Finnska leiðin.

Þegar Finnar lentu í miklum þrengingum við fall Sovétríkjanna sem tók frá þeim gríðarlegan útflutning þangað, fóru þeir þá leið er þeir gengu í ESB að leggja áherslu á uppbyggingu menntakerfis og þekkingariðnaðar landsins og nýttu stuðnin ESB fyrst og fremst til þess.

Portúgalar voru hins vegar spenntastir fyrir uppbyggingu samgöngumannvirkja og verktakaiðnaðar með tilheyrandi fjölgun starfa við það. 

Þessa sér stað í mörgum góðum og nýjum vegum í Portúgal en hins vegar er þjóðinn enn að mörgu leyti svo mikið á eftir öðrum Evrópuþjóðum hvað snertir menntunarstig og því sem því tengist, svo sem tölvueign og slíku, að Portúgal er enn við þröskuld þess að teljast þróunarland á ýmsum sviðum. 

Það er ekki tilviljun að Finnar spjara sig um þessar mundir en Portúgalir eru á heljarþröm og þráuðust lengi við að viðurkenna ástandið. Finnska leiðin hefur reynst betur og engin furða að Finnar séu ekki spenntir fyrir því að leggja í púkk með öðrum ESB-þjóðum til að bjarga Portúgölum út úr þrengingum þeirra. 


mbl.is Öllum undir 25 ára tryggð skólavist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hátt menntunarstig Finna á sér miklu lengri sögu en vera þeirra í ESB. Hluti ástæðunnar var viðvarandi atvinnuleysi og sú fílósófía að skárra sé að nota ríkisfé til menntunar heldur en til stuðnings þess að fólk bíði bara og bori í nefið.

En svo eru sumir sem láta eilífðarstúdenta fara í skapið á sér.

Hjá mér vann einu sinni Finni, - orðin 26 eða svo og þekkti ekkert nema skóla. Þetta var ca 1994 eða svo. Og þá þegar mjög algengt.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 15:01

2 identicon

- orðin 26 eða svo og þekkti ekkert nema skóla. Engin innsláttarvilla þarna, Jón Logi.

Ég var að verða 32 ára, þegar ég fór fyrst að vinna á mínu sviði fyrir alvöru kaupi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 15:10

3 identicon

Sjálfur var ég kominn yfir fertugt þegar ég komst fyrst á alvöru kaup. (altso togarakaup). En ég byrjaði á kaupi 9 ára og var farinn að borga skatta (incl. kirkjugarðsgjald) 12 ára.

Og....viðkomandi manneskja átti eftir mörg ár enn áður en hún komst á laun....

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 20:18

4 identicon

Frábært blog Ómar.

Hagkerfi framtíðarinnar þarfnast mikillar menntunar, enn meiri en áður,  þ.e. ef við viljum áfram vera  samkeppnishæf og með þeim ríkustu í heiminum. Þetta er líklega mikilvægasta sem við verðum að hafa á hreinu.

Á Íslandi er stefnana ekki menntunarstefna heldur atvinnustefna. Það á að byggja álver til að búa til störf. En ef einhver væri svo vitlaus að fullyrða að við ættum aðallega að mennta þjóðina til að búa til störf þá er væri sá hinn sami litinn ákveðnu hornauga. Íslendingar vilja einfaldlega störf sem hægt er að telja og þá strax en þeir gera sér ekki grein fyrir því að þjóðfélagið er ríkt út af menntun en ekki álverum eða fisk. Og þetta mun sífellt skipta meira og meira máli.

Egill A. (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband