Einhver, sem á eftir að þurfa að "fórna" sér ?

Ég er að reyna að rifja upp í huganum eitthver mál í sögu fullveldisins sem eru hliðstæð við mál Jóns Bjarnasonar nú, en finn ekkert sem er alveg sambærilegt. Þó eru tvö keimlík.

Albert Guðmundsson átti undir högg að sækja vorið 1987 en það var ekki vegna embættisverka eða embættisfærslu heldur skattamála hans sem hann varð að víkja. 

Guðmundur Árni Stefánsson varð að víkja úr Viðeyjarstjórninni vegna mjög afmarkaðra embættisverka. 

Bæði ofangreind mál tóku tiltölulega stuttan tíma. 

Hins vegar hafa mál Jóns Bjarnasonar tekið nær allan tímann, sem hann hefur setið á ráðherrastóli, og munurinn á því og ofangreindum málum er sá að um er að ræða embættisfærslur sem snerta meginatriði stjórnarsáttmálansi og síðan hitt, að frá febrúar 2009 hafa verið uppstokkanir í ráðherrahópnum, sem hafa verið tíðari og víðtækari en við eigum að venjast. 

Slíkar uppstokkanir hafa hins vegar verið algengar víða í öðrum löndum. 

Það óvenjulega varðandi setu Jóns er að ekki er einhugur í hans eigin flokki eða þingflokki um störf hans.

Vegna tæps þingmeirihluta verður hins vegar erfitt að skáka honum til nema sem hluta af stærri tilfærslum. 

Ef tilfærslan verður aðeins innan hans eigin flokks kann málið að líta þannig út að Samfylkingin hafi bolað honum út án þess að færa neina fórn í staðinn. 

Lausnin kann að verða sú uppstokkun í ráðherraliðinu ná yfir ráðherra beggja flokka og að einhver eða einhverjir Samfylkingarráðherrar muni þurfa að "fórna sér" fyrir heildarlausnina. 

Nú er aðaláherslan á að klára fjárlög en fróðlegt verður að vita hver útkoman verður, ef loksins verður látið af því verða að hrókera á stjórnarheimilinu. 


mbl.is Fráleitt að Jón sé ómissandi segir Ólína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafasamt í upphafi.

Ég man eftir því þegar ákveðið var að reisa tvær heilsugæslustöðvar með 13 kílómetra millibili við Suðurlandsveg. Þetta þótti umdeilanlegt og þó var enn malarvegur á milli staðann og bílaeign hvergi nærri eins almenn og nú.

Miðað við þá gagnrýni sem þetta fékk á sínum tíma hélt ég satt að segja að þessu hefði verið breytt síðar án þess að ég hefði frétt af því.

En það hefur greinilega ekki verið gert fyrr en nú. 

Nú er breiður og beinn malbikaður vegur á milli þessara staða og innan við tíu mínútna skreppur. Raunar ber ýmis konar þjónusta og verslun á þessum stöðum þess merki að líta má á Hellu og Hvolsvöll sem ígildi tveggja bæjarhluta í sama bæjarfélaginu.

Þetta minnir á tvær alveg einstaklega athyglisverðar mótsagnir varðandi stöðu ríkisútgjalda. 

Gríðarleg útþensla opinberra útgjalda og þjónustu í aðdraganda Hrunsins var á skjön við þá yfirlýstu stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem þá réði hér ríkjum, að á þenslutímum ætti ríkið að halda að sér höndum. 

Þetta var mesta útþensla ríkisútgjalda sem sagan kann frá að greina. 

Nú hafa afleiðingar Hrunsins birst í því að flokkar, sem hafa lengi verið gagnrýndir fyrir blinda útþenslustefnu í ríkisútgjöldum hafa orðið að horfast í augu við óhjákvæmilegan niðurskurð í ríkisútgjöldum.

Er þetta ekki alveg dæmalaust? 


mbl.is Loka heilsugæslunni á Hellu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband