Rétt skal vera rétt.

Undarlegt er að frétta af því að rökstudd kærumál skuli þurfa að koma upp vegna kosninga innan kirkjunnar, stofnunar, sem svo sannarlega þarf að hafa allt sitt á hreinu.

Gildir einu hvort ákvæði um frest til að póstleggja atkvæði hafi komið í veg fyrir að vilji kjósenda hafi skilað sér eða ekki. Annað hvort eru þessi ákvæði eða ekki og rétt skal vera rétt. 


mbl.is Kosning vígslubiskups kærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur grátlega hægt.

Metanvæðing íslenska bílaflotans gengur grátlega hægt. Þetta er sú breyting á orkunotkun fyrir bílaflotann sem gefur mikinnn ávinning umhverfislega séð, orkugjafinn er innlendur og þetta liggur langbeinast við, því að eftir sem áður geta metanbreyttir bílar gengið á bensíni og því er sú mótbára, að ekki sé hægt að vera frjáls að því að aka eins langt og þurfa þykir, ekki fyrir hendi.

Á metanbreyttum bíl eru bæði bensíngeymir og metangeymir og þegar metanið þrýtur er einfaldlega skipt yfir á metanið. Þegar metanstöð er komin á Akureyri verður það stórt stökk framávið. 

Það er ágætt millistig yfir í aðra nýja orkugjafa að knýja sjöttung bílaflotans með metani, en miðað við þá tiltölulega örfáu bíla sem komnir eru í umferð, gengur þetta grátlega hægt. 


mbl.is Metan gæti knúið 30.000 bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyddi tölvutæknin ástæðunni?

Ósýnilegt blek kann að hafa orðið mikilvægt í afmörkuðum tilfellum fyrir tæpri öld og því ástæða fyrir þá, sem bjuggu yfir vitneskju til að búa það til, að láta leynd hvíla yfir formúlunni fyrir gerð þess.

Og kannski væri þetta enn svona, ef tæknin hefði staðið í stað allan þennan tíma. 1976 hafði lítið breyst í þeim efnum en á síðustu áratugum hefur tölvutæknin og allt sem henni viðkemur áreiðanlega breytt þessu og það að "fótósjoppa" aðeins eitt af þeim brögðum sem notuð eru á okkar tímum til að falsa staðreyndir eða brengla þær. 


mbl.is CIA birtir gömul leyniskjöl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband