Grasið alltaf grænna hinum megin?

Aðstæður þeirra, sem hafa neyöst til að flytja  úr landi vegna kreppunnar hér, eru vafalaust afar misjafnar.

Kjörin ættu að vera betri þar en af máli pípulagningamannanna, sem fengu lúsarlaun, má þó ráða að grasið sé ekki alltaf grænna hinum megin við girðinguna, svo að notað sé gamalt orðtak.

Dapurlegt er ef það er vegna örvæntingar sem menn láta sig hafa það að vinna við svona kjör.

En það eru til margar hliðar á þessu máli.

Guðmundur Gunnarsson greindi frá athyglisverðu máli á einum af opnum fundum Stjórnlagaráðs, nokkurn veginn svona:

Íslendingur, sem hafði flutt til Noregs gumaði mikið af því hve lífskjör hans hefðu tekið stakkaskiptum til hins betra.  Þar byggi hann við öryggi, tryggt húsnæði og atvinnu og mjög stutt að fara að heiman til vinnu. Mikill munur frá því sem hefði verið heima á Íslandi.

Þegar nánar var aðgætt um þetta kom í ljós að leiguíbúðin, sem hann býr í, er þrefalt minni en íbúðin, sem hann átti á Íslandi, og að þægindin við að komast í vinnu fólust í því að fara á hjóli, en hér heima hafði hann átt dýran jeppa.

Guðmundur varpaði því fram hvort hin skefjalausa íslenska krafa í aðdraganda Hrunsins um stóra íbúð, dýran bíl og einn á mann í fjölskyldunni, utanlandsferðir og jafnvel sumarbústað hér heima hefði fært fólki meiri hamingju en hófsamari lífshættir í nágrannalöndunum.


mbl.is Unnu í Noregi fyrir lúsarlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem vinna við þetta verk þarna í Noregi búa allir á Íslandi, en vegna þess hve mikill samdráttur varð í byggingariðnaðinum við hrunið, ákvað fyrirtækið að bjóða í verk þarna í Noregi. Þeir sem vinna í þessu fyrirtæki tóku því bara fegins hendi að vera sendir út, því vinna er vinna. Lítið að gera í byggingaiðnaði hér á landi eins og er. En þessi laun eru algjörlega óásættanleg.

Karen Eir (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 14:15

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Skemmst er að minnast þess þegar Sjómannafélagið tók fram fyrir hendurnar á íslensku starfsfólki í Norröna sl vor og samdi það niður um 30-35% til þess að fá félagsgjöldin og skattarnir rynnu í ríkissjóð.

Ég vinn í Noregi sem múrari hjá norsku fyrirtæki.  Launin eru 170 NRK á dv.tímann + 12% orlof.  Þetta eru ekki há laun fyrir iðnaðarmann á norskan mælikvarða, þannig að launin sem fréttin greina frá þykja skelfileg í Noregi.

Magnús Sigurðsson, 3.10.2011 kl. 14:31

3 identicon

Sæll Omar! Enn og aftur  tarf madur ad skammast sin ad vera islendingur her i Norge. Tad tarf engin ad segja mer ad tetta fyrirtæki hafi fengid rangar upplysingar. Islenskir atvinnurekendur hafa gegnum årin nydst å sinu folki og hafa komist upp med tad vegna tess ad verkalydsfeløgin eru handonyt, en teir komast ekki upp med neitt mudur her i Norge. Her eru i gildi løg um lågmarkslaun og tad er farid eftir teim løgum. Tad fynnst liklega islenskum atvinnurekendum undarleg frekja. Eg var å føstudaginn ad vinna med islenskum pipara og hann hefur 225 kr. norskar å timann. Grasid er kannski ekki grænna her en tad er miklu betra å bragdid.Um lifskjør er tad ad segja ad hvert sem vid flytjum turfum vid ad kupla okkur frå islenskum hugsunarhætti og taka upp sidi innfæddra. Ef tu tekur lån her i Norge lækkar tad um tå upphæd sem tu borgar af tvi, tad er nefnilega tad sem kemur mest å ovart. Med kvedjum frå Norge

einar olafsson (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 15:35

4 identicon

Sæll Omar

Alveg er thetta eins dæmi med islendinga ad græda a samlondum sinum thegar eg for ad vinna i Noregi i fyrsta skifti var mer borgad eftir islenskum logum,vissi eg ekki a theim tima ad thad er ekki leyfilegt....En eg vona med thessari frett komist thad til skila En ad thad tharf ad upplysa folk.En godur pistill i sjonvarpinu væri godur Omar um Vinnu i Noregi.

mer finnst vodalega vont ad thad se thjodarskomm her i Noregi enn og aftur eins og thad var ekki nog ad thegar vid forum a hausinn arid 2008 heldur thurfa thessi "gaurar" ad fara i annan viking og tha nidast a samlondum sinum og vera thjod til skammar.Vid meigum ekki vid fleiri alitshnekkum a nordurlondum thetta var nog arid 2008  

Karl Vidar Gretarsson (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 15:55

5 identicon

Einar, setning þín "Um lifskjør er tad ad segja ad hvert sem vid flytjum turfum vid ad kupla okkur frå islenskum hugsunarhætti og taka upp sidi innfæddra" segir allt sem segir þarf.

Verðugasta verkefni Íslendinga á næstu árum er að breyta hugsunarhættinum. Löngu kominn tími til.

Valgeir (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 17:46

6 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Góður pistill. við hér á landi virðast ennþá langt frá því að temja okkur hófsaman lífsmáta. Það er stöðugt verið að hamra á því að það þyrfti verulega að auka einkaneyslu svo að hjólin gætu snúast aftur. Við erum ennþá frekar mikið á rangri hillu hvað framtíðarhorfur mannkynsins á okkar jörð snertir. Var ekki að reikna út að það þyrfti nánast 17 jarðir ef allir jarðarbúar gerðir jafn stórar kröfur til lífsgæða eins og við hér á Íslandi?

Úrsúla Jünemann, 3.10.2011 kl. 20:03

7 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Það er undarlegur andskoti að íslenskir atvinnumiðlarar í Noregi þurfi einhverja formúlu til að reikna út launin þar. Í Noregi á vinnandi fólk að fá laun samkvæmt því sem þar gildir, sama hvaðan það kemur.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 3.10.2011 kl. 21:50

8 identicon

Það er hreint ótrúlegt að hlusta (lesa) á suma sem leggja fram athugasemdir við þessa frétt.

Þetta gerðum við segja margir(veit ekki hverjir þessir við erum, a.m.k er það ekki ég) og þess vegna eiga allir Íslendingar þessa mismunun skilið.

Hvað er í gangi í heilabúi þeirra sem tala á þessum nótum ?

Er þessu fólki svo hrikalega illa við land/landa sína að þeir hreinlega gleðjist yfir óförum þeirra er Íslenskt ríkisfang bera?

Ja hérna...

p.s

fínn pistill Ómar

runar (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 13:12

9 identicon

Ég get sagt það fyrir víst að þetta er skítlegt, og framkoma fyrirtækisins, því miður...þekki þetta af eigin raun þar sem að ég er staðsettur úti í Noregi í þessum skrifuðu.

Það var löngu vitað að launin væru ekki góð á norskum mælikvarða, en þetta heldur þó lífi í okkur pípulagningamönnum hér úti. því flestir okkar eru með fjölskyldur og íbúðir og bíla heima sem að þarf jú að borga af, því tæknilega séð þá eigum við ekki heima hér.

Fyrirkomulagið er þannig að það er unnið í 4 vikur og frí í eina, þessi vika í fríi er launalaus, við höfum verið að vinna 57 tíma vinnuviku (norðmenn vinna bara 37 tíma)    Ég er ekki með 1100 á tímann en ég skammast mín samt að segja hvað kaupið er, en það er 1600 á tímann og 3000 í yfirvinnu, pípulagnaverktakar borga fæði og húsnæði auk flugferða.  Samningarnir sem að við skrifuðum undir í upphafi voru ágætir, en margt hefur verið svikið síðan þá, t.d. staðaruppbót hún er ekki greidd á ferðadögum,sunnudögum né veikindadögum...ef að maður slasast í vinnunni og fer heim þá fær maður ekki staðaruppbót.

Nú sá ég frétt þess eðlis að verkefnisstjórinn ætlaði að sjá til þess að mismunurinn miðað við lágmarkslaun í Noregi yrði greiddur til okkar, en ég get nokkurn veginn verið viss um að það verður aldrei, ætli þeir sendi okkur ekki reikning þá fyrir matnum og gistingunni og endi þannig að við skuldum...hehehe

Bara örlítið brot af ævintýrum okkar pípulagningamanna hér í Noregi

Mbk   Afsakið að ég kem ekki fram undir nafni, málið er of viðkvæmt til þess 

Kem ekki fram undir nafni því miður (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 16:36

10 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Lái þér hver sem vill, NN. Ég aftur á mót skil þig mætavel. Vonandi færðu þá leiðréttingu sem lofað er af þessu lágkúruliði. Norðmenn eru gæðafólk og ég vona að þér líði; þrátt fyrir allt; vel með þeim.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 6.10.2011 kl. 15:40

11 identicon

Fyrirgefdu Omar ad eg nota bloggid titt, Herra NN å numer9 fardu innå nav.no og tar getur tu sott um vinnu sem rørlegger ( pipari). tad vantar pipara her og nog er atvinnan.Ef tu lifir eins og Nordmadur , vinnur 160-200 tima å månudi * 200*20,2 sem er gengid i dag tå eru ter allir vegir færir. Kv frå Norge

einar olafsson (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband