Enn meiri þröngsýni að tappa af Hellisheiði.

Miðað við þær viðbótarvirkjanir á Hellisheiðarsvæðinu, sem gefið er grænt ljós á í þingsályktunartillögu varðandi Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, verður búið að tappa allri orku af svæðinu gervöllu eftir 50 ár.

Barnabörnum okkar er þá ætlað að standa uppi á heiðinni og spyrja: Hvar eigum við að virkja til þess að bæta upp ígildi Kárahnjúkavirkjunar?

1992 undirrituðu Íslendingar skuldbindingu í Ríó um að stunda sjálfbæra þróun. 50 ár eru langt undir þeim mörkum, sem miðað er við í þeim efnum, sem samt byggjast forsendur umræddra virkjana á 50 líftíma að meðaltali.

Enn einu sinni skal vitnað í grein Ólafs Flóvenz og Guðna Axelssonar þar sem sagt er, að víst séu þessar virkjanir sjálfbærar og með endurnýjanlegri orku ef menn gæta þess þegar orkan fer að dvína, að minnka orkuöflunina nógu mikið til að hún endist.

En þetta verður ómögulegt vegna þess að það á að selja þessa orku til 40-50 ára til stóriðju, sem mun ekki sætta sig við samningsrof.

Ef eitthvað er hægt að kalla þröngsýni og misgerð gagnvart afkomendum okkar, er það þett.a


mbl.is Þröngsýni að horfa á Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Er það ekki bara þröngsýni þín sem stendur í veginum fyrir að það sé yfirlett virkjað?

Hörður Einarsson, 4.10.2011 kl. 23:39

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hún stendur ekki í vegi fyrir því að nú er á fullu verið að reisa Búðarhálsvirkjun, sem ég hef aldrei haft neitt á móti né 24 af þeim 28 virkjunum, sem þegar er búið að reisa.

Ómar Ragnarsson, 5.10.2011 kl. 00:29

3 Smámynd: Sigurjón

Sælir.

Það er óvissuþáttur í þessu og hann er sá hvaða áhrif niðurdælingin hefur á forðakerfið.  Líklegt þykir að það endurnýji vatnsforðann og endurvinni því jarðhitakerfið.  Það sem þú vitnar í gerir ráð fyrir að ekkert endurnýist við niðurdælingu.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 5.10.2011 kl. 02:15

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samkvæmt þessum pistli þínum, Ómar, má skilja að þú sért alltaf á móti jarðhitavirkjunum, af því þær geti aldrei orðið sjálfbærar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.10.2011 kl. 07:49

5 identicon

O, ætli það verði ekki komin einhver ný tækni sem verður bæði umhverfisvænni, hagkvæmari og ódýrari fyrir barnabornin okkar eftir 50ár. Tækninni hlýtur að fleygja áfram? Eða hvað?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 08:34

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Eiga þeyr sem búa á jörðini í dag, ekki bara að lifa í eymd og volæði til að einhverjir í framtíðinni geti bruðlað með hlutina. Ég veit ekki betur en að fólk bjargi sér eftir bestu getu og aðstæðum hverju sinni, og ég held að eftirbátar okkar verð alveg færir um það líka, svo við skulum bara hafa það eins gott og við getum sem erum á lífi þessa stundina! og þeir sem á eftir koma hafa meyri birtu og yl af okkar völdum!Ef gufan klárast þá kemur bara "eitthvað annað"!!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.10.2011 kl. 10:26

7 identicon

Jarðhitavirkjun nýtir 10-15% af orku jarðgufunar til raforkuframleiðslu, afgangurinn af orkunni er oftast nýttur til húshitunar.  En ekki er þörf á aukinni varmaorku þá er afgangsvarmanum fleigt, (sjá hitastrókana upp í loftið á Hellisheiði).  Hvernig verður ástandið í varmaorku til húshitunnar eftir 50 ár? eftir 100 ár, eftir 200 ár?  Verður búið að tæma Hellisheiðina og Reykjanesið af varmaorku þannig að ekkert er eftir, ekki einu sinni til húshitunar.  Það sem er í gangi er rányrkja, nýta örlítinn hluta og afganginum sólundað upp í loftið.  Hefðbundin íslensk umgengni um auðlindir.  Ekkert hugsað um komandi kynslóðir.

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 11:31

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ómar, gangi menn of geyst fram, þá kemur það í bakið á þeim.  Orkan kemur aftur á svæðið.  Náttúran sér um það.  Sjái orkufyrirtækin sér hag í því að reisa virkjanir sem nýtast þeim bara í stuttan tíma, þá er það þeirra mál (og vonandi þeirra peningar).  Ég hef ekki áhyggjur af náttúrunni.  Hún mun, ef að líkum lætur, afmá ummerki um menningu okkar innan 1 milljón ára, sama hversu stórtæk við verðum í ganga á auðlindir jarðar.

Gangi menn of langt í nýtingu á Hellisheiði eða annars staðar þar sem er virkjað, þá glata menn samfelldni í rekstri.  Þessi samfelldni er lykilinn að stöðugum efnahgaslegum framförum.  Það ætti því að vera hagur fyrirtækjanna (og þjóðarinnar) að ekki sé lengra gengið en endurnýjunargeta svæðisins er.  Allt annað er glapræði og hrein heimska.

Marinó G. Njálsson, 5.10.2011 kl. 11:34

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Tekið skal fram, að með þessum orðum mínum, þá er ég ekki að segja að menn séu að ganga of langt, þar sem ég hef ekki nægar upplýsingar um þann þátt málsins.  Eingöngu að benda á hvað er skynsamlegt í þessum efnum.

Marinó G. Njálsson, 5.10.2011 kl. 11:35

10 identicon

Alveg eru þetta kostulegar athugasemdir. væri ekki mál að hugsa fyrst og skrifa svo?

1. Rannsóknir hafa sýnt að séu jarðhitasvæði ofnýtt hegða þau sér líkt og námur þ.e. þau endurnýjast mjög hægt og það myndi þá þýða að þegar við verðum búin að þurrausa hellisheiðina verður ekkert afgangs handa börnum okkar og barnabörnum fyrr en kannski að 150-200 árum liðnum í fyrsta lagi, hvað ætla menn að gera þá? Á þá bara að virkja Gullfoss og Geysissvæðið?

2. Fræðileg hámarksnýtni hitavélar eins og gufuhverfla er há sé hægt að fá ofurheita gufu sem ekki er alls staðar í boði, eins og bent er á hér að ofan er raunhæf nýting um 15% restinni er hent, hljómar það eins og hér sé um góða nýtingu á orkunni að ræða?

3. Þó svo við leggjum ekki allar auðlindir okkar í eyði með rányrkju þá þýðir það ekki að við þurfum að lifa í eymd og volæði af fjallagrösum, svoleiðis málflutningur dæmir sig sjálfur.

4. Það að vilja hugsa fyrst og framkvæma svo er ekki þröngsýni heldur telst það vera skynsemi, en það eru nú svo sem margir á Íslandi sem eru mótfallnir skipulagningu og skynsemi og hlynntir því að fara með ránshendi um land og þjóð.

Alfred Jónsson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 12:00

11 identicon

Það er mikilvægt þegar hugtök eu notuð að skilgreining þeirra sé einhlít. "Sjálfbær" er dæmi um hugtak sem menn virðist nota að hentugleika, þmt Ólafur Flóvenz. Wikipedia skilgreinir "sjálfbær" á eftirfarandi hátt:   "Sjálfbær þróun er hugtak, sem felur í sér að endurnýjanlegar auðlindir séu hagnýttar á þann máta, að ekki sé gengið á „höfuðstólinn“ og auðlindin haldi því óskertu gildi sínu til frambúðar". Sé þetta hin rétta skilgreining þá er jarðhitaorkan sem nýtt er á Íslandi ekki sjálfbær.

Pétur Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 12:39

12 Smámynd: Sigurjón

Aftur minni ég á að niðurdælingin er þáttur í hinni svk. sjálfbærni.  Ef vel tekst til, er þar komin hringrás sem nýtir sama vatnið aftur og aftur.  Það má líkja því við vatnskælingu í bílvél.

Sigurjón, 5.10.2011 kl. 13:53

13 identicon

Alfreð Jónsson.

Mér finnst þú tala um nýtingu gufuhverfla af vanþekkingu. Þú spyrð hvort nýtnin "hljómi" eins og hún sé góð. Það getur enginn tekið afstöðu til þessarar spurningar án þess að hafa einhvern samanburð. Síðan fullyrðirðu að restinni sé hent. Það er ekki rétt. Henni er dælt niður í jarðhitageyminn aftur.

Nýtni takmarkast af kæligetunni, þ.e. hitastigi loftsins. Vatn sem er kaldara en loft hefur samt sem áður orkuinnihald en það er ómögulegt að nýta það.

Þú getur þess vegna ekki skellt fram prósentum og fullyrt eitthvað um nýtni án þess að hafa þekkingu á því sem þú ert að tala um.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 14:08

14 identicon

Orkuveitan hefur nú látið bora svo víða á Hellisheiðinni að hún er nú orðin eins og svissneskur ostur. Þeir hljóta nú að vita nákvæmlega hve stór orkurýmdin er og niðurstöðunni um 50 ára endingatíma hefur ekki verið breytt svo ég viti til. Á sama tíma eru menn að selja fulla orku frá svæðinu í 50 ár. Þeir eru með öðrum orðum að selja orku sem þeir eiga ekki til. Hafa menn ekki áður reynt að selja eitthvað sem engin innistæða var fyrir?

Jóhann Ísak Pétursson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 14:53

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alfred Jónsson #10, ég tek undir með Ragnari Þórissyni #13

Alfred, veistu hver orkunýting bílvélar er?

Mig minnir að hún sé um 10% og eigum við þá að hætta að nota bíla/vélar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.10.2011 kl. 15:24

16 Smámynd: Björn Geir Leifsson

En... er ekki bara fínasta mál að kæla niður þessi svæði í nágrenni Reykjavíkur. Það er jú altént þar sem ekki er alveg ólíklegt að upp komi eldgos einhvern tíma á næstu árhundruðum, jafnvel kannski snemma á því sem nú er nýlega byrjað.

Einvhern tíma heyrði ég að Hengillinn væri líklegasti gos-staður á svæðinu. Ekki alveg gaman að hugsa til þess ef þar fer í gang ógeðslegt eldgos, sérstaklega ef það blæs vel af austri.

Björn Geir Leifsson, 5.10.2011 kl. 19:42

17 identicon

Fyrir meira en ári birti Ólafur Flóventz grein þar sem hann birtir kúrvu, sem segir að nýting Nesjavalla verði komin niður í 1/3 af því sem nú er, þegar árið 2036. Sjá líka Jarðhitabók Guðmundar Pálmasonar. Ég man ekki betur en hann vari við of mikilli rafmagnsframleiðslu á Nesjavöllum.

Annað efni . Bent er á athyglisverð nýja grein á síðu Veðurstofunnar um þverbrotabeltið fyrir norðan. Við verðum að virða þessi mögnuðu náttúruöfl. Íslands er ekkert venjulegt land.

Þakka þér baráttu þína Ómar.

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 09:15

18 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Að mínu mati skýtur svolítið skökku við að það megi setja upp þessi eiturspúandi skrímsli alveg rétt við borgarmörkin þega hver silkihúfan upp af annarri rís upp með miklum látum ef byggðar eru virkjanir í óbyggðum, þar sem til þess að gera lítill hluti landsmanna hefur getu til að heimsækja.  Það hefði verið algjört lágmark að fundin hefði verið leið til að hreinsa eitrið úr gufunni áður en gefið var leyfi til framkvæmda. þarna er sleppt út eitruðum lofttegundum sem bæði er hættuleg mönnum og málmum.  Hef heyrt að bílum sem standa í nágrenni borholanna í einhvern tíma sé hættara við ryði en en öðrum bílum sem koma þar sjaldan nærri, og að þeir sem eiga við öndunarsjúkdóma að stríða finni verulega fyrir eitrinu þegar vindur blæs af heiðinni

Kjartan Sigurgeirsson, 6.10.2011 kl. 13:00

19 identicon

Ég er alfarið á móti öllum virkjunum og tel þær óþarfar með öllu. Á mínu heimili kemur rafmagnið nefnilega úr veggnum en ekki úr eihverjum virkjunum. Ég þarf ekki annað en fjölga innstungunum og þà kemur auðvitað meira rafmagn. Ég er því alveg sammála Ómari.

Manni (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 19:21

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður, Manni!

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.10.2011 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband