Loksins, eftir 46 ár !

Í 46 ár hefur raforkuverð til erlendrar stóriðju verið "viðskiptarleyndarmál" og aldrei viðurkennt neitt annað en að arðsemi af Landsvirkjun væri svo mikil, að hún væri í fararbroddi á flestum sviðum í efnahagslífi þjóðarinnar.

Hörður Árnason var valinn sem forstjóri Landsvirkjunar úr hópi margra umsækjenda, þar sem fagleg hæfni og fyrri árangur hans réðu úrslitum að hann væri ráðinn. 

Fyrir nokkrum árum varð forstjóra Alcoa það á erlendis að upplýsa óbeint um það hve hlægilega lágt orkuverðið væri á Íslandi. Uppi varð fótur og fit og allt gert sem hægt var til að breiða yfir hið sanna. 

Hægt er að nefna um það mörg dæmi frá útlöndum þar sem það er ekki ríkir viðskiptaleyndarmál gagnvart eigendum orkufyrirtækja varðandi orkuverðið en hér á landi hefur eigandi Landsvirkjunar, þjóðin sjálf, látið það viðgangast að vera leynd hinu sanna.

Nú, eftir 46 ára þöggun, fáum við loks að vita það sanna. Það var mikið ! 


mbl.is Of lítil arðsemi af virkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi að Hörður sé dæmi um breytta og betri tíma hjá Landsvirkjun en ekki úlfur í sauðargæru.  Heldur fannst mér þó nöturlegt hjá honum að tala um að kaupa upp veiðirétt manna við Þjórsá sem mótvægisaðgerð vegna neikvæðra áhrifa virkjunnar á fisk í ánni!  Eignarnám er Landsvirkjun svona rétt eins og að drekka (virkja) vatn.

Þessu alveg ótengt, hvað heitir þverflautulagið sem þú notaðir í stikluþáttunum? Ég er þó nokkuð búinn að reyna að finna það á youtube en þó að tölvutæknin sé alveg stórkostleg þá er enn ekki hægt (a.m.k. seinlegt) að finna lag ef ekkert er nafnið.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 19:13

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Sammála Ómar. Þó var harla klént hjá honum að geta ekki viðurkennt það að orkan hafi verið seld á gjafverði nær alla tíð, ekki síst núna síðast frá Kárahnúkavirkjun (sem er úm um 50% allrar raforkusölunnar).

Hann margtók það fram að upp úr 2000 hafi raforkuverð í heiminum farið stighækkandi en samt var samið um aðeins 1/3 af ríkjandi heimsmarkaðsverði  þegar samið var við Alcoa. Það var einfaldlega glæpsamlegur verknaður, algjör landsala, og langheiðarlegast að viðurkenna það hreint út.

Það er eins og Hörður vilji gæta þess að styggja ekki hægra liðið - því það mun mynda ríkisstjórn á næsta kjörtímabili ef svo heldur sem horfir.

Já, það er mikið gert til að halda vinnunni.

Torfi Kristján Stefánsson, 15.11.2011 kl. 20:05

3 identicon

Jæja, nú er Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, búinn að staðfesta opinberlega að flest allt sem Ómar Ragnarsson hefur haldið fram í áraraðir um Kárahnjúkavirkjun er bara sannleikurinn bláber! Og flestallir eru aldeilis undrandi og framsóknaríhaldið sem á mesta sök varðandi Kárahnjúkavitleysuna, er yfir sig hneykslað á Steingrími J! Hey, er ekki einhver heima eða eru allir frammarar búnir að "stinga höfðinu í steininn" að fordæmi Vigdísar Hauksdóttur?

Bensi (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 20:06

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég get upplýst um það að á fundi Viðskiptaráðs í mars 2007 tók hann rekstur Landsvirkjunar svo rækilega í gegn að maður sat agndofa. Fundinn sat upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar eins og rassskelltur krakki.

Hörður hafði rennt í gegnum reikninga virkjunarinnar og valdi sér kafla í viðskiptasögu hennar þar sem virði dollarsins var hið sama við upphaf og endi þessa árakafla. 

Niðurstaðan var sú að virkjunin skilaði engum arði!

Og niðurstaða Harðar þá var einföld: Það hlaut að vera eitthvað mikið bogið við það að það ríkisfyrirtæki sem var með helsta gullegg þjóðarinnar í höndunum væri rekin svona afleitlega. 

Ég reyndi að koma þessu á framfæri á þessum tíma en það var vita vonlaust.

Enginn fjölmiðill hafði minnsta áhuga á þessu, - allir voru með dollaraglampa 2007-geggjunarinnar í augum og maður var bara afgreiddur sem öfgafullur nöldursseggur. 

Ómar Ragnarsson, 15.11.2011 kl. 20:14

5 identicon

Já, ég minnist hvað ákveðnir aðilar voru alltaf tilbúnir að hnýta í þig og bara almennt rakka þig niður svo maður noti nú kurteisleg orð til tilbreytingar.

Hafi þeir skömm fyrir dusilmennin og hælbítarnir. Þetta voru menn lítilla sanda og lítilla sæva.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 20:37

6 identicon

Sæll Ómar; og aðrir gestir, þínir !

Torfi Kristján !

Hvaða ''hægra lið''; ertu að tala um, hér að ofan, Torfi minn ?

Segðu heldur; Miðju moð, ''Sjálfstæðis'' og ''Framsóknarflokka'' Torfi Kristján - eða; öndverðuna við vinstri óþverrann, sem hér ræður nú ríkjum, með velþóknan Ómars síðuhafa, auk nokkurra annarra, sem kunnugt er.

Þér; að segja Torfi, að kæmust raunverulegir HÆGRI menn, hér til valda, myndu þeir byrja á, að smúla út Alþingis gerfi- lýðræðið - og koma á öflugri fámennis stjórn sterkra manna, ágæti drengur.

Húskofinn; suður við Austurvöll Reykvízkra, mætti þá þakka fyrir, að verða ekki í eyði lagður, þ.e., brotinn niður í frumeindir, að verðugu - eða; verða í skársta falli einhvers konar safn, um hryggðarmynd Lýðveldisins Íslands (1944 - 2008).

Reyndu; að fara að rumska til veruleikans, Torfi Kristján !

Með beztu kveðjum; öngvu að síður, af utanverðu Suðurlandi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 21:08

7 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hörður hefur greinilega einsett sér hreinskilni eða víkja ella. Það er gott enda er hann Vestfirðingur af sjómönnum, sem aldrei viku auga við þeim vanda, sem við blasti. Við getum alveg verið róleg meðan hann stýrir skútu Landsvirkjunar.

Það er alveg í takti við þetta þegar hann vill fylgja fram áætlunum um virkjanir í neðri Þjórsá. Þar er komið að dúkuðu borði, nánast eingöngu fjárfest í inntakslónum og vélavirki. Miðlunin fyrir löngu frágengin. Þetta eru því arðbærar virkjanir, sem munu skila þjóðinni miklu. Það er því eftir öðru, þegar Landsvirkjun mælir með þessum virkjunum frekar en öðrum, sem verða þjóðinni dýrari.  

Sigurbjörn Sveinsson, 15.11.2011 kl. 21:34

8 Smámynd: Dexter Morgan

Það er nú svo sem alltaf leiðinlegt að vera gaurinn sem segir "I told you so", en einhver verður að taka það að sér.

En ég vil nú líka tala annan vinkil á þetta. Hvernig væri að stefna þeim ráðamönnum fyrir Landsdóm sem pöntuðu "rétt" aðsemismat í upphafi þessara vegferðar varðandi Kárahnjúkavirkjun. Ráðamenn sem sögðu þetta skothelt dæmi og þetta væri tóm dásemd fyrir þjóðarbúið. Nú kemur fram að þetta er búið að vera nánast á núlli frá upphafi og endar sjálfsagt með því að við, skattgreiðendur, borgum brúsann, eins og annað sem stjórnmálastéttinn rennur á rasgatið með.

Svona til upprifjunar vil ég fyrst og síðast benda á Valgerði Sverrisdóttur, sem einn stærsta gerandann í aðdraganda þess að þessi virkjun var reist. Nú, ef ekki tekst að draga þá til ábyrgðar sem mötuðu almenning á röngum upplýsingum, má alveg kalla þá til sem "reiknuðu" og gáfu út þetta arðsemismat og spyrja þá aðeins nánar út í það "hvað klikkaði".

Dexter Morgan, 15.11.2011 kl. 22:01

9 identicon

,,....má alveg kalla þá til sem "reiknuðu" og gáfu út þetta arðsemismat og spyrja þá aðeins nánar út í það "hvað klikkaði"."

Já, að fá háskólafólkið með allar gráðurnar til að viðurkenna að það hafi aldrei kunnað neitt eða vitað neitt ?

Veistu að það besta sem hægt er að gera og það lang ódýrasta , er að loka öllum þessu gjörspilltu háskólum !

JR (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 22:23

10 identicon

Hvers lags nöttari er þessi Óskar Helgi eiginlega?

disa (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 22:26

11 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það hefur reyndar alveg frá upphafi verið bent á þetta með Kárahnúkavirkjun. Er þá hinn raunverulegi fórnarkosnaður ekki með talinn.

Kristbjörn Árnason, 16.11.2011 kl. 00:02

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt, Kristbjörn. Því var hafnað í mati á umhverfisáhrifum sem víða hefur verið gert erlendis, að láta meta verðmæti þeirra náttúruverðmæta sem fórnað var.

Í matsskýrslunni var því sem sé slegið föstu að þessi verðmæti væru núll krónur. 

Þegar myndin "Örkin" verður sýnd, þótt eftir minn dag verði, mun þjóðin loks fá að sjá hvað þarna var í raun og veru gert. 

Mér segir svo hugur að hefði verið lagt mat á náttúrufórnirnar hefði útkoman verið sú að arðurinn var í raun enginn, jafnvel tap. 

Ómar Ragnarsson, 16.11.2011 kl. 00:24

13 Smámynd: Dexter Morgan

Í grjótið með Álgerði Sverrisdóttur, og það strax. Hún laug þessum tölum blákald að þjóðinni og talaði þau upp í leiðinni. Nú eru staðreindir að komast á þurrt og hvað vantar. Jú, arðsemi. Nokkuð sem aldrei var inn í umræðunni fyrir virkjun og þeir sem það voguðu sér að nefna það var ýtt út í horn og sagt að steinhaldakjafti.

Dexter Morgan, 16.11.2011 kl. 01:08

14 identicon

Akillesarhæll náttúruverndunarsinna er að hlusta yfirleitt á arðsemisútreikninga.

Arðsemi getur aukist og minnkað, náttúra sem horfin er kemur aldrei aftur.

Náttúruverðmæti er ekki metin á krónur per ár ... heldur aldir.

Á hinn bóginn þá vantar okkur alltaf pening.

Og það sem þarf að skoða Ómar minn góður er hvaða aðferðir og verkferla þarf til að koma í veg fyrir klúðrin ... ég geri ráð fyrir að Hörður segi satt .. þó svo ég óneitanlega setji varnagla ... fólk lýgur ... fact of life.

Það vantar í myndina ... heilmikið .. sér í lagi tölur.

En fljótt á litið virðist niðurstaðan vera sú að fólkið í landinu eigi að fá hærra orkuverð í hausinn... vegna arðsemissjónarmiða ... svo ríkið og borg geti fengið arð ?

Svo ekki hlaupa of mikið undir Hörð og sérstaka skoðunarnefnd ... fáum alvörugögn og alvörulausnir ... ekki skítmix og hækkaðar álögur og skatta.

Og ekki segja að ekki sé hægt að fá uppgefin verðin ... allt hægt ef menn eru nægjanlega þrjóskir og útsmognir. Ekkert að stolnum upplýsingum ... ef þær skifta sköpum.

Í þessarri sirkussýningu finnst mér Alterra Power vera óeðlilega lítið í myndinni.

Upprunarlegu yfirlýsingarnar um of lágt orkuverð byrjuðu hjá þeim. Samt keypti Ross þetta á slikk. Spurning hvort menn átti sig á að hann hefur engan áhuga á öðru en mjólka kúna ?

Svo er auðvitað spurningin hvort ekki þurfi að setja lög um ábyrgð og refsingar á þá sem hafa með stjórn á þjóðarauðlindum að gera ... myndi snarbæta vinnubrögðin.

Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 02:28

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hlynur: " hærra orkuverð í hausinn... vegna arðsemissjónarmiða"

Já hefurðu ekki heyrt út á hvað endurreisnin gengur hjá vinstrimönnum?

Þegar öll fyrirtæki verða komin í eigu ríkis & banka, ekki bara orkufyrirtækin og Húsamiðjan heldur bókstaflega ÖLL FYRIRTÆKI, þá eigum að borga sjálfum okkur hærra verð á öllu svo við verðum miklu ríkari, svo við getum borgað sjálfum okku miklu hærra verð á öllu, svo við verðum miklu ríkari. Á endanum fá sósíalistarnir svo að upplifa það að verða orðnir ógeðslega ríkir, eins og kapítalistarnir leyfðu þeim aldrei að verða.

Barón Munchausen yrði fullur velþóknunar...

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2011 kl. 06:08

16 identicon

Enda hífði hann sjálfan sig og hestinn er hann sat á upp á hárinu.

Hitt stendur þó upp úr að þetta segir forstjórinn blákaldur, og hann segir líka að til að auka arðsemina verði að hækka orkuverðið. 

Það verður ekki hækkað nema á pöpulinn, þar sem 80% af orkunni er seld skv samningum sem ekki verður breytt, og er háð sveiflum bæði í Dollar og Álverði.

Dapurleg niðurstaða, og þá spyr maður sig, til hvers að virkja meira? Vildi þá sjá rafbílavæðingu og afleiðinguna meiri sjálfbærni í orkuöflun á viðsjárverðum tímum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 09:33

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Æ... af hverju var ég ekki kominn hér inn fyrr, til að leiðrétta allar vitleysurnar sem hér koma fram... og hver étur upp eftir öðrum?

Hörður Arnarson hefur margsinnis orðið uppvís að því á þessu ári að vera tvísaga og jafnvel margsaga um stóriðju og virkjanamál. Engum hér dettur í hug að gagnrýna það! Ég hef farið nokkuð nákvæmlega í gegnum það, lið fyrir lið á mínu bloggi.

En þá að þvælunni sem hér kemur fram.

Hér talar Ómar og fleiri um að nú sé loks "viðskiptaleyndarmálum" um raforkuverð til stóriðju, aflétt. Þetta er ekki rétt, a.m.k. varðandi einstaka samninga. Hins vegar hefur verið gefið upp eitthvert meðalverð, en það meðalverð segir t.d. ekkert um hvað Alcoa er að borga fyrir sinn samning.

Ómar segir: "Fyrir nokkrum árum varð forstjóra Alcoa það á erlendis að upplýsa óbeint um það hve hlægilega lágt orkuverðið væri á Íslandi. Uppi varð fótur og fit og allt gert sem hægt var til að breiða yfir hið sanna."

Þetta hefur verið leiðrétt, bæði af hálfu Alcoa og að ég held Landsvirkjun líka. Orð forstjórans voru rangtúlkuð, enda ekki í samræmi við hagsmuni fyrirtækisins að upplýsa þetta atriði auk þess sem það brýtur í bága við samkomulag Alcoa og LV um viðskiptaleynd á raforkuverði.

"Nú, eftir 46 ára þöggun, fáum við loks að vita það sanna. Það var mikið !"Þetta er rangt eins og forstj. LV bendir sjálfur á, en stefna fyrirtækisins í framtíðinni er sú að nýir samningar verði ekki með leyndarskilyrðum og að leynd yfir gömlum samningum verði smátt og smátt aflétt að einhverjum hluta.

Athugasemd #3: (nafnlaus) "Jæja, nú er Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, búinn að staðfesta opinberlega að flest allt sem Ómar Ragnarsson hefur haldið fram í áraraðir um Kárahnjúkavirkjun er bara sannleikurinn bláber!" Engin dæmi nefnd, enda ekki hægt og því ekki rétt.

Aths. #4 (Ómar) "Hörður hafði rennt í gegnum reikninga virkjunarinnar og valdi sér kafla í viðskiptasögu hennar þar sem virði dollarsins var hið sama við upphaf og endi þessa árakafla. Niðurstaðan var sú að virkjunin skilaði engum arði!(undirstrikun mín)

Þetta er ótrúleg þvæla, enda alrangt, ekki flugufótur fyrir þessu! Og Ómar heldur áfram:

"Ég reyndi að koma þessu á framfæri á þessum tíma en það var vita vonlaust. Enginn fjölmiðill hafði minnsta áhuga á þessu," Er það skrítið?

Aths #5: "Já, ég minnist hvað ákveðnir aðilar voru alltaf tilbúnir að hnýta í þig og bara almennt rakka þig niður svo maður noti nú kurteisleg orð til tilbreytingar. Hafi þeir skömm fyrir dusilmennin og hælbítarnir. Þetta voru menn lítilla sanda og lítilla sæva." (Þorsteinn Úlfar Björnsson)

Fellur algjörlega um sjálft sig í ljósi staðreynda. Maðurinn gerir sig að fífli þó hann reyni að skreyta sig með gáfulegu tali.

Aths. #8 (Nafnlaus hugleysingi) Sama þvælan tuggin aftur um meint arðsemisleysi Kárahnjúkavirkjunar. Hörður Arnarsson segir skilmerkilega frá því að það sé fjarri lagi að tap sé á virkjuninni, að það sé hagnaður af henni, en bara ekki nógu mikill. Þar hagræðir hann reyndar staðreyndum og er greinilega undir pólitískum þrýstingi hvað það varðar. Hann segir arðsemina vera 3,5% en þá hann kýs að reikna arðsemina út frá rekstri virkjunarinnar hingað til, þ.e. sl. 4 ár og fær út úr því 3,5%. Á þessum tíma er fjármagnskostnaðurinn mestur en svo fer hann að sjálfsögðu lækkandi. Þegar virkjunin er afskrifuð, fer yfir 90% raforkusölunnar "beint í lommen". Eðlilegra er að reikna heildar arðsemina, en til þess þarf að gefa sér forsendur. Þær eru eðli málsins samkvæmt, aldrei 100% öruggar. Smávægilegar breytingar á ál og lánamörkuðum geta breytt lokatölum umtalsvert á 40 árum.

Aths. 13, sami og #8 (nafnlaus hugleysingi): "Í grjótið með Álgerði Sverrisdóttur, og það strax. Hún laug þessum tölum blákald að þjóðinni og talaði þau upp í leiðinni. Nú eru staðreindir að komast á þurrt og hvað vantar. Jú, arðsemi. Nokkuð sem aldrei var inn í umræðunni fyrir virkjun og þeir sem það voguðu sér að nefna það var ýtt út í horn og sagt að steinhaldakjafti." (undirstrikun mín)

Þessi maður á auðvitað ekki að fá að gera svona athugasemdir undir nafnleysi.

Athugasemdir #14 og #15 er ágætar hugleiðingar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.11.2011 kl. 10:34

18 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Ekki eru reiknikúnstirnar á hreinu, Landsvirkju eitt ríkasta fyritæki landsins og þótt

lengra væri leitað.

En merkilegast við þetta alt er að DR kom með frétt í 9u fréttum í gær, nær því sömu frét, þó ekki um Landvirkjun heldur þar var kvartað undan olíu vinslu Merks í Norðursjó. En það merkilegasta er að Kratar eru við stórn bæði hér og þar.

Leifur Þorsteinsson, 16.11.2011 kl. 11:46

19 identicon

"Ég get upplýst um það að á fundi Viðskiptaráðs í mars 2007 tók hann rekstur Landsvirkjunar svo rækilega í gegn að maður sat agndofa. Fundinn sat upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar eins og rassskelltur krakki."

-Fyrsta verkefni Harðar var að reka þennan upplýsingafulltrúa"

Það var gott PR stunt.

Hörður rasskellt líka Valgerði hressilega á Húsavík á dögunum....

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 12:05

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er engu líkara en það vanti heilann í ykkur. Það stendur ekki steinn yfir steini í fullyrðingum ykkar og það virðist engu breyta þó ykkur sé bent á það svart á hvítu.

Þessi hjörð er "þjóðin" sem er á bak við náttúruverndarsamtökin

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.11.2011 kl. 12:59

21 identicon

Æi, koddu þá með vitlausa tölu frá Herði. Og í leiðinni máttu útskýra af hverju Kárahnjúkavirkjun ætti að skila svoooona miklu eftir afskriftir, þegar hinar afskrifuðu gera það ekki.

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 13:33

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það voru nógu margir viðstaddir á umræddum fundi Viðskiptaráðs í mars 2007 til þess að hnekkja því sem þú segir Gunnar um lýsingu mína á því sem fram fór á honum: "'Ótrúleg þvæla, alrangt, ekki flugufótur fyrir þessu".

Þegar annað þrýtur eru það bara "lygar", "falsanir" "þvæla", "alrangt" sem maður fær frá þér. 

Ómar Ragnarsson, 16.11.2011 kl. 14:41

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hlustaðu bara á Kastljósviðtalið við hann frá því í gær. Hann tók það skýrt fram að hagnaður væri af Kárahnjúkavirkjun, bara of lítil að hans mati.

Hann tók það líka fram að raforkuumhverfið hefði breyst frá aldamótum og væri enn að breytast. Það gefur LV tækifæri til að ná betri samningum í framtíðinni. Eldri samningar voru eins góðir og hægt var að ná, á þeim tíma sem þeir voru gerðir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.11.2011 kl. 15:34

24 identicon

Alveg er hann makalaus, ál-talibaninn og leigubílstjórinn á Reyðarfirði.

Það sem hefur nú komið fram, er að gullgæsin okkar hefur verpt fúleggjum í hálfa öld, kyrkt af pólítískum fáráðum gæðingum.

En leigubílstjórinn mærir framkvæmdina!

Þvílíkur bjáni.

Það er engin mótsögn fólgin í því sem Hörður heldur fram, leigubílstjóri!

Jóhann (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 18:46

25 identicon

alt tetta leynimak med raforkuverd er hrein vidbjodur

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 22:34

26 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvernig væri að fá upplýst hver arðsemi annarra virkjana Landsvirkjunar eru, áður en menn fara alveg á límingunum hér.

Hver var t.d. arðsemi Blönduvirkjunar fyrstu árin?

Hver er arðsemi Landsvirkjunar almennt og hvað hefur hún lagt í þjóðarbúið?

Voru allar virkjanir Landsvirkjunar með meira en 3.5% fyrstu fjögur árin?

Svo í lokin smá upprifnun.  Sogsvirkjanir voru byggðar að stærstum hluta fyrir fjármagn Marshall-hjálparinnar til allrar þjóðarinnar eftir stríð, en Reykjavíkurborg eignað sér síðan verkefnið og stal virkjununum af þjóðinni.  Arðsemin þar hefur trúlega verið góð, þar sem verkefnið var fjármagnað með samskotafé, - m.ö.o. stríðsbótum. 

Benedikt V. Warén, 17.11.2011 kl. 00:44

27 identicon

Hvað ert þú að væflast hér inn Benedikt?

Hvað er það sem þú skilur ekki?

Einstakar arðsemiskröfur um hverja virkjun fyrir sig!?

Málið er að virkjanir hafa skilað Íslendingum klinki.

Gríðarlegur arður fór í vasa stóriðjufyrirtækja.

Jóhann (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 01:29

28 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jóhann.  Ég skil ekki hvað þú ert að fara.  Ákveður þú hver má tjá sig hér og hver ekki?

Bendi eingöngu á að upphrópanir sumra hér, eru lítt ígrundaðar og þola illa samaburð við aðrar framkvæmdir Landsvirkjunar. 

Það er ekki tap á Kárahnjúkavirkjun heldur 3,5% arðsemi fyrstu fjögur árin, sem getur varla talist mjög slæmt þó menn vilji ávallt gera betur.  Þetta kom fram í máli Harðar Arnarsonar í Kastljósi. 
http://ruv.is/sarpurinn/kastljos/15112011/ardsemi-karahnjukavirkjunar

Reiknað var með meiri arðsemi, en var það ekki meðaltal til margra ára, ekki eingöngu fyrstu fjögur árin?  Má ekki reikna með að samhliða niðurgreiðslu lána þá hækki arðsemin?

Benedikt V. Warén, 17.11.2011 kl. 02:17

29 identicon

Það er augljóst að þú skilur ekki hvað ég er að fara. Ég sagði:

"Málið er að virkjanir hafa skilað Íslendingum klinki.

Gríðarlegur arður fór í vasa stóriðjufyrirtækja"

En þú svarar: "Það er ekki tap á Kárahnjúkavirkjun heldur 3,5% arðsemi fyrstu fjögur árin"

Arðsemiskrafan var miklu hærri miðað við kostnað. Því reiknast þetta tap.

Rétt eins og virkjanir hafa á undanfarinni hálfri öld skilað klinki í vasa Íslendinga, en stórkostlegum gróða til álvera.

Hvað er það annars sem þú skilur ekki, væni?

Jóhann (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 02:23

30 identicon

Af ofangreindum framkomnum atriðum fæ ég nokkrar niðurstöður:

1: Þjóðin hefur ekki notið afraksturs afskrifaðra virkjana.

2: Ávinningur af nýjum virkjunum hefur verið minni en ætlað var.

3: Ávinningurinn er til þess að gera lítill miðað við þær fjárskuldbindingar sem lagt var í.

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 09:43

31 identicon

Ég veit ekki á hvaða eyðimerkurgöngu forstjóri LV er komin í en ég sé að það er fjöldi fólks tilbúinn að elta hann. Merkilegur andskoti....sérstaklega í ljósi þess að á þeim tveimur árum sem hann hefur verið forstjóri hefur það eitt skeð hjá LV að b-deild útrásarvíkinga hefur tekið þar völdin og farið að framleiða powerpoint skjöl með framtíðarsýn sem stjórnmálmenn hafa síðan kokgleypt með húð og hári. Á sama tíma hefur ekki verið landað einum einasta raforkusölusamning...tekjur LV hafa verið minnkaðar með tengingu orkuverðs við verðbólgu í US í stað álverðs og eina hækkunin sem hefur náðst er uppsögn á samningum um rofið rafmagn til íslenskra smáfyrirtækja....góður árangur þetta!!!

Þá er það enn undarlegra að á sama tíma og menn kalla 3,5% arðsemi á fyrstu 4 rekstrarárum virkjunar "fáránlega lága" þá má maður lesa aðra spekinga kalla 3,5% arsemiskröfu lífeyrissjóða fáránlega háa.

Verst að LV sé ekki lífeyrissjóður !!

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 11:47

32 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jóhann.  Ég sé að þú áttar þig ekki á hvað arðsemi þýðir, eins og eftirfarandi setning þín sýnir ljóslega: "Arðsemiskrafan var miklu hærri miðað við kostnað. Því reiknast þetta tap."

- Arðsemi Landsvirkjunar er 3.5%, má auðvitað vera mun meiri og verður það þegar skuldir lækka.

- Arðsemi Íslands á verkefninu er veruleg, vegna aukinna útflutningstekna.

- Arðsemi Fjarðabyggðar er marktækur í formi hafnargjalda og skatta.

- Arðsemi Mið-Austurlands er marktækur í fleiri fyrirtækjum á svæðinu og fleira fólki.

- "Arðsemi" Austurlands er marktækur í mannauði.

Í lokin Jóhann, þá er örlítið sérstök þessi háttvísi þín í lokin og einnig í færslu þinni #24.

Benedikt V. Warén, 17.11.2011 kl. 12:56

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir með Magnúsi og Benedikt.

Annað sem "viðskiptaundrabarnið" Hörður Arnarsson kýs að horfa algjörlega framhjá, er að hagnaður Landsvirkjunnarhefur runnið óskipur að mestu í að fjárfesta í nýjum virkjunum undanfarin 40 ár. Nýlega voru birtar (man ekki hvar) samanburðartölur á þessu atriði milli orkufyrirtækja í Evrópu og USA annarsvegar og Landsvirkjunar hins vegar. Þar munar gríðarlega miklu. Í þessu sambandi var bent á að ef Landsvirkjun sæti á þessum fjárfestingum og léti ekki fé renna í nýjar, þá liði ekki á löngu þar til arðsemi LV yrði sambærileg og sennilega hærri en víðast annars staðar.

Og svo horfa menn einnig framhjá byggðarsjónarmiðum varðandi orkuöflun, eins og Benedikt kemur inn á.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.11.2011 kl. 14:53

34 identicon

Benedikt:

"- Arðsemi Íslands á verkefninu er veruleg, vegna aukinna útflutningstekna."

Allt vigtar það, og það að selja rafmagn út úr landi eru útflutningstekjur. En ál selja íslendingar ekki.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 15:09

35 identicon

Skopmynd Halldórs í Fréttablaðinu er með þetta fyrir torlæsa.

Jóhann (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband