Ekki bæði sleppt og haldið.

Landeyjahafnarmálið er fullt af mótsögnum. Þörf er fyrir skip sem er liprara, ristir grynnra og þolir meiri ölduhæð en Herjólfur svo að höfnin sé ekki lokuð eins marga daga á ári og reynslan hefur sýnt að er óhjákvæmilegt.

Samt má skipið ekki vera minna en Herjólfur til að anna flutningaþörfinni. Þetta stangast hvað á annað.

Frumástæða þess að Baldur er liprari og ristir grynnra en Herjólfur hlýtur að vera hvað skipið er miklu minna. Kannski væri hægt að fá nýja ferju, sem væri jafn stór og afkastamikil og Herjólfur en ristir þó eitthvað grynnra, þolir meir ölduhæð og er liprara, en jafnvel fyrir leikmann og landkrabba eins og mig, er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að dæmið gangi ekki upp, - það verði ekki bæði sleppt og haldið.

Fyrirsjáanlegt mátti vera að Landeyjahöfn yrði ónothæf stóran hluta úr árinu vegna vinda, ölduhæðar, strauma og sandflutninga, alveg burtséð frá því hvort Eyjafjallajökull gýs eða ekki.

Fyrst gerðir skulu garðar út frá ströndinni við Vík til að fanga sandburð og styrkja ströndina, sýnist manni líklegt að garðarnir út frá Landeyjahöfn geri svipað, enda er virkni svipaðra garða, sem settir eru til að styrkja árbakka um allt land, sú að sandur sest að þeim.

 


mbl.is Baldur áfram á Breiðafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Friðrik Matthíasson

Það á skipta þessum bátum Baldur til Vestmannaeyjar og Herjólfur til Breiðafjarðar ég er með fyrirtæki sem þarf að hafa þessa þjónustu í lagi ( steinteppi.is)

Guðmundur Friðrik Matthíasson, 6.10.2011 kl. 02:26

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er ekki lausnin að hafa tvö minni skip á stærð við Baldur, til að sinna þessu? Kosturinn við það væri tíðari ferðir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.10.2011 kl. 04:54

3 identicon

Já og ...?

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 07:18

4 identicon

Núna væri tækifæri fyrir eyjarskegga að taka stórt skref og banna alla bíla í Vestmannaeyjum, nema rafmagnsbíla. Þar með yrði bílaferja óþörf með öllu. Þeir sem koma til eyjarinnar og þurfa að komast á milli staða, leigja lítinn rafmagnsbíl eða taka rafmagns-taxi. Í einu frægasta fjalla- og ferðamannaþorpi í svissnesku ölpunum, Zermatt, við rætur Matterhorns, er öll bílaumferð bönnuð, nema rafmagnsbílar. Enginn útblástur, enginn hávæði. Þeir sem koma á eigin bíl til að dvelja í Zermatt skilja hann eftir á bílastæði við þorpið Täsch, nokkra km fyrir neðan Zermatt og taka þaðan lest.

Þetta er búið að vera í mörg ár og kemur stórlega vel út.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 07:48

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eitt sem mér finnst skrítið við þessa höfn. þetta er bara eins og meðal smábátahöfn inní djúpum fjörðum víðsvegar um landið. Nánast.

Hva - hafa menn ekki farið að suðurströndinni og séð hvernig sjórinn lætur? þvílíkur ógnarkraftur að 1/5 væri milu meira en nóg. það er bara allt Atlandshafið þarna.

þetta e ekkert nógu veglegt mannvirki. þurfa miklu lengra út þessir garðar og frekari undirbyggingu og ég veit ekki hvað og hvað. það á bara að reka alla þá sem hönnuðu þetta og þá þingmenn sem stóðu að þessu. Eða senda þeim bara reikninginn persóulega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.10.2011 kl. 10:17

6 identicon

Ég er tiltölulega nýkominn af sjó frá Eyjum. Kom svo heim með Baldri.

Skipið er miklu hentugra í þetta heldur en Herjófshlussan. Það þyrfti bara að kaupa einn svona svipaðan Baldri og nota þann gamla á Þorlákshöfn.

Þá væru ferjuferðir til þess að gera reglulegar, og bara stopp í bandvitlausu veðri.

Ekki má gleyma því að Herjólfur flytur töluvert fiskfang til lands alla jafnan.

Höfnin sjálf er annars ágæt. Innsiglingin er heldur mjó. Baldur var fljótur þarnaí gegn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband