6.10.2011 | 14:03
Einu sinni á öld ?
"Maður kemur í manns stað". "Kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki."
Þetta er oft hent á lofti og má til sanns vegar færa enda ættu möguleikarnir sem felast í fjölbreytninni meðan allra milljarðanna sem lifa á jörðinni að tryggja að ævinlega komi maður í manns stað.
Þó er það svo að einstaka sinnum kemur fram fólk sem er alveg einstakt, svo að segja megi að aðeins komi fram ein slík manneskja á öld.
Hvenær kemur fram annar Einstein? Annar Jón Sigurðsson? Annar Guðlaugur Friðþórsson? Eftir áratug? Eftir öld? Aldrei?
Besta dæmið úr íþróttaheiminum er kannski Muhammad Ali. Nútíma hnefaleikar hafa verið stundaðir í rúmlega 120 ár en enginn þeirra milljóna sem hafa stundað þessa íþrótt líkist Ali þegar hann var upp á sitt besta á árunum 1965-67. Enginn í 120 ár.
Þrátt fyrir
![]() |
Finna aldrei annan slíkan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2011 | 00:43
Ekki bæði sleppt og haldið.
Landeyjahafnarmálið er fullt af mótsögnum. Þörf er fyrir skip sem er liprara, ristir grynnra og þolir meiri ölduhæð en Herjólfur svo að höfnin sé ekki lokuð eins marga daga á ári og reynslan hefur sýnt að er óhjákvæmilegt.
Samt má skipið ekki vera minna en Herjólfur til að anna flutningaþörfinni. Þetta stangast hvað á annað.
Frumástæða þess að Baldur er liprari og ristir grynnra en Herjólfur hlýtur að vera hvað skipið er miklu minna. Kannski væri hægt að fá nýja ferju, sem væri jafn stór og afkastamikil og Herjólfur en ristir þó eitthvað grynnra, þolir meir ölduhæð og er liprara, en jafnvel fyrir leikmann og landkrabba eins og mig, er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að dæmið gangi ekki upp, - það verði ekki bæði sleppt og haldið.
Fyrirsjáanlegt mátti vera að Landeyjahöfn yrði ónothæf stóran hluta úr árinu vegna vinda, ölduhæðar, strauma og sandflutninga, alveg burtséð frá því hvort Eyjafjallajökull gýs eða ekki.
Fyrst gerðir skulu garðar út frá ströndinni við Vík til að fanga sandburð og styrkja ströndina, sýnist manni líklegt að garðarnir út frá Landeyjahöfn geri svipað, enda er virkni svipaðra garða, sem settir eru til að styrkja árbakka um allt land, sú að sandur sest að þeim.
![]() |
Baldur áfram á Breiðafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)