30.10.2011 | 21:37
Ekki mun af veita.
Ekki mun af veita að standa vaktina varðandi verndarflokk og biðflokk Rammaáætlunar, því að nú hefur það komið fram, sem Íslandshreyfingin varaði við á dögunum, að virkjanamenn munu nota aðstöðu sína og fjármagn til að færa sem flestar, helst allar virkjanahugmyndir sem falla undir verndar- og virkjanaflokkunum í orkunýtingarflokk.
Frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem er í eigu Reykvíkinga, hefur nú verið sett fram athugasemd við Bitruvirkjun um að hún verði færð úr verndarflokki í orkunýtingarflokk og að þar með skuli valtað yfir næstu nágranna hennar, Hvergerðinga, sem megi láta brennisteinsmengun og jarðskjálfta af mannavöldum ganga yfir sig.
Að ekki sé minnst á það að Bitruvirkjun stenst engan veginn skilyrði um éndurnýjanlega orku og sjálfbæra þróun.
Af þessu má ráða að reynt verði að snúa rammaáætlun í þessa veru hvar sem því verði við komið og því eins gott að fjárvana og aðstöðulaus samtök náttúruverndarfólks taki í á móti fyrst tónninn hefur verið gefinn svona rækilega.
Nú kunna menn að spyrja, af hverju ekki var neitt sambærilegt að finna í stefnuályktun Samfylkingarinnar á síðasta landsfundi hennar og er nú í ályktun VG.
Ástæðan er sú að í ályktun Samfylkingarinnar er farin önnur leið sem leiðir til svipaðrar niðurstöðu.
Þar er sett fram krafan um skilyrði sjálfbærrar þróunar og endurnýjanlegrar orku sem sjálfkrafa myndi slá margar virkjanir út af borðinu, sem nú eru í orkunýtingarflokki svo sem Bitru-, Hverahliðar-Meitils- og Gráhnjúksvirkjun á Heillisheiðarsvæðinu og stækkun Reykjanesvirkjunar, Trölladyngju- og Eldvarpavirkjun á vestanverðum Reykjanesskaganum.
Sömuleiðis hefur bæði 2009 og 2011 verið ályktað um friðun suðurhálendisins, og 2009 sérstaklega tiltekið svæðið milli Suðurjökla og Vatnajökuls.
Undir það falla virkjanir í Reykjadölum, við Torfajökul, Bjallavirkjun, Skaftárvirkjun, Hólmsárvirkjun og Búlandsvirkjun.
Þegar margir heyra þetta reka þeir vafalaust upp ramakvein yfir óbilgirninni sem felist í þessu.
Þeir hinir sömu halda þó áfram að stagast á því að við virkjum hreina og endurnýjanlega orku þótt það sé alls ekki raunin í flestum framangreindum tilfellum og mörgum fleiri.
![]() |
Vilja stækka verndarflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
30.10.2011 | 21:17
Einn mesti olíuforði heims.
Einn stærsti olíuforði heims er í Íran. Írak er í kringum tíunda sætið með sinn forða. Áhugi Bandaríkjamanna á þessum löndum er því engin tilviljun, heldur auðskiljanlegur.
Það er óhemju mikilvægt fyrir Bandaríkin að geta lesið rétt í það hvað er raunverulega á seyði í Íran, því að Bandaríkjamenn og heimurinn allur brenndi sig illa á því 2003 hve gersamlega leyniþjónustan CIA klikkaði í því að ráða rétt í ástandið í Írak.
Undir þrýstingi frá Bush: "Finnið þið eitthvað á hann!" oftúlkaði CIA nánast hvað sem var sem gæti gefið minnstu vísbendingu til þess að Saddam Hussein réði yfir gereyðingarvopnum.
Fyrir bragðið voru forsendur beggja, Bush og Saddams, rangar. Saddam þurfti að nota hugsanlega tilveru gereyðingarvopna til heimabrúks og trúði því aldrei að Bush myndi fyrirskipa innrás, því að CIA hlyti að vita hið sanna og hafa greint Bush frá því að engin slík vopn væru til og því væri forsetinn bara að "blöffa með hótunum sínum um innrás.
Bush trúði hins vegar hinum röngu upplýsingum og stríðið með öllum sínum mannfórnum og nær áratugs herseta Bandaríkjamanna kom í kjölfarið.
![]() |
Óvíst hver stjórnar í Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)