Færri góðir dagar?

Það er oft talað um "dagsformið" hjá íþróttafólki, bæði einstaklingum og hópum. Líka mætti kalla þetta að eiga góðan dag.

Íslenska landsliðið í handbolta hefur átt sitt besta blómaskeið frá upphafi vega síðustu misseri og náð bæði í silfurverðlaun og bronsverðlaun á stórmótum með því að eiga fleiri góða daga en áður var. 

Liðið hefur hins vegar ekki hampað gulli vegna þess að góðu dagarnir allir að lenda á réttum stöðum í tímalínunni og slæmu dagarnir að vera næstum því engir. 

Nú er eins og að góðu dögunum sé að fækka hjá liðinu og engu líkara en "dagsformið" fari veg allrar veraldar. 

Allar þjóðir mega eiga von á því að komast ekki inn á einstaka stórmót og má sem dæmi nefna Rússa og Svía, sem árum saman áttu tvö bestu handboltalið heims, en urðu síðan að sætta sig við hnignun. 

Það var ekki lítils virði fyrir Íslendinga  á sínum tíma, þegar þeir bæði unnu bug á "Svíagrýlunni" og áttu sinn þátt í að koma þeim út úr stórmóti. 

Nú er hætta á því að dæmið geti snúist við, að það verði "smáþjóð" á handboltasviðinu, Austurríkismenn, sem hendi Íslendingum út úr EM. 

Á síðasta heimsmeistaramóti áttu Íslendingar þrjá slæma keppnisdaga í röð en björguðu því þó fyrir horn að vera í hópi efstu þjóða. 

Slíka heppni er ekki hægt að treysta á að öllu jöfnu, og því eru Íslendingar nú í erfiðari stöðu en verið hefði, ef dagsformið hefði ekki verið svona slæmt í fyrri leiknum við Austurríkismenn. 


mbl.is Guðmundur: Biður þjóðina afsökunar(myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband