Sundraðir falla þeir.

Þegar illa gengur fara ásakanir oft að ganga á víxl, einmitt þegar mest þörf er á samstöðu í þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru. Um það gildir máltækið: Sameinaðir stöndum vér, - sundraðir föllum vér.

Raunar sýnast Bretar standa höllum fæti siðferðilega ef þeir reyna að kenna öðrum um eða beina athyglinni frá því að sökin á því versta í vandræðum bankakerfis og fjármálastofnana hlýtur augljóslega liggja í London, þeirri borg Evrópu sem fóstrar langstærstu fjármálamiðstöð álfunnar. 

Þeir, sem beittu hryðjuverkalögum á Íslendinga, ættu að líta í eigin barm og íhuga ábyrgð sína þegar kynt er undir sundrungu, sem aðeins mun leiða til falls allra ef skeytin verða látin ganga sitt á hvað í stað þess að leita eftir samstöðunni sem nauðsynleg er. 


mbl.is Bretar svara Frökkum fullum hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússland Pútíns.

Anna Politkovskaja galt fyrir það með lífi sínu 2006 að hafa flett ofan af þeim glæpum og spillingu sem ráða lögum og lofum í Rússlandi.

Bókin "Rússland Pútíns" var kornið sem fyllti mælinn, því að hún upplýsti ekki aðeins um það hvernig glæpamönnum tókst að stela fyrirtækjum landsins, allt frá smáfyrirtækjum upp í risafyrirtæki, heldur líka um það hvaða aðferðir voru notaðar til þess (dæmi sést í bókinni "Sagan sem varð að segja") og hvernig mafían hafði ráðamenn, dómara og stjórnmálamenn allt upp í toppinn Pútín í vasanum. 

Morðið á Önnu og það, að það var ekki upplýst, var ekki aðalatriðið fyrir glæpahyskið út af fyrir sig heldur aðvörunin sem það sendi blaðamönnum Rússlands: Nú vitið þið hvar þið farið yfir strikið og ef þið haldið þessu áfram eruð þið bara að spila rússneska rúllettu með það hvert ykkar verður skotið næst án þess að náist í morðingjann.

Vald óttans er gríðarmikið.  Eitt morð á blaðamanni nægir til að þagga niður í þúsund í krafti óttans sem sáð er meðal þeirra. 

Nú eru liðin rúm fimm ár síðan Anna var myrt og mafíunni þykir kannski vera farið að slakna á mætti ógnarinnar og kominn tími til að endurnýja hana. 

Morðið á Khadzhimurad Kamalov virðist sams konar og morðið á Önnu og eðlilegt framhald málsins verður langlíklegast það, að það upplýsist aldrei. 

Rétt eins og þegar Anna var skotin má búast við hástemmdum yfirlýsingum ráðamanna um að allt verði gert sem hægt er til að upplýsa morðið. 

Þetta var sagt 2006 og reyndist innantómt snakk.  

Í orðalaginu "allt verði gert sem hægt er" felst nefnilega það, að allt sem hægt verður að gera verður ekki neitt. 


mbl.is Blaðamaður í Rússlandi drepinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikur að eldinum.

Ástandið í efnahagsmálum heimsins og máttlítil viðleitni ráðamanna til að stöðva óheillaþróun minnir óþægilega á kvikmyndina "Towering inferno" þar sem eldur hafði komið upp í miðjum skýjakljúf sem blasti við og að vísu hafið slökkvistarf en reynt að halda hinu raunverulega ástandi leyndu eins og unnt var.

Það getur oft tekist ótrúlega lengi en því lengur sem þráast er við að takast á við vandann af raunsæi og djörfung, því verri verður skellurinn þegar engum vörnum verður lengur við komið. 

Kannski verður hægt að damla áfram í nokkra mánuði eða jafnvel nokkur ár undir formerkjum trúarinnar á hinn takmarkalausa hagvöxt, en á endanum mun hið óhjákvæmlega hrun eða niðursveifla ekki verða umflúin.  


mbl.is Staðan í Bretlandi verri en í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband