19.4.2011 | 22:31
Að verða líka 10 árum eldri.
Það er svolítið öfugsnúið að tala um að konur geti orðið tíu árum yngri á tíu vikum. Í fyrsta lagi er þetta ekki hægt í raun þó að þetta sé orðað svona. Auk þessi er skrýtið af hverju það eru bara konur, sem eiga að reyna þetta.
Með því er verið að leggja ofuráherslu á æskudýrkun kvenna og ríghalda í óraunhæfa líkamlega æsku í stað þess að orða þetta þannig, að verið sé með tíu vikna átaki að koma þátttakendum í þessu átaki í jafngott jákvætt andlegt og líkamlegt ástand og eins og það var tíu árum fyrr.
Þótt konur séu komnar á miðjan aldur geta þær verið enn meira heillandi en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir nokkrar hrukkur og önnur merki um að aldurinn sé að færast yfir.
Slík þroskamerki finnst mér jákvæð en ekki neikvæð og aðalatriðið fólgið í því að lengja líf sitt um tíu ár með heilbrigðara líferni og jákvæðri hugsun.
Ég myndi því breyta spurningunni: "Langar þig til að verða 10 árum yngri" í: "Langar þig til að verða tíu árum yngri og lifa tíu árum lengur?"
![]() |
Langar þig að verða 10 árum yngri? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2011 | 14:53
Finnska leiðin.
Þegar Finnar lentu í miklum þrengingum við fall Sovétríkjanna sem tók frá þeim gríðarlegan útflutning þangað, fóru þeir þá leið er þeir gengu í ESB að leggja áherslu á uppbyggingu menntakerfis og þekkingariðnaðar landsins og nýttu stuðnin ESB fyrst og fremst til þess.
Portúgalar voru hins vegar spenntastir fyrir uppbyggingu samgöngumannvirkja og verktakaiðnaðar með tilheyrandi fjölgun starfa við það.
Þessa sér stað í mörgum góðum og nýjum vegum í Portúgal en hins vegar er þjóðinn enn að mörgu leyti svo mikið á eftir öðrum Evrópuþjóðum hvað snertir menntunarstig og því sem því tengist, svo sem tölvueign og slíku, að Portúgal er enn við þröskuld þess að teljast þróunarland á ýmsum sviðum.
Það er ekki tilviljun að Finnar spjara sig um þessar mundir en Portúgalir eru á heljarþröm og þráuðust lengi við að viðurkenna ástandið. Finnska leiðin hefur reynst betur og engin furða að Finnar séu ekki spenntir fyrir því að leggja í púkk með öðrum ESB-þjóðum til að bjarga Portúgölum út úr þrengingum þeirra.
![]() |
Öllum undir 25 ára tryggð skólavist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2011 | 14:23
Málið er ekki einfalt.
Hver sá, sem kjörinn er til trúnaðarstarfa verður að hafa í huga vlja þeirra sem kusu hann.
Nýlegt dæmi um þetta er sá hluti yfirlýsingar Salvarar Nordal þegar hún þáði að taka sæti í Stjórnlagaráði, að miklu hefði ráðið vilji þeirra sem kusu hana til þess starfs.
Sama verð ég að segja um mína afstöðu. Ég fékk þau ákveðnu viðbrögð eftir á frá mörgum af þeim ca 24 þúsund kjósendum sem settu mitt nafn á kjörseðil að þeim líkaði ekki að vilji þeirra yrði hundsaður.
Meginatriðið er þó ávallt sannfæring og samviska þess sem kosinn er.
Í stjórnarsamstarfi tveggja flokka getur hvorugur aðilinn ætlast til þess að stefna síns flokks gildi í einu og öllu og að því leyti er það óbilgjarnt ef krafist er að stefna VG ríki á öllum sviðum stjórnarsamstarfsins og að samþykktir landsfundar flokksins eigi að gilda skilyrðislaust í allri stefnu og störfum ríkisstjórnarinnar.
Á hinn bóginn geta menn verið óánægðir með þau býti sem hvor flokkur um sig hefur út úr samstarfinu og við sjáum að það sveiflast sitt á hvað í hinum ýmsu málum. Í slíkum efnum sýnist ákvæði stjórnarsáttmálans eiga að vera það sem aðilar standi við en óánægjan getur samt orðið nógu mikil til að valda erfiðleikum í stjórnarsamstarfinu.
Þannig hefur andstaða Jóns Bjarnasonar og fylgismanna hans tafið fyrir sameiningu ráðuneyta, sem þó var atriði í stjórnarsáttmálanum en á hinn bóginn vitnar Samfylkingarfólk í það atriði stjórnarsáttmálans að ljúka aðildarumsókn að ESB og láta þjóðina síðan skera úr um niðurstöðuna í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ásmundur Einar Daðason var valinn sem frambjóðandi VG í Norðvesturkjördæmi af ákveðnum fjölda fylgismanna VG í kjördæminu.
Ég er ekki kunnugur því hve margir þeirra voru á Akranesi og að hve miklu leyti hann telur sig þurfa að taka tillit til ályktana einstakra félagasamtaka innan VG í kjördæminu.
Hann hlýtur einnig að taka tillit til þess að "órólega deildin" svonefnda verður ekki bundin við einstök kjördæmi heldur er vafalaust um að ræða klofning á landsvísu.
Sé svo telur hann vafalítið að hann sé fulltrúi óánægjuradda innan VG á landsvísu og geti að því leyti varið það fyrir þeim hluta flokksins að hann segi sig úr þingflokki hans.
Málið er ekki einfalt við svona aðstæður og samkvæmt eiði þeim sem þingmenn sverja í samræmi við ákvæði og anda stjórnarskrár verður það ávallt sannfæring og samviska viðkomandi þingmanns, sem verður að ráða.
![]() |
Skora á Ásmund Einar að segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)