Enn meiri þröngsýni að tappa af Hellisheiði.

Miðað við þær viðbótarvirkjanir á Hellisheiðarsvæðinu, sem gefið er grænt ljós á í þingsályktunartillögu varðandi Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, verður búið að tappa allri orku af svæðinu gervöllu eftir 50 ár.

Barnabörnum okkar er þá ætlað að standa uppi á heiðinni og spyrja: Hvar eigum við að virkja til þess að bæta upp ígildi Kárahnjúkavirkjunar?

1992 undirrituðu Íslendingar skuldbindingu í Ríó um að stunda sjálfbæra þróun. 50 ár eru langt undir þeim mörkum, sem miðað er við í þeim efnum, sem samt byggjast forsendur umræddra virkjana á 50 líftíma að meðaltali.

Enn einu sinni skal vitnað í grein Ólafs Flóvenz og Guðna Axelssonar þar sem sagt er, að víst séu þessar virkjanir sjálfbærar og með endurnýjanlegri orku ef menn gæta þess þegar orkan fer að dvína, að minnka orkuöflunina nógu mikið til að hún endist.

En þetta verður ómögulegt vegna þess að það á að selja þessa orku til 40-50 ára til stóriðju, sem mun ekki sætta sig við samningsrof.

Ef eitthvað er hægt að kalla þröngsýni og misgerð gagnvart afkomendum okkar, er það þett.a


mbl.is Þröngsýni að horfa á Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rímar við ummæli á blogginu.

Í blogginu hér á blog.is, að mig minnir í fyrradag, mátti sjá ummæli þess efnis réttast væri að hengja "landráðafólkið" meðal þeirra sem nú eru á þingi.

Landráðaummæli þessi hafa sést æ ofan í æ á blogginu og af tilvitnuðum ummælum hér á undan má skilja að margir Íslendingar eigi skilið að fá sama dóm og Vidkun Qisling fékk í Noregi 1945.

Þegar litið er á þessi ummæli, sem sett voru fram í fúlustu alvöru, þarf engan að undra þótt skothylki finnist við þinghúsið.


mbl.is „Þingmenn slegnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ekki dragast mikið lengur.

Nú eru 35 ár síðan Guðmundar- og Geirfinnnsmálin voru í hámarki og það má ekki dragast mikið lengur að fram fari sú nauðsynlega og ítarlega rannsókn, sem verður að framkvæma.

Því miður hefur það virst svo sem ekki yrði hægt að hreinsa þessi mál fyrr en að allir, sem tengjast þeim, eru farnir, þeirra á meðal sú kynslóð, sem því tengdist, því að þetta var mál allrar þjóðarinnar.

Já, hagsmunaaðilarnir eru ekki fáir, því að það var þjóðarkrafa, nánast heróp á sínum tíma, að þessi mál yrðu upplýst refjalaust, enda lýsti öflugasti stjórnmálamaður þess tíma, Ólafur Jóhannesson því yfir, þegar dómar voru kveðnir upp: "Þetta er mikill léttir fyrir þjóðina."

Þá voru að baki einhverjar dæmalausustu pólitísku sviptingar sem hér hafa orðið, af því að þessum"morðmáuml" var blandað inn í pólitík.

Margt vekur athygli nú, þegar málið er vakið upp. Til dæmis það atriði, að af mikilli samviskusemi hafi það verið fært til bókar í Síðumúlafangelsinu að keyptar hafi verið getnaðarvarnarpillur á sama tíma og þar dvaldi kona í algerri einangrun.

Þetta er aðeins eitt af hreint ótrúlega mörgum atriðum, smáum og stórum, þar sem þessi mál ganga alls ekki upp.

Þjóðin verður að taka á sig rögg og hreinsa burtu ljótustu nornaveiðar síðari tíma í eitt skipti fyrir öll.


mbl.is Vill rannsóknarnefnd um Geirfinnsmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband