Ekki óbrigðult.

Halda mætti að fæðingardagur hverrar manneskju sé óumdeilanlegur. Reynslan sýnir þó að svo er ekki, einkum meðal fátækra þjóða og dæmi eru um að frægt fólk hafi verið fætt jafnvel nokkrum árum fyrr eða seinna en talið var.

Grunnurinn að tímatali okkar er fæðingardagur Krists, en færð hafa verið að því skýr rök, að hann hafi fæðst nokkrum árum fyrr en tímatalið segir til um, jafnvel allt að sjö árum fyrr. 

Þetta þarf að vísu ekki að koma á óvart vegna þess hve langt er liðið síðan. Hins vegar eru dæmi um það frá okkar tímum að fæðingardagar hafi skolast til. 

Á árunum 1959 til 1964 var bandaríski blökkumaðurinn Sonny Liston besti þungavigtarhnefaleikari heims þótt honum væri haldið frá titlinum til 1962. Eftir yfirburðasigur hans á Floyd Patterson 1962 og 1963 var hann talinn gersamlega ósigrandi. 

En honum hafði förlast árið eftir þegar hann tapaði óvænt fyrir Cassiusi Clay, sem strax eftir bardagann tók sér nafnið Muhammad Ali. 

Hraðinn hafði minnkað hjá Liston þótt höggþyngdin væri svipuð. Ástæðuna rekja sumir til þess að hann hafi verið eldri en vottorð sögðu til um og kominn um fertugt. 

Afi minn heitinn Edvard Bjarnason hélt upp á afmælisdag sinn 2. júní en í fæðingarvottorðinu mun hafa staðið 12. júní, sem hann taldi ranga dagsetningu.

Það má grínast með fæðingarvottorð eins og annað.

Síðan Hæstiréttur úrskurðaði að kosnningarnar til stjórnlagaþings væru ógildar höfum við 25 menningarnir hist nokkrum sinnum til að spjalla saman, skiptast á skoðunum, kynnast hvert öðru og ráða ráðum okkar

Samkvæmt fæðingarvottorðum telst ég aldursforseti og af þeim sökum barst sá bolti til mín að halda eitthvað utan um þessi samskipti, líklega vegna þess að Hæstiréttur gæti líkast til ekki borið brigður á aldur minn! 

En fréttin frá Ítalíu um vottorð Hjartaþjófsins Ruby sýnir að fæðingarvottorð eru ekki endilega neitt pottþéttari en önnur skjöl. 

Og alþekkt er að aldur kvenna getur verið feimnismál í augum þeirra, sem rétt sé að ræða sem sjaldnast. 


mbl.is Er fæðingarvottorð Ruby falsað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fá ráðgjöf frá Íslandi?

Þegar hætta steðjar að einni bandalagsþjóð NATÓ er það skoðað sem aðför að þeim öllum.

Við Íslendingar höfum því skyldum að gegna gagnvart bandalagsþjóð okkar við að veita þeim ráðgjöf og aðstoð í baráttunni við að rétta rekstrarhalla ríkissjóðs af.

Reynslan frá 2002 varðandi einkavæðinguna sem þá var framkvæmd hér, ætti því að geta reynst dýrmæt fyrir Grikki sem telja einkavæðingu það eina sem geti bjargað þeim.

Skiptir ekki höfuðmáli í því sambandi í hvora áttina sú reynsla á að beinast.

Annars vegar geta Grikkir fengið góðar leiðbeiningar um það hvernig hægt sé að skipta fyrirtækjunum á milli stjórnmálaflokkanna í pólitískri einkavinavæðingu og gætum við sent Grikkjum Finn Ingólfsson, Halldór Ásgrímsson, Davíð og Valgerði Sverrisdóttur til þess að kenna þeim trixin.

Hins vegar er líka möguleiki á því að Grikkir myndu þiggja ráðgjöf um það hvernig ætti að komast hjá því að einkavæðingin færi eins og hér á Íslandi en þá vandast nú sennilega málið varðandi það hverja ætti að senda þeim tið ráðgjafar ef þeir bæðu um það.

Ætli það yrði ekki að lýsa eftir tillögum í því efni.


mbl.is Vill þjóðarsátt um einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færri góðir dagar?

Það er oft talað um "dagsformið" hjá íþróttafólki, bæði einstaklingum og hópum. Líka mætti kalla þetta að eiga góðan dag.

Íslenska landsliðið í handbolta hefur átt sitt besta blómaskeið frá upphafi vega síðustu misseri og náð bæði í silfurverðlaun og bronsverðlaun á stórmótum með því að eiga fleiri góða daga en áður var. 

Liðið hefur hins vegar ekki hampað gulli vegna þess að góðu dagarnir allir að lenda á réttum stöðum í tímalínunni og slæmu dagarnir að vera næstum því engir. 

Nú er eins og að góðu dögunum sé að fækka hjá liðinu og engu líkara en "dagsformið" fari veg allrar veraldar. 

Allar þjóðir mega eiga von á því að komast ekki inn á einstaka stórmót og má sem dæmi nefna Rússa og Svía, sem árum saman áttu tvö bestu handboltalið heims, en urðu síðan að sætta sig við hnignun. 

Það var ekki lítils virði fyrir Íslendinga  á sínum tíma, þegar þeir bæði unnu bug á "Svíagrýlunni" og áttu sinn þátt í að koma þeim út úr stórmóti. 

Nú er hætta á því að dæmið geti snúist við, að það verði "smáþjóð" á handboltasviðinu, Austurríkismenn, sem hendi Íslendingum út úr EM. 

Á síðasta heimsmeistaramóti áttu Íslendingar þrjá slæma keppnisdaga í röð en björguðu því þó fyrir horn að vera í hópi efstu þjóða. 

Slíka heppni er ekki hægt að treysta á að öllu jöfnu, og því eru Íslendingar nú í erfiðari stöðu en verið hefði, ef dagsformið hefði ekki verið svona slæmt í fyrri leiknum við Austurríkismenn. 


mbl.is Guðmundur: Biður þjóðina afsökunar(myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband