rúgbrauð og Mini urðu að stöðutáknum þeirra sem vildu nýja hugsun.
![]() |
Nanóinn hefur selst illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.1.2011 | 09:39
Möguleikar íslenska vetrarins.
Ég hef margoft greint frá því hér á blogginu hvernig íbúar Lapplands hafa gert veturinn að jafngóðum ferðamannatíma og sumarið með því að selja ferðamönnum, sem koma þangað langt að, kulda, þögn, myrkur og ósnortna náttúru.
Sömuleiðis hafa þeir "stolið" jólasveininum af okkur og grætt á því.
Breskur blaðamaður frá Sunday Times, sem kom hingað fyrir mörgum árum, skrifaði í grein um ferðina að fyrirbærið skafrenningur hefði haft mest áhrif á sig, eitthvað sem hann hafði aldrei upplifað fyrr.
Þetta þótti okkiur Íslendingum fyndið þá, því að í okkar huga er það einmitt fyrirbæri eins og kuldi, myrkur, þögn og vont veður með skafrenningi sem hljóti að eyðileggja alla möguleika okkar til að nokkur útlendingur vilji koma hinga.
Íslensk hátíðahöld um jól og áramót eru alveg sérstök á marga lund, jólasveinarnir þrettán, Grýla, Leppalúði, tröllin og álfarnir, aldamótabrennur og flugeldahríðin mikla.
Allt sýnir þetta hvernig við tökumst á við skammdegið og getur laðað hingað vaxandi fjölda ferðamanna í svartasta skammdeginu úr þeim markhópi, sem finnst heillandi að kynna sér fyrirbærirð "survival", - það hvernig þjóðir og þjóðflokkar fara að því að komast af við erfiðar aðstæður.
![]() |
Ennþá með stjörnur í augum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
3.1.2011 | 00:05
Nýtt háhitasvæði í tindgíg jökulsins.
Þar sem mikill kraftur er í háhitasvæðum með öflugum hverum geta heyrst frá þeim drunur áþekkar þeim, sem heyrðust í dag til byggða.
Ég hef fylgst nokkuð vel með jöklinum langt fram eftir hausti, því að fjölmiðlamenn, rithöfundar og ljósmyndarar hafa komið með mér yfir hann til þess að ná af honum myndum og sjá með eigin augum þennan stað sem líktist fordyri vítis í gosinu í vor.
Ekkert hefur verið að sjá í allt haust á jarðskjálftakortunum sem bent gæti til þess að hann sé að rumska að nýju, hvað sem síðar verður.
![]() |
Drynur enn í Eyjafjallajökli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)