"20007" bíllinn.

Þegar Toyota Land Cruiser 200, nýjasta gerðin, var kynnt, var heimsfrumsýningin á Íslandi og flest eintök af bílnum seldust þá í tveimur löndum, í Rússlandi og á Íslandi.

Þetta sagði sína sögu um þjóðfélagsástandið í þessum tveimur löndum á sínum tíma, en athyglisvert var, að næstum eins margir seldust hér á landi og í landi, sem 500 sinnum fleiri búa í. 

Orðið "2007" hefur fengið sérstaka merkingu í málinu, - þetta og hitt sem ber keim af bruðli og flottheitum eða flottræfilshætti er "svo mikið 2007". dscf5163.jpg

Land Cruiser 200, Range Rover (Game Over), Porche Cayenne Turbo og Hummer (Bömmer) voru góð dæmi um þetta. 

Marga af þessum bílum mátti sjá með "low-profile" hjólbörðum sem gerð nánast ókleift að aka þeim á malarvegum og með auka stigbretti, sem voru svo lág, að illmögulegt var að aka þeim um óslétt land. 

Með öðrum orðum: Bílum, sem voru búnir rándýrum og tæknivæddum drifbúnaði sem átti að gera kleift að komast á þeim yfir verstu torfærur,  var breytt þannig að þeir gengju í augun á fólki en væru vita gagnslausir í torfærum. 

Myndin hér á síðunni er af Bömmer og takið eftir því að gluggarnir eru lóðréttir og afar litlir, svo að útsýniðg er mjög lélegt. 

Þetta var haft svona á upprunalegu gerðinni (Hummer 1) til þess að grjóti rigndi síður inn í bílinn í sprengingunum á vígvellinum. Kemur sér mjög vel þegar snattast er á svona bíl í miðbænum eða við Kringluna! Og takið eftir viðbótar stigbrettunum sem rekast alls staðar niður ef ekið er út á víðavang og lágu  hjólbörðunum, sem springa ef það er ekið út fyrir malbikið!

 
Slóð: p 

Villuleit í boði Púka

 
Þessi færsla er birt

Frétt af mbl.is

Enginn nýr Land Cruiser 200 seldur í ár
Innlent | Morgunblaðið | 4.2.2011 | 5:30
Toyota Land Cruiser. Lúxusjeppinn Land Cruiser 200 verður ófáanlegur nýr í ár, eflaust einhverjum til armæðu. Um er að kenna reglum Evrópusambandsins um mengunarvarnir en hert var á þeim um áramót.
Lesa meira

Færsluflokkur

Aðalflokkur:
Bloggar Bækur Dægurmál Enski boltinn Evrópumál Ferðalög Fjármál Fjölmiðlar Heilbrigðismál Heimspeki Íþróttir Kjaramál Kvikmyndir Lífstíll Ljóð Löggæsla Mannréttindi Matur og drykkur Menning og listir Menntun og skóli Pepsi-deildin Samgöngur Sjónvarp Spaugilegt Spil og leikir Stjórnmál og samfélag Sveitarstjórnarkosningar Tónlist Trúmál Trúmál og siðferði Tölvur og tækni Umhverfismál Utanríkismál/alþjóðamál Vefurinn Viðskipti og fjármál Vinir og fjölskylda Vísindi og fræði

Skrár tengdar bloggfærslu

Engar skrár hafa verið tengdar við þessa færslu.
Bæta við skrá

Athugasemdir

 Leyfa athugasemdir við færslu
í daga frá birtingu
Frekari stillingar

 

Með því að smella tvisvar á myndina sjáið þið hvað viðbótar stigbrettið skagar alveg niður í götu og að hjólbarðarnir eru svo lágir, að varasamt er að aka bílnum út fyrir malbikið! 


mbl.is Enginn nýr Land Cruiser 200 seldur í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það fyrsta sem er drepið í stríði...

Uggvænleg þróun hefur smám saman orðið í kjörum stríðsfréttaritara. Starfið hefur að vísu ævinlega verið hættulegt en síðustu árin hafa kjör þeirra mjög þróasta á verri veg, því að mannfall meðal þeirra hefur vaxið.

"Það fyrsta sem deyr í stríði er sannleikurinn" og að "sendiboðar válegra tíðinda" séu látnir gjalda fyrir þau eru gömul og ný sannindi. 

Í Víetnamstríðinu kom í ljós að fréttaflutningur og einkum áhrifamiklar ljósmyndir og kvikmyndir, sem rötuðu í fjölmiðla, hafði jafnvel meiri áhrif á stríðsreksturinn en hin skæðustu og öflugustu vopn.

Sjónvarpsfréttamyndir, sem öll bandaríska þjóðin og heimsbyggðin fengu að sjá skópu almenningsálit sem á endanum varð til þess að þetta hræðilega stríð tapaðist heima fyrir frekar en á vígvellinum. 

Af þessu hafa hernaðaryfirvöld og aðilar að átökum víða um heim dregið viðsjárverða lærdóma, sem bitna æ harðar á stríðsfréttariturum og þeim sem fjalla um mikil átök og deiluefni.

Nú sjást þess æ fleiri merki að það er orðin taktik hjá stríðandi aðilum að ráðast á fjölmiðlamenn, jafnvel fyrir það eitt að vera á vettvangi. 

Við Íslendingar eigum einn slíkan fjölmiðlamann, sem er hinn öflugi og snjalli sjónvarpsmaður Jón Björgvinsson. 

Ég þekki dálítið til hans, bæði vegna samstarfs við hann og einnig vegna þess að Edvard bróðir minn kenndi honum í barnaskóla og sá þá strax að mikið var í hann spunnið. 

Á löngum starfsferli hef ég sjálfur upplifað þann þrýsting sem hægt er að beita fjölmiðlafólk, þótt ekki sé það í sambandi við stríðsátök. 

Fjölmiðlar eru oft aðal vettvangur átaka og deilna og mál geta bæði unnist og tapast þar. 

Jón hefur valið sér vettvang, sem er afar hættulegur og hann er mér ofarlega í huga þessa dagana. Einnig starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera, en vinnubrögðum hennar og metnaði kynntist ég vel í samvinnu minni við einvala lið hennar, sem sent var til Íslands þegar Eyjafjallajökull gaus.

Stöðin hefur sýnt þetta vel í fréttum sínum frá Túnis og Egyptalandi og orðið að gjalda fyrir það grimma lögmál, að það fyrsta sem er drepið í stríði, er sannleikurinn. 


mbl.is Skipulagðar árásir á fréttamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband