Sundraðir falla þeir.

Þegar illa gengur fara ásakanir oft að ganga á víxl, einmitt þegar mest þörf er á samstöðu í þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru. Um það gildir máltækið: Sameinaðir stöndum vér, - sundraðir föllum vér.

Raunar sýnast Bretar standa höllum fæti siðferðilega ef þeir reyna að kenna öðrum um eða beina athyglinni frá því að sökin á því versta í vandræðum bankakerfis og fjármálastofnana hlýtur augljóslega liggja í London, þeirri borg Evrópu sem fóstrar langstærstu fjármálamiðstöð álfunnar. 

Þeir, sem beittu hryðjuverkalögum á Íslendinga, ættu að líta í eigin barm og íhuga ábyrgð sína þegar kynt er undir sundrungu, sem aðeins mun leiða til falls allra ef skeytin verða látin ganga sitt á hvað í stað þess að leita eftir samstöðunni sem nauðsynleg er. 


mbl.is Bretar svara Frökkum fullum hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki vil ég mæra Breta, þeir hafa oft komið illa fram við okkur Íslendinga, þó höfum við alltaf komið sterkari aðilinn út úr þeim deilum.

Að segja að Bretar séu að kenna öðrum um vanda evrunnar er þó nokkuð langt gengið hjá þér Ómar. Linnulausar árásir á þá af hálfu stjórnmála og embættismanna evruríkja á Breta, á sér fá fordæmi milli svokallaðra vinaþjóða.

Ástæða þess er að Cameron vildi ekki standa að samþykkt sem tekur enn meiri völd af þjóðþingum ESB. Það er kannski að þínu mati siðferðislega rangt að standa á rétti eigin þjóða, en ekki er ég viss um að kjósendur þeirra þjóða séu þér sammála.

Það er hins vegar rétt að málshátturinn "sameinaðir stöndum vér - sundraðir föllum vér" er nú sem fyrr sannur. Þetta ættu ráðamenn evruríkjanna að taka til sín áður en þeir ráðast að vinaþjóðum sínum með orðaorustu. Þetta ættu líka íslensk stjórnvöld að taka til sín, en þau hafa klofið þjóðin í tvo hópa og halda til streytu þeim klofning!

Gunnar Heiðarsson, 17.12.2011 kl. 08:06

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Stormur í vatnsglasi. Cameron freistar þess að láta ekki að hendi forskotið sem London hefur á aðrar Evrópuborgir sem miðstöð peningamála. Hann vildi fá ívilnanir hjá EBS en fékk þær ekki. - Þegar Cameron og örðum verður ljóst að þessi neitun hans, hefur nákvæmlega ekkert að segja,nema kannski að Bretland verður eftirlegukind um hríð, fellur allt í dúnalogn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.12.2011 kl. 11:25

3 identicon

Tja, Tjallinn er nú seigur, og verður seint nefndur eftirlegukind. Óska ég þeim alls hins besta, og held að í heildina eigum við Íslendingar þeim ekkert grátt að launa.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband