16.2.2011 | 15:12
Óþolandi óöld.
Það er óþolandi óöld sem ríkir nú í tölvuheimum varðandi þær tvær síður, sem settar hafa verið á fót vegna helstu deilumálanna nú.
Gerð var árás þegar í stað á aðra síðuna svo að það varð að loka henni og nú hefur verið ráðist á hina.
Í þessu máli skiptir ekki máli, þótt síðurnar tvær hafi speglað andstæðar skoðanir heldur hitt, að það er óþolandi óöld í netheimum, sem þessi skemmdarverk spegla.
![]() |
Árásir á vefsíðu tilkynntar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.2.2011 | 14:50
Nýtur seint sammælis.
Þegar Mikhael Gorbatsjev tók við stjórnartaumunum í Sovétríkjunum 1985 stóð hann frammi fyrir því óleysanlegu vandamáli að viðhalda heimsveldi, sem var dauðanum merkt.
Útsmogin efnahagsflétta Bandaríkjamanna í samvinnu við bandamenn þeirra í olíuríkjunum varð til þess að olíutekjur Sovétríkjanna stórminnkuðu og þegar rándýr og vonlaus hernaður þeirra bættist við, var efnahagslegt hrun heimsveldisins óhjákvæmilegt.
Ég held að það verði ekki fyrr en eftir daga Gorbastjevs sem verk hans og líf verði metið hlutlaust og að verðleikum.
Það hefur verið sagt að sigurvegarar skrifi söguna og vegna þess að Gorbatsjev var skipstjóri á þjóðarskútu Sovétríkjanna þegar hún strandaði og sundraðist, fær hann stimpil strandkapteinsins á sig.
Þetta eitt nægir til þess að í heimalandi sínu mun hann seint njóta sannmælis, jafnvel þótt hann hafi á djarfan og glæsilegan hátt brugðist við með því að losa um kúgunarveldi kommúnsmans undir kjörorðunum Glasnost og Perestrojka.
Ekki síður hélt Gorbatsjev vel á spilunum í samingum við Vesturveldin sem voru ekki aðeins afar viðkvæmir, heldur stóð hann afar höllum fæti sem forystumaður fyrir heimsveldi sem var að hrynja og liðast í sundur.
Þegar Hrafn Gunnlaugsson var í heimsókn í Sovétríkjunum á upphafstímum umbóta Gorbatsjevs var erfitt að fá fólk til að tjá skoðanir sínar, og fóru margir þá leið að segja: "Ég vil ekkert segja sjálfur um þetta, en rússneskt máltæki segir...." og síðan var viðkomandi máltæki haft yfir, án þess að tekin væri ábyrgð á því.
Þegar Hrafn spurði einn viðmælanda sinn um það hvað hann teldi að myndi nú gerast á þessum umbrotatímum í landi hans, svaraði hann: "Ég vil ekkert segja sjálfur um þetta, en rússneskt máltæki segir: Þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp."
Rússinn reyndist sannspár að því leyti til, að upp úr frosinni jörð kommúnismans komu ormarnir, sem höfðu makað þar krókinn í spillingu alræðisins og mökuðu áfram krókinn í glundroðanum og lausunginni sem óheftur kapítalismi færði þeim eftir hrunið.
Þessi ormar eru enn á ferð og Gorbatsjev er því nú að fást við það, sem samlandi hans spáði.
![]() |
Gorbatsjev mátti ekki stofna flokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2011 | 00:45
Sonarbetrungur.
Stundum er orðið föðurbetrungur notað um mann, sem tekur föður sínum fram. En um Bushfeðgana, sem voru forsetar Bandaríkjanna, má nota öfuga tengingu, - sá eldri er sonarbetrungur hins yngri.
Þar ekki annað en að skoða þann himinhrópandi mun sem var á því hvernig hinn eldri stóð að Flóastríðinu 1991 og síðan hvernig hinn yngri hagaði sér í Íraksstríðinu, sem hófst 2003 og sér ekki enn fyrir endann á.
Ástæðan hjá báðum var hins vegar í grunnin hin sama, enda áttu þeir ekki aðeins þjóðarhagsmuna Bandaríkjanna að gæta, heldur sinna eigin.
Bush eldri varð nefnilega milljónamæringur vegna olíugróða og lagði þar með grunn að velgengni þeirra beggja.
Á sama tíma og CIA-menn (Bush eldri var á tímabili forstjóri CIA) þurftu nýja og nýja passa til að komast inn í Hvíta húsi, gengu æstu menn olíufélaganna út og inn með eilífðarpassa.
Reagan fær yfirleitt allan heiðurinn af því að hafa unnið Kalda stríðið, en þegar hann fór frá í ársbyrjun 1989 kom það í hlut Bush að vinna úr því eldfima og viðsjárverða ástandi sem skapaðist og það gerði hann af mikilli stjórnkænsku.
![]() |
George H.W. Bush fær orðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)