Sláandi munur á skömmum tíma.

Ég var í gær að gamni mínu að hlusta á á YouTube á nokkrar af frægustu ræður helstu leiðtoga heimsins síðustu 60 ár.

"Yes, we can!" ræða Barack Obama er ein af þeim betri, og þeim mun meiri eru vonbrigðin með það, hve sláandi munur hefur orðið síðan 2008 á stöðu Obama.

Eftir að republikanar náðu meirihluta á þingi kemur hvað eftir annað upp sú staða í mála, að niðurstaðan verður: "No, we can't".

Staða og framtíð Bandaríkjanna sýnist engu betri en eftir fjármálaáfallið 2008, heldur er dimmara framundan en þá var.

 


mbl.is Obama fékk iPad að gjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grasið alltaf grænna hinum megin?

Aðstæður þeirra, sem hafa neyöst til að flytja  úr landi vegna kreppunnar hér, eru vafalaust afar misjafnar.

Kjörin ættu að vera betri þar en af máli pípulagningamannanna, sem fengu lúsarlaun, má þó ráða að grasið sé ekki alltaf grænna hinum megin við girðinguna, svo að notað sé gamalt orðtak.

Dapurlegt er ef það er vegna örvæntingar sem menn láta sig hafa það að vinna við svona kjör.

En það eru til margar hliðar á þessu máli.

Guðmundur Gunnarsson greindi frá athyglisverðu máli á einum af opnum fundum Stjórnlagaráðs, nokkurn veginn svona:

Íslendingur, sem hafði flutt til Noregs gumaði mikið af því hve lífskjör hans hefðu tekið stakkaskiptum til hins betra.  Þar byggi hann við öryggi, tryggt húsnæði og atvinnu og mjög stutt að fara að heiman til vinnu. Mikill munur frá því sem hefði verið heima á Íslandi.

Þegar nánar var aðgætt um þetta kom í ljós að leiguíbúðin, sem hann býr í, er þrefalt minni en íbúðin, sem hann átti á Íslandi, og að þægindin við að komast í vinnu fólust í því að fara á hjóli, en hér heima hafði hann átt dýran jeppa.

Guðmundur varpaði því fram hvort hin skefjalausa íslenska krafa í aðdraganda Hrunsins um stóra íbúð, dýran bíl og einn á mann í fjölskyldunni, utanlandsferðir og jafnvel sumarbústað hér heima hefði fært fólki meiri hamingju en hófsamari lífshættir í nágrannalöndunum.


mbl.is Unnu í Noregi fyrir lúsarlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband