Einn mesti olíuforði heims.

Einn stærsti olíuforði heims er í Íran.  Írak er í kringum tíunda sætið með sinn forða. Áhugi Bandaríkjamanna á þessum löndum er því engin tilviljun, heldur auðskiljanlegur.

Það er óhemju mikilvægt fyrir Bandaríkin að geta lesið rétt í það hvað er raunverulega á seyði í Íran, því að Bandaríkjamenn og heimurinn allur brenndi sig illa á því 2003 hve gersamlega leyniþjónustan CIA klikkaði í því að ráða rétt í ástandið í Írak.

Undir þrýstingi frá Bush: "Finnið þið eitthvað á hann!" oftúlkaði CIA nánast hvað sem var sem gæti gefið minnstu vísbendingu til þess að Saddam Hussein réði yfir gereyðingarvopnum.

Fyrir bragðið voru forsendur beggja, Bush og Saddams, rangar. Saddam þurfti að nota hugsanlega tilveru gereyðingarvopna til heimabrúks og trúði því aldrei að Bush myndi fyrirskipa innrás, því að CIA hlyti að vita hið sanna og hafa greint Bush frá því að engin slík vopn væru til og því væri forsetinn bara að "blöffa með hótunum sínum um innrás.

Bush trúði hins vegar hinum röngu upplýsingum og stríðið með öllum sínum mannfórnum og nær áratugs herseta Bandaríkjamanna kom í kjölfarið.

 


mbl.is Óvíst hver stjórnar í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

Ómar,

mæli með heimildarmyndinni no end in sight.  en hún útskýrir í raun það sem fór úrskeiðis í Írak eftir að Bush hafði tilkynnt að stríðsátökum væri lokið.

einnig fjallar myndin Green zone með matt damon um blöffið sem var í gangi.  en þessi magellan karakter í myndinni er byggður á uppljóstraranum Curveball sem átti hvað mestan þátt í hvernig Bandaríkin fölsuðu ástæður innrásarinnar.  en hér að neðan geturðu lesið um alvöru curvball, en það gerðist allt saman fyrir innrásina, ekki á meðan hún stóð yfir eins og í myndinni.

http://en.wikipedia.org/wiki/Curveball_(informant)

svo er það myndin um valrei plame, fair game.  en þar er komið inn á blöffið í sambandi við innrásina.....og þarna er eini....innanbúðarmaðurinn sem hefur kjaftað frá svo opinberlega. 

el-Toro, 30.10.2011 kl. 23:14

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í dag er það ljóst að engin gereyðingarvopn voru í Írak, en þau voru þar sannanlega á sínum tíma. Saddam var beðinn um að gera grein fyrir því hvað orðið hefði um þau, en hann kaus að gera það ekki.

Hvert fóru þessi vopn?

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2011 kl. 23:20

3 identicon

Það voru aldrei kjarnorkusprengjur í Írak, ég held að ríkistjórnin í Ísrael muni aldrei og reyna gera allt til þess að lönd í M-austurlöndum verði án kjarnorkuvopna nema þeir sjálfir. Íraks stríðið snýst um svipað og í Libýu, t.d. langaði Saddam vera með evru í stað dollara í olíuviðskiptum og fyrirtæki græða billjónir á hversu víðtæk eyðilegging er, græða á auðlindunum í leiðinni og halda dollaranum við olíuviðskiptin. Þeir borga líka helling í samninga við skæruliða fyrirtæki eins og Blackwater(núna xe services) sem dæmi og byggingarfyrirtæki sem byggja allt upp á ný fá gríðalega mikin pening.  Þetta er ekkert nema nýlendustefnur og viðbjóður í gangi í m-austurlöndum, stríð er auður í augum valda kalla í Bandaríkjunum, þeim langar í allt! 

Friðbjörn Davidsen (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 23:52

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Saddam gat auðvitað ekki gert grein fyrir því hvert þessi vopn hefðu farið, "hvað hefði orðið um þau" af þeirri einföldu ástæðu að þau voru aldrei þar.

Vegna þess að Bush langaði svo að það væru gereyðingarvopn í Írak svo að það gæfi honum ástæðu til þess að ráðast inn í landið, oftúlkuðu CIA menn alls konar fyrirbrigði, svo sem venjulega skurði sem urðu að hellum, sem áttu að vera felustaðir fyrir vopnin en voru allan tímann bara venjulegir skurðir.

Stundum er það svo að menn geta bara alls ekki viðurkennt hluti á borð við þetta.

Þegar ég gerði sjónvarpsþátt á Raufarhöfn 1973 gátu heimamenn ekki horfst í augu við það að síldin hafði verið ofveidd og henni eytt. Þeir sögðu í þættinum: "...þegar síldin lagðist frá."

Þeir trúðu því að síldin hefði "lagst frá", farið eitthvað annað og leyndist þar. En hún hefur aldrei fundist af því að hún var ekki lengur til.  

Sama virðist hafa komið fyrir þig, elsku Gunnar minn, varðandi gereyðingarvopnin í Írak. Þau fóru eitthvað að þínum dómi, þótt enginn viti hvert.

En það var eimitt þess vegna sem Saddam gat ekki sagt hvert þau hefðu farið. Þau höfðu aldrei verið til.

Ómar Ragnarsson, 31.10.2011 kl. 00:43

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ómar "minn". Eitthvað er fréttaminnið þitt farið að svíkja þig.

Töluvert magn var af gereyðingarvopnum (Weapon of mass destruction) í Írak á 9. áratug síðustu aldar, bæði efna og sýklavopn. (það er fleira en kjarnorkusprengjur sem falla í flokk gereyðingavopna)

 Ekki nóg með að Saddam hafði yfir þessum vopnum að ráða, heldur notaði hann þau til þess að útrýma Kúrdum í "Írak-Íran stríðinu". Það þurfti ekki Leyniþjónustu Bandaríkjanna til þess að hafa vitnesku um þessi gereyðingarvopn í Írak.

Eftir Persaflóastríðið 1990-1991, fundu eftirlitsmenn Sameinuðu Þjóðanna töluvert magn gereyðingavopna í Írak og förguðu þeim. Töluvert vantaði þó upp á að allt kæmi í leitirnar af þeim vopnum sem alþjóðasamfélagið hafði vitneskju um. Sömuleiðis var full vitneskja um áætlanir Saddams um að framleiða þessi vopn sjálfur, enda státaði hann opinberlega af áætlun um slíkt.

Saddam var skikkaður til að gera grein fyrir hvað orðið hafði um þessi vopn eftir Persaflóastríði. Öryggisráð Sameinuðuþjóðanna gerði  einróma ályktun:

 "UN Security Council Resolution 1441, "... on November 8, 2002, offering Iraq under Saddam Hussein "a final opportunity to comply with its disarmament obligations" that had been set out in several previous resolutions (Resolution 660, Resolution 661, Resolution 678, Resolution 686, Resolution 687, Resolution 688, Resolution 707, Resolution 715, Resolution 986, and Resolution 1284). [1]

Resolution 1441 stated that Iraq was in material breach of the ceasefire terms presented under the terms of Resolution 687. Iraq's breaches related not only to weapons of mass destruction (WMD), but also the known construction of prohibited types of missiles, the purchase and import of prohibited armaments, and the continuing refusal of Iraq to compensate Kuwait for the widespread looting conducted by Iraqi troops during the 1990-1991 invasion and occupation "

Það er hins vegar staðreynd að CIA afvegaleiddi og laug hreinlega að stjórnmálamönnum um allan heim (líka íslenskum).

"Bush later said that the biggest regret of his presidency was "the intelligence failure" in Iraq,[16] while the Senate Intelligence Committee found in 2008 that his administration "misrepresented the intelligence and the threat from Iraq".[17] A key CIA informant in Iraq admitted that he lied about his allegations, "then watched in shock as it was used to justify the war".[18] " http://en.wikipedia.org/wiki/Iraq_and_weapons_of_mass_destruction

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 03:22

6 identicon

Var það ekki Sarín (taugagas) sem hann notaði á Kúrdana?

Svo fannst sinnepsgas, og hann var kominn með skud flaugar, sem þótt ónákvæmar væru, voru nóg til að hæfa þéttbýli í Ísrael,  - sem var og gert.

Svo var í smíðum feiknarinnar fallstykki sem nota átti á Ísrael að líkindum. Það var hlegið að þeirri "kenningu", en sjá:

http://en.wikipedia.org/wiki/Project_Babylon

Jón Logi (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 09:33

7 identicon

Stærstu staðfestu birgðir (proven reserves) af jarðefnaeldsneyti á jarðkringlunni er að finna í Bandaríkjunum. Kol eru þar vitaskuld meðtalin. Með nýrri tækni og hækkandi orkuverði er orðið praktískt að vinna olíu og gas úr alls konar fyrirbærum sem voru óhugsandi fyrir einum áratug; tjörusandarnir kanadísku, shale gas o.s.frv. Aukinheldur væri mun, mun ódýrara að kaupa bara olíuna en eð standa í gríðarlega dýru hernaðarbrölti sem líklegt er til að valda óstöðugleika og verðhækkunum.

http://en.wikipedia.org/wiki/Shale_gas

http://en.wikipedia.org/wiki/Athabasca_oil_sands

"Together, these oil sand deposits lie under 141,000 square kilometres (54,000 sq mi) of sparsely populated boreal forest and muskeg (peat bogs) and contain about 1.7 trillion barrels (270×109 m3) of bitumen in-place, comparable in magnitude to the world's total proven reserves of conventional petroleum."

Hvenær heldurðu að Kanarnir alvondu ráðist inn í Kanada?

Eyjólfur (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 14:07

8 identicon

Altso, Kanada er ekki í Bandaríkjunum, og bissness þar í millum oftast með ágætum, þótt að stundum falli kusk á hvítflibbann....

En eruð þið við Mongólíu inni í þessu? Kaninn er búinn að fá þar réttindi, og það er ekkert smotterí sem þar er um að ræða. Minni á blogg orkubloggarans.

Jón Logi (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 17:36

9 identicon

Gunnar ég las einhvers staðar að írakar hefðu fengið eitur gas frá USA í Írak- ÍRAN stríðinu!

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 23:19

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bergþóra, já, ég held að þú hafir heyrt rétt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 00:11

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

... lesið rétt

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband