Þveröfugt við Íslendinga.

Eldsneytisverð í Noregi er eitt hið hæsta í Evrópu þótt landið eigi enn gjöfular olíulindir. Norðmenn nota peningana til þess að minnka misrétti kynslóðanna, sem felst í því að ein kynslóð hrifsi til sín allt sem hún kemur höndum yfir á kostnað komandi kynslóða.kur ár um miðjan síðasta áratug.

Íslendingar blésu út tilbúið "gróðæri" og þenslu frá 2002 til 2008 en í stað þess að nota hinn falska gróða til að greiða niður skuldir fjórfölduðum við skuldir heimilanna og fyrirtækjanna á þessum árum og súpum nú seyðið af því.

Við virðumst ekkert hafa lært af þessu því að nú er sóst eftir sem allra mestu bruðli með orkuauðlindina og því að stunda rányrkju á jarðvarmasvæðunum til að selja hana á spottprís til orkufrekasta iðnaðar sem til er. p1013580.jpg

Það er hægt að veita sér margt án þess að það kosti einhver ósköp eða mikla eyðslu. Eitt af því eru jöklaferðir, sem ég fer í sambandi við kvikmyndagerð mína. 

Í dag fór ég með minnsta jöklajeppa í heimi í skoðun. Þetta er Suzuki Fox ´86 fornbíll með Suzuki Swift GTI 101 hestafla vél sem er yfirdrifið afl fyrir 950 kílóa örjeppa, og samt er eyðslan innan við 9 lítrar á hundraðið. p1013572.jpg

32ja tommu dekk gefa honum flot á snjó á við öfluga fjallabíla, sem eru þrefalt þyngri. 

Ég hef farið tvær vorferðir með Jöklarannsóknarfélagi Íslands á honum og það má lesa um þær með því að smella inn á bloggpistla undir heitunum "Þjóðsagan um dýru jöklajeppana" eða "Vorferð".

dscf5472_1070652.jpg

Næst neðsta myndin hér á síðunni er tekin á Bárðarbungu og er stór jeppi þar að kippa í annan stóran en Súkkutítlan horfir sposk á.

Ágætt er að bílar séu af mismunandi stærð saman í ferðum.

Þeir bæta þá hverjir aðra upp með mismunandi eiginleikum sínum.

Súkkan var í vandræðum í krapa en naut sín að öðru leyti í ferðinni eins og myndirnar sýna. 

Neðsta myndin hefur af einhverjum tæknilegum ástæðum lent langt fyrir neðan hinar en á henni sjást hjölförin eftir Súkkuna vinstra megin en förin eftir þá stóru hægra megin.

Segja má að ferðin hafi endað í jafntefli: 

Þrisvar kipptu þeir stóru í Súkkuna en hún kippti þrisvar í þá! 

 

 

 

 

 

 

 

 dscf5462_1070655.jpg


mbl.is Norski olíusjóðurinn óx um 9,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantaði Gullfoss 1920?

Svo er að sjá að stór hópur Íslendinga geti varla lifað af daginn nema að biðja bænina: "Gef oss í dag vort daglegt ál." Nú sér maður á yfirlýsingu tveggja þeirra að búið sé að eyðileggja fyrir þeim síðust daga af því að þetta hafi vantað í upptalningu Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í vikunni.

Upptalningar af þessu tagi hafa forsætisráðherrar tíðkað svo lengi sem ég man eftir mér. Mér er enn í minni upptalning Steingríms Steinþórssonar 1950-53 um það þá var á dagskrá, Áburðarverksmiðja í Gufunesi, Sementsverksmiðja á Akranesi, virkjanir í Soginu og fleira. 

Í kringum 1920 var Jón Magnússon forsætisráðherra og 1922 tók Sigurður Eggerz við. Ekki er mér kunnugt um hvaða upptalningar þeir höfðu á hraðbergi en á þeim tíma voru á döfinni áform um að virkja Gullfoss og nota orkuna frá honum til að framleiða sprengiefni. 

Þeir Jón og Sigðurður gátu nefnt mörg brýn verkefni í langri upptalningu í veglausu landi með torfbæi. 

Virkjun Gullfoss var hlutfallslega margfalt stærra verkefni á þeim tíma en öll álverin til samans á okkar tímum. Samt efast ég um að þeir hafi tönnlast á Gullfossvirkjun í hverri upptalningarræðu sinni, sem var augljóslega lang "stærsta og þjóðhagslega mikilvægasta verkefnið" á þeim tíma svo notað sé orðalag áltrúarmanna nútímans. 

Einhvern veginn komst þjóðin af án virkjunar Gullfoss og nú skapar fossinn mun meiri gjaldeyristekjur óbeislaður en hann hefði gert virkjaður. 

Áltrúarmönnum virðist varla svefnsamt þessa dagana þegar þeir söngla

"Ál í hvert mál",

"Megi dagur hver álver þér færa"

og

"gef oss í dag vort daglegt ál"

og reyna að róa sig niður fyrir háttinn á kvöldin með því að söngla aftur og aftur: 

 

"Nú legg ég augun aftur

ó, ál, þinn náðarkraftur 

mín veri vörn í nótt. 

 

Æ, virst mig að þér taka. 

Mér yfir láttu vaka 

nýtt álver svo ég sofi rótt."

 

Það erfitt að skilja hvernig forsætisráðherrar Íslands fóru að því að sleppa Gullfossvirkjun úr hefðbundnum upptalningum sínum á helstu verkefnum sínum þau ár sem virkjunin var á dagskrá. 

 


mbl.is Álver vantaði í upptalninguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sést á myndinni af Frúnni?

557921.jpg

Það er skemmtileg tilviljun hvar myndin er tekin af TF-FRÚ, sem fylgir frétt um vélina á mbl.is.

Myndina tók RAX af vélinni þar sem hún stendur á flugbraut, sem nú er á 45 metra dýpi í leirpytti þeim, sem nefnist Hálslón, 45 ferkílómetrar og 25 kílómetra langt. 

Í baksýn er hinn grængróni Háls, sem lónið er kennt við, en er nú kominn á kaf í vatn og leir. 

Hann var 15 kílómetra "Fljótshlíð íslenska hálendisins" með nokkurra metra þykkum jarðvegi og fóru 40 ferkílómetrar af grónu landi þarna á hálendinu undir vatnið. 

Yfir Hálsinum gnæfir Snæfell fjær. 

Þótt ég hefði fengið bréflegt leyfi Náttúruverndarráðs til að lenda flugvél þarna og ekki væri hægt að finna nein för eftir það var ég kærður fyrir það í beinni sjónvarpsútsendingu nokkrum dögum fyrir kosningarnar og fylgdi með í fréttinni að við þessu lægi allt að 2ja ára fangelsi. 

Í kjölfarið fylgdi viðamikil rannsókn og málarekstur sem stóð út það ár þar til málið var látið niður falla. Héðan af verður ekki hægt að taka það upp vegna þess að á hverju ári sest þykkt leirlag ofan á þennan stað uns dalurinn verður fullur af drullu. 

Öll sú saga verður óborganlega fyndinn kafli í heimildarmyndinni "Örkin" þegar hún verður gerð, hvenær sem það verður. Kaflinn gengur undir vinnuheitinu "Vatnssósa Rósa" sem var gælunafn sem ég gaf Feroza-jeppa sem leikur aðalhlutverkið í kaflanum og gefur Christinu í sögu Stephen King ekkert eftir. 

Er sá kafli reyfarakenndur í meira lagi. Við sögu koma Árni Kópsson, tveir ráðherrar og Örkin og hefði enginn skáldsagnahöfundur getað látið sér detta annað eins í hug. 

Þessi kafli verður nauðsynlegur til að vega upp á móti öðrum köflum myndarinnar, sem eru heldur dapurlegri. 


mbl.is Frúin flýgur ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tók það of langan tíma?

Það hefur vafist fyrir alþjóðasamfélaginu of lengi að ákveða hvort og þá hvað skuli gera varðandi ástandið í Lybíu. Afleiðingin er sú að spurning er hvort flugbannið sé of seint fram komið og muni þar af leiðandi verða til ills eins.

Ekki verður sendur landher þangað og þá vaknar spurningin hvort hersveitir Gaddafís muni þá ekki hvort eð er geta haldið sínu striki og hertekið Benghazi og þau svæði, sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu. 

Eða hvort lofther vesturveldanna verði beitt gegn hersveitum Gaddafis og það talið nægja til að stöðva för þeirra. Þarna getur stefnt í athyglisverð hernaðarátök. 

Tímamót urðu í hernaðarsögunni 9. apríl 1940 þegar það réði úrslitum um innrás Þjóðverja í Noreg að þeir náðu frá upphafi algerum yfirráðum í lofti yfir landinu og notuðu þau til þess að gera sjóher bandamanna erfitt fyrir að beita sér. 

Yfirráð í lofti eru mismunandi áhrifarík eftir því hvernig landshættir eru. Þau gögnuðust Bandaríkjamönnum ekki í Vietnamstríðinu vegna þess hve skæruliðasveitir Vietkong áttu auðvelt með að leynast í skógunum og dreifa sér á meðal landsmanna. 

Eyðimerkurhernaður Rommels 1941-43 líktist um margt frekar sjóhernaði en hernaði við venjulegar aðstæður. Yfirráð í lofti yfir sjó svipar um margt til yfirráða í lofti yfir eyðimörk. 

En forsenda þess að svona yfirráð nýtist er sú að flughernum megi beita gegn hersveitum á landi eða sjó en ekki eingöngu gegn flugvélum.


mbl.is Öryggisráðið heimilar loftárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband