15.11.2011 | 18:43
Loksins, eftir 46 ár !
Í 46 ár hefur raforkuverð til erlendrar stóriðju verið "viðskiptarleyndarmál" og aldrei viðurkennt neitt annað en að arðsemi af Landsvirkjun væri svo mikil, að hún væri í fararbroddi á flestum sviðum í efnahagslífi þjóðarinnar.
Hörður Árnason var valinn sem forstjóri Landsvirkjunar úr hópi margra umsækjenda, þar sem fagleg hæfni og fyrri árangur hans réðu úrslitum að hann væri ráðinn.
Fyrir nokkrum árum varð forstjóra Alcoa það á erlendis að upplýsa óbeint um það hve hlægilega lágt orkuverðið væri á Íslandi. Uppi varð fótur og fit og allt gert sem hægt var til að breiða yfir hið sanna.
Hægt er að nefna um það mörg dæmi frá útlöndum þar sem það er ekki ríkir viðskiptaleyndarmál gagnvart eigendum orkufyrirtækja varðandi orkuverðið en hér á landi hefur eigandi Landsvirkjunar, þjóðin sjálf, látið það viðgangast að vera leynd hinu sanna.
Nú, eftir 46 ára þöggun, fáum við loks að vita það sanna. Það var mikið !
![]() |
Of lítil arðsemi af virkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
15.11.2011 | 14:08
Í bókstaflegri merkingu ?
Vegna fréttar um bréf til forsætisnefndar Alþingis þess efnis að mótmælendur í tjaldbúðum á Austurvelli fái að nota klósettið í þinghúsinu, sýnist mér að mótmæli tjaldbúðarfólksins gætu fengið nýja vigt í bókstaflegri merkingu innanhúss ef þetta verði samþykkt, og datt þetta í hug; - vona að mér fyrirgefist að geta ekki setið á strák mínum:
Óánægju afsprengi
ætti að veita fulltingi
og gefa greiðara´aðgengi
(til) að gefa skít í Alþingi.
![]() |
Vill að Alþingi útvegi salernisaðstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)