Rétt skal vera rétt.

Undarlegt er að frétta af því að rökstudd kærumál skuli þurfa að koma upp vegna kosninga innan kirkjunnar, stofnunar, sem svo sannarlega þarf að hafa allt sitt á hreinu.

Gildir einu hvort ákvæði um frest til að póstleggja atkvæði hafi komið í veg fyrir að vilji kjósenda hafi skilað sér eða ekki. Annað hvort eru þessi ákvæði eða ekki og rétt skal vera rétt. 


mbl.is Kosning vígslubiskups kærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er líka undarlegt að fólk sem var kosið ólöglegri kosningu til stjórnlagaþings, og er þ.a.l. umboðslaust, skuli samt sitja í launaðri vinnu við að koma með tillögur að stjórnarskrárbreytingum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.4.2011 kl. 18:46

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Glöggur ertur Gunnar. Og hvað segir Ómar nú yfir þessu.

Skyldi hann stinga sér í jökulsána sem prýðir forsíðuna, eins og Bjartur í Sumarhúsum gerð. Bjartur komst að vísu yfir á hreindýratarfi var það ekki einhvern vegin svoleiðis.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.4.2011 kl. 19:38

3 identicon

Tek undir með Ómari. Hörmulegt til þess að vita að ENN skuli skakkaföll skekja kirkjuna.   Nú er ekki farið eftir einföldum reglum um skilafrest. Það er óskiljanlegt að láta slíkt gerast, skapar spennu og leiðindi sem kirkjan mátti hreinlega ekki við! 

Þegar jafn fáir eru á kjörskrá og raun ber vitni til embættis vígslubiskups -einungis 151- ættu menn fyrirfram að tryggja 100% að vafamál sem þessi komi ekki upp.

Augljóslega geta þessi 2 atkvæði skipt sköpum fyrir stöðu frambjóðenda!

Hulda Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 17:33

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hæstiréttur kvað upp úrskurð (álit) um kosningarnar, ekki dóm. Hann neitaði að láta endurtelja, hefur sennilega talið það óþarft.

Úr því að verið er að vefengja það að ég hafi fengið neitt umboð, er þess að geta að 24 þúsund manns settu nafn mitt á kjörseðla sína og ég þurfti aðeins um 6000 heildaratkvæði til þess að vera í hópi þeirra 25 sem efstir voru. 

Engum hefur dottið í hug að mögulegt hafi verið að svindla með alls 18000 atkvæðaseðla þannig nafni mínu væri eftirá troðið þar inn, enda sagði Hæstiréttur að það hefði verið "verulegur annmarki" að ekkert okkar hefði haft fólk á okkar snærum til að vera við talninguna til þess að nýta okkur hinn "verulega annmarkann" sem var sá að við hefðum getað haft njósnara á kjörstað til að fara inn í kjörklefa og horfa yfir axlir kjósenda til að skrifa niður hjá sér að meðaltali 60 tölustafi, sem voru á hverjum kjörseðli! 

Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar hefur það verið "verulegur annmarki" á öllum kosningum síðustu áratuga hér á landi að talið hafi verið síðustu klukkustundirnar fyrir luktum dyrum og út af þessu þorðu menn ekki að gera þetta í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave með þeim afleiðingum að fyrstu tölur birtist sem því svaraði seinna. 

Ef Hæstiréttur Íslands hefði verið látinn úrskurða um kosningar í öðrum Evrópulöndum síðustu áratugi hefðu þær verið dæmdar ógildar tugum saman þar sem þær voru með sömu "annmörkum" og stjórnlagakosningarnar s. l. nóvember. 

Ekki er vitað til þess að kosningar hafi verið dæmdar ógildar þrátt fyrir þessa "annmarka" í nokkru landi í Evrópu. 

En þessi býsn eru raunar ekki aðalatriðið. 

Hæstiréttur úrskurðaði ekki að Alþingi væri hér eftir bannað að skipa nefndir á sínum vegum því að fyrir því er traust lagaheimild. 

Þeir sem kærðu kosningarnar í haust hefðu vafalaust kært skipan stjórnlagaráðs ef þeir hefðu talið það gefa einhverja minnstu möguleika á að hún yrði dæmd ógild. 

En ef þeir hefðu gert það og Hæstiréttur úrskurðað skipan ráðsins ólöglega, hefðu um leið verið úrskurðað, að allar skipanir Alþingis í nefndir á sínum vegum væru ógildar frá upphafi vega, þar með taldar allar fyrri stjórnlaganefndir, sem starfað hafa að mestu árangurslaust frá 1944. 

Við erum ekki frekar "umboðslaus" en þessar stjórnlaganefndir og hvað mig snertir persónulega úr því að eftir því er leitað, er líkurnar á því að 24-28 þúsund kjósendur hafi sett nöfn okkar Salvarar Nordal og Þorvalds Gylfasonar á kjörseðla sína svo miklar, og líkurnar svo fráleitar á því að möndlað hafi verið með 18-22 þúsund atkvæði á seðlum með okkar nöfnum, að ég get ekk séð hvernig "umboðsleysinu" á að vera háttað. 

Ómar Ragnarsson, 21.4.2011 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband