Möguleikar íslenska vetrarins.

Ég hef margoft greint frá því hér á blogginu hvernig íbúar Lapplands hafa gert veturinn að jafngóðum ferðamannatíma og sumarið með því að selja ferðamönnum, sem koma þangað langt að, kulda, þögn, myrkur og ósnortna náttúru.

Sömuleiðis hafa þeir "stolið" jólasveininum af okkur og grætt á því. 

Breskur blaðamaður frá Sunday Times, sem kom hingað fyrir mörgum árum, skrifaði í grein um ferðina að fyrirbærið skafrenningur hefði haft mest áhrif á sig, eitthvað sem hann hafði aldrei upplifað fyrr. 

Þetta þótti okkiur Íslendingum fyndið þá, því að í okkar huga er það einmitt fyrirbæri eins og kuldi, myrkur, þögn og vont veður með skafrenningi sem hljóti að eyðileggja alla möguleika okkar til að nokkur útlendingur vilji koma hinga. 

Íslensk hátíðahöld um jól og áramót eru alveg sérstök á marga lund, jólasveinarnir þrettán, Grýla, Leppalúði, tröllin og álfarnir, aldamótabrennur og flugeldahríðin mikla. 

Allt sýnir þetta hvernig við tökumst á við skammdegið og getur laðað hingað vaxandi fjölda ferðamanna í svartasta skammdeginu úr þeim markhópi, sem finnst heillandi að kynna sér fyrirbærirð "survival", - það hvernig þjóðir og þjóðflokkar fara að því að komast af við erfiðar aðstæður.


mbl.is Ennþá með stjörnur í augum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aldamótabrennurnar" hér eru óneitanlega dáldið sérstakar!

Þorsteinn Briem, 3.1.2011 kl. 09:45

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, verst hvað er langt á milli þeirra

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2011 kl. 10:46

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Annars finnst mér það ótrúlegt að íbúar Englands hafi aldrei upplifað skafrenning. Það er kannski mögulegt ef menn fara aldrei út úr húsi.

Og enn og aftur berð þú saman, Ómar, ferðir í "kulda, myrkur og þögn" í meginlandsloftslagi og úthafsloftslagi, sem er út í hött.

Ferðamaður sem pantar með löngum fyrirvara slíka ferð, mun aldrei líta til Íslands, nema hann sé tilbúinn að taka mikla áhættu. Líkurnar á því að hann fái slagveðurs rigningu og/eða hávaða í vindgnauði og jafnvel 10 stiga hita... eða ófærð í lofti og láði, eru töluverðar á Íslandi. Um Lappland gegnir allt öðru máli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2011 kl. 10:58

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og jafnvel þó ferðamaðurinn reyni að sæta lagi þegar hér eru frost og stillur, þá er eins víst að það veður sé á bak og burt þegar hann svo kemur (daginn eftir).

Lognið tekur nefnilega stundum upp á því, fyrirvaralaust, að flýta sér eitthvert. Sennilega til Lapplands.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2011 kl. 11:01

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En til að halda því til haga, þá er ég auðvitað hlyntur ferðamennskunni og tel að gera megi enn betur í þeim efnum. En við markaðssetjum ekki veðrið hérna, nema við viljum fá á okkur það óorð, að ekkert sé að marka okkur Íslendinga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2011 kl. 11:06

6 identicon

Tja, við getum ekki lofað staðviðri, bara óútreiknanlegu veðri. Og svo myrkri.

Það voru hjá okkur Þjóðverjar (tengdó) um jólin, - þau fengu bæði norðurljós og svo tunglmyrkva fyrsta sólarhringinn, og samgöngurnar gengu vel hérlendis, en ekki hjá þeim erlendis, þar sem amalgam af samgönguvandræðum  og Iceland Express setti margt úr skorðum.

Það vantaði bara eitt flug með Ómari til að toppa dvölina ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 11:59

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óvissuferðir til Íslands klikka ekki.

Þorsteinn Briem, 3.1.2011 kl. 13:04

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2010 (uppfært til loka nóvember 2010)

Þorsteinn Briem, 3.1.2011 kl. 13:32

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á Írlandi laða menn ferðamenn frá Suðurlöndum til vesturstrandarinnar til þess að upplifa saltrokið af Atlantshafinu í hryssingslegum skúrum. 

Eins og allir vita sem hafa dvalist í Bretlandi eða kynnt sér tölur um veður þekkir fólk þar ekki skafrenninginn. Sigrún Davíðsdóttir var einmitt að lýsa því um daginn hvað það hefði verið spaugilegt að sjá hvernig Bretar kynnu ekki einu sinni að ganga í snjó, hvað þá að aka. 

Ómar Ragnarsson, 3.1.2011 kl. 20:00

10 Smámynd: Durtur

Ég var nú í ferðamannabransanum um skeið og mér fannst einmitt alltaf skelfilegt að sjá hversu fáir voru að bera sig eftir vetrarferðamönnum. Það voru bara allir búnir að ákveða að það væri glatað og lummó að vera á Íslendi á veturna og það mundi enginn vija koma.

Jú, það er vissulega satt að veður er ófyrirsjáanlegt og það er líklegra en ekki að það verði brjálað veður, kalt og dimmt allan tímann sem ferðamaðurinn er hérna--en ef það er "varan" þá er fjandakornið ekki svo flókið að selja hana. Þeir sem hafa aldrei séð vetur eða veður almennt skemmta sér konunglega á meðan þeir vita að þeir séu óhultir, og það er ekkert mál að skipuleggja afþreyingu samkvæmt veðri, hvern dag fyrir sig.

Tveir af allra sáttustu kúnnum sem ég man eftir að senda í dagsferð fóru á jeppa upp í Borgarfjörð, skyggnið hefur verið svona 2-3 metrar þegar vel lét og veðrið var svo brjálað að bílstjórinn þurfti að halda í kúnnana og þau þurftu öll að halda í bílinn þegar þau stigu úr honum. Kúnnarnir voru hreinlega að springa úr hamingju, svo skemmtileg fannst þeim upplifunin. Tek þetta bara sem dæmi, svipuð atvik áttu sér oft stað.

Við skulum heldur ekki gleyma því að við Íslendingar erum blessaðir með bestu ferðamönnum í heimi. Ísland er ekki beint fyrsti staðurinn sem flestum dettur í hug þegar velja skal ákvörðunarstað; því fáum við "sjóaða" túrista og/eða fólk sem vill prófa eitthvað öðruvísi. Hver einasti hluti íslenska vetrarins sem fer í taugarnar á okkur er mögulegur sölupunktur, með réttri framsetningu.

Durtur, 3.1.2011 kl. 21:35

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég get alveg tekið undir þetta, Durtur.

Ég keyrði eitt sinn Englendinga frá pöbbnum hér á Reyðarfirði í vinnubúðir Bechtel, sem eru í um tveggja kílómetra fjarlægð frá þorpinu og festi mig á leiðinni í kolvitlausu veðri. Þetta var einn af hápunktunum í minningu mannanna af dvöl sinni hér. Þeir fóru út glaðhlakkalegir á blanksónum og á skyrtunni til að ýta og losa mig úr festunni, en það gekka ekki og þeir komu inn í bílinn aftur, nær dauðir úr kulda. Þá hringdi ég í Björgunarsveitina Ársól, hér á Reyðarfirði og þeir björguðu okkur úr festunni.

Þeim fannst þetta æðislega æfintýralegt og töluðu um þetta í marga mánuði á eftir.

En við getum bara ekki "markaðssett" neitt veður á landinu bláa, því miður. Hvernig á að auglýsa veðrið á Íslandi, þannig að það veki áhuga fólks?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2011 kl. 23:44

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

og það sem meira er... hvernig á að vera hægt að auglýsa tiltekið veður, þegar ómögulegt er að standa við það, nema fyrir tilviljun?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2011 kl. 23:47

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú, þú auglýsir mestu veður-óvissuferð heims!

Ómar Ragnarsson, 4.1.2011 kl. 00:47

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, kannski ... en við megum ekki kynda undir væntingar fólks um tiltekið veður. Við fáum það í bakið, fyrr eða síðar.

Lapparnir geta það hins vegar, með sitt meginlandsloftslag, þar sem meðalhitinn yfir svartasta skammdegið er -10 stig og meðalvindhraðinn er nánast logn. Fátt sem kemur á óvart þar og auðvelt að skipuleggja.

Markaðssetninginn ætti því að vera: Þú getur átt von á öllu; heimskautaveðri (fárviðri þar sem ekki er hundi út sigandi og ekki sést handa skil), eða mildu Evrópuloftslagi (að vetri)... jarðskjálftum, eldgosum... o.s.f.v.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2011 kl. 01:28

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta fárviðratal kemur e.t.v. 101 rottunum spánskt fyrir sjónir, en við landsbyggðartútturnar þekkjum þetta ágætlega þegar við þurfum að bregða okkur bæjarleið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2011 kl. 01:33

16 Smámynd: Valgeir

Það verður seint talað um vistvæna ferðamennsku þegar menn ætla að gera út á hinn sanna íslenska vetur.  Hugsanlega þegar hægt verður að kaupa metan á fleirri stöðum en í dag.  Þangað til gætu menn haldið úti flota af Súkkum til að ferja liðið.  Ég geri þó ráð fyrir því að fáir Íslendingar treystu sér til mikilla hálendisferða á slíku farartæki í brjáluðu veðri - þó Ómar hafi sýnt okkur að Súkkan komist allan fjandann.  Ekki er heldur verið að gera skipuleggjendum hópferða þetta auðvelt fyrir með endalausum hækkunum á öllu er viðkemur bílnum.  Það væri gaman að vita hvað ferðamenn eru raunverulega tilbúnir að borga fyrir fjallaferð - það gæti verið söfnunarleið fyrir björgunarsveitir.

Valgeir , 4.1.2011 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband