21.4.2011 | 22:26
Engin venjuleg strönd.
Sigling kajakmanna, sem hófst fyrir tæpum fjórum vikum á Húsavík gefur til kynna að sú ætlan að sigla í kringum landið á þessum árstíma er í litlu samræmi við þær aðstæður sem ríkja við Íslandsstrendur á einhverju vindasamasta svæði heims.
Eina huggunin fyrir þá þegar svona hægt gengur er sú, að heppilegasti tíminn til þess að róa erfiðasta kaflann frá Hornafirði vestur að Landeyjahöfn, ef það verður þá fært að róa inn í hana, verður þegar komið er fram í júní.
Vonandi hafa þeir þolinmæði og tíma til þess að fara að öllu með þeirri gát sem nauðsynleg er til þess að sætta sig við það að komast ekki alla leiðina fyrr en síðsumars, ef þeir komast á yfirleitt alla leið.
![]() |
Kajakmenn komust fyrir Font en urðu að snúa við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2011 | 13:58
Að lifa um efni fram.
Allt frá því ég man fyrst eftir mér hefur það verið helsta vandamál okkar Íslendinga, eftir að við vöndumst uppgripum og þenslu stríðsáranna, að sækja í það að eyða um efni fram.
Þetta kom meðal annars fram í stöðugum neikvæðum vöruskiptajöfnuði árum og áratugum saman.
Hegðun okkar hefur oft verið lík og hjá hundum Pavlovs að það eitt hefur nægt að nefna einhvað sem minnir á þenslu og eyðslu, - þá höfum við slefað af löngun í gæðin.
Ég hef áður minnst á eitt klassískasta dæmið frá miðsumri 2002 til hausts 2003, þegar hér fór af stað meiri þensla en dæmi hafði verið um um áraraðir vegna þess eins og Alcoa undirritaði samninga um Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði.
Á núvirði nam þessi þensla 20-30 milljörðum og skynugur sérfræðingur í Seðlabankanum, sem undraðist þetta, tók sér fyrir hendur að rekja ástæður þessa.
Ekki gátu þær verið framkvæmdirnar fyrir austan því að þær hófust ekki fyrr en ári síðar og enga aðra ástæðu að finna.
Að lokum komst hann að því að 85% af þenslunni og "gróðærinu" stafaði af því að fólk rauk til tugþúsundum saman og tók sér yfirdrátt á kreditkortum sínum til þess að kaupa sér bíla og hvers kyns gæði.
Vorið 2003 vann Framsóknarflokkurinn síðasta sigur sinn á grundvelli loforða um stóraukin húsnæðislán, sem áttu sér enga raunverulega innistæðu og þar með fór lánasprengingin af stað þegar hinir nýlega einkavinavæddu bankar þustu af stað í bullandi lánveitingasamkeppni.
Erfitt er að sjá hver grundvöllurinn er að vaxandi innkaupum landans á erlendri þjónustu og varningi nema svipuð viðbrögð og hjá hundum Pavlovs við orðum eins og "hagvaxtarspá", "Helguvík", "Búðarhálsvirkjun" o. s. frv.
Okkur virðist tamara að eyða fé en fjárfesta.
![]() |
Hagvaxtarhorfur versnuðu til muna á örfáum mánuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2011 | 11:45
Kemur sumarið jafn snöggt og veturinn kom?
Fyrir sex mánuðum gekk vetur mjög snögglega í garð og bar þessa ákveðnu vetrarkomu nokkurn veginn upp á fyrsta vetrardag. Viku fyrr hafði verið hlýindabylgja á landinu um alllanga hríð með 10-15 stiga hita.
Undanfarnar vikur hefur verið óvenju þrálát vindatíð með snjókomu og éljagangi og því hið besta mál fyrir mig að vera nú staddur í Portúgal þar sem sól skín í heiði í logni og meira en 20 stiga hita.
Við erum hér hjónin í heimsókn í sumarhúsi Ninnu og Óskars, dóttur og tengdasonar, og fjölskyldu þeirra og það er mikið fjör.
En sumarið er víst að "bresta á" á Íslandi eins og Bubbi myndi orða það, en þarf að vísu allmikinnn vind til.
Bestu sumar- og páskakveðjur heim og sérstakar afmæliskveðjur til Rúriks Andra Þorfinnssonar, sonarsonar okkar, sem á 19 ára afmæli í dag.
![]() |
Ofanhríð og hálka á fjallvegum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)