Bom Jesus do Monte.

p1013689.jpgKrossfestingarathafnirnar á Filippseyjum sýnast vera einum of mikið af slíku. 

Nær væri að gera eitthvað í þá veru sem Íslendingar og Portugalir gera til að minnast pínu og dauða Krists.

Við eigum Passíusálmana en Portúgalir eiga Bom Jesus do Monte, og gríðarmikla göngu og trúarathöfn í borginni Braga, sem fram fer á föstudaginn langa á hverju ári. '

Í hlíðar fjalls sem gnæfir yfir borgina er eitthvert sérstæðasta trúarmannvirki Portúgals og þótt víðar væri leitað, Bom Jesus do Monte, reist á 91 ári frá 1722 til 1811. 

Raðað er upp bratta hlíðina 14 stórum stöllum með hundruðum þrepa, og eru 14 litlar kapellur á hverjum stalli, en leiðin þarna upp er helguð göngu Krists með krossinn og efst gnæfir kirkja sem sömuleiðis á sterka skírskotun til píslar og dauða Krists. p1013693.jpg

Föstudaginn langa hvert ár er mikil sýning í Braga, ganga helguð göngu Krists með krossinn, og með því að ganga alla hina löngu leið upp stallana í Bom Jesus do Monte, kannski með hæfilega þunga byrði, er hægt að minnast pínu og dauða Krists með því að nota mannvirki, sem er portúgölsk hliðstæða við hina íslensku Passíusálma. 

Set hér með myndir úr ferð okkar hjóna með lunganum af fjölskyldu Óskars Olgeirssonar og Jónínu Ómarsdóttur, þeim hjónum og börnunum Olgeiri, Auði og Stellu Björg. 

Heima á Íslandi var að þessu sinni elsta barn þeirra hjóna og elsta barnabarn okkar, Ómar Þór. 

Á efri myndinni standa hjónin með börnunum þremur með stallana, kapellurnar og tröppurnar í baksýn, en á neðri myndinni setur Stella Björg sig í krossfestingarstellingu við einn af ótal myndskreyttum veggjum þessa fræga og óvenjulega mannvirkis. 


mbl.is Krossfestir á hverju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mótmæla rigningunni.

Á ferð um Portúgal með viðkomu í Bretlandi sést að eldsneytisverð er í hæstu hæðum í þessum löndum og raunar um allan heim, og að eldsneytisverð er alls ekki hæst á Íslandi.

Hækkandi eldsneytisverð er óhjákvæmileg afleiðing af þverrandi olíulindum heims og óróa í heimsmálum. 

Að mótmæla því er eins og að mótmæla rigningum, sem hafi skollið á vegna áhrifa af hlýnandi loftslagi af mannavöldum. 


mbl.is Mótmæla eldsneytishækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týnda teskeiðin.

Morðið á konu í Kína eftir að ekið hafði verið á hana virðst dæmalaust að öllu leyti, bæði villimannlegt og heimskulegt. Samt er fyrirbæri af þessum toga þekkt frá öllum tímum og eru þeirra á meðal tvö íslensk morð, sem framin voru fyrir nokkrum áratugum. 

Í fyrra tilfellinu kom til átaka á milli tveggja pilta og umrennings í sandgryfjum í Kópavogi og fóru þau úr böndunum vegna þess að piltarnir stórslösuðu umrenninginn. 

Þeir stóðu frammi fyrir tveimur slæmum kostum:

Að kalla á sjúkrabíl og játa á sig verknaðinn, en fyrir hann hefðu þeir líkast til fengið einhverja fangavist en þó ekki langa. 

Hinn kosturinn var sá að "ganga alveg frá honum" og flýja og freista þess að sleppa alveg við afleiðingarnar af gerð sinni. 

Þeir völdu síðari kostinn en morðið komst upp. 

Hitt atvikið fólst í því að þekktur maður, sem lenti í fíkniefnaneyslu freistaðist til að fara inn í íbúð til að stela þar en var svo óheppinn að kona, sem hafði þann starfa að þrífa íbúðina, kom inn í þeim svifum. 

Hann bað hana um að þegja yfir atvikinu en hún neitaði. 

Þar með átti hann um tvo kosti að velja: 

Að hún kærði hann fyrir innbrotið og að það myndi valda honum óskaplegum álitshnekki. 

Eða að "ganga frá henni" og sleppa alveg. Ólán hans var að við hendina var stór hamar sem hann greip og barði konuna með í höfuðið og banaði henni. 

Hann valdi sem sé síðari kostinn en slapp ekki, því að málið upplýstist. 

Það, að standa frammi fyrir tveimur slæmum kostum er þekkt fyrirbæri, meðal annars í flugsögunni.

Eiga annars vegar um það að velja að taka á sig óþægindi og vinna úr þeim, - 

eða hins vegar möguleika á að taka tiltölulega litla áhættu og sleppa alveg. 

Flugsagan kann að greina frá mörgum svona tilfellum, meira að segja íslensk flugsaga, að eftir að menn voru byrjaðir á að velja á milli tveggja kosta af þessum toga, varð valið sífellt áhættusamara og endaði með ósköpum af því að þetta var eins og fjárhættuspil, ekki auðvelt að sjá hvenær væri komið að því að breyta um eðli ákvörðunarinnar. 

Kjartan Ragnarsson skrifaði á sínum tíma frábært leikrit, "Týnda teskeiðin", sem lýsti svona aðstæðum, sem sé þeim að fyrir slysni banaði lögreglumaður í litlu heimapartíi heilsuveilum manni, þegar hann ætlaði að sýna á honum áhrif haustaks.

Hin örfáu vitni stóðu frammi fyrir tveimur kostum: 

Annars vegar að kalla á sjúkralið, sem var raunar of seint. 

Hins vegar að láta manninn hverfa. 

Meginstefið í ákvörðuninni var þetta:  Þetta var aðeins slys sem enginn gat séð fyrir og hinn látni verður hvort eð er ekki vakinn til lífsins. Við eigum auðvelt með að láta hann hverfa. Enginn vissi að hann var hér. 

Ég tel ekki ástæðu til að rekja þetta frekar en leikritið var gott og lærdómsríkt og mætti vel sýna það aftur að mínum dómi. 


mbl.is Myrti konu eftir að hafa ekið á hana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband