Bom Jesus do Monte.

p1013689.jpgKrossfestingarathafnirnar á Filippseyjum sýnast vera einum of mikið af slíku. 

Nær væri að gera eitthvað í þá veru sem Íslendingar og Portugalir gera til að minnast pínu og dauða Krists.

Við eigum Passíusálmana en Portúgalir eiga Bom Jesus do Monte, og gríðarmikla göngu og trúarathöfn í borginni Braga, sem fram fer á föstudaginn langa á hverju ári. '

Í hlíðar fjalls sem gnæfir yfir borgina er eitthvert sérstæðasta trúarmannvirki Portúgals og þótt víðar væri leitað, Bom Jesus do Monte, reist á 91 ári frá 1722 til 1811. 

Raðað er upp bratta hlíðina 14 stórum stöllum með hundruðum þrepa, og eru 14 litlar kapellur á hverjum stalli, en leiðin þarna upp er helguð göngu Krists með krossinn og efst gnæfir kirkja sem sömuleiðis á sterka skírskotun til píslar og dauða Krists. p1013693.jpg

Föstudaginn langa hvert ár er mikil sýning í Braga, ganga helguð göngu Krists með krossinn, og með því að ganga alla hina löngu leið upp stallana í Bom Jesus do Monte, kannski með hæfilega þunga byrði, er hægt að minnast pínu og dauða Krists með því að nota mannvirki, sem er portúgölsk hliðstæða við hina íslensku Passíusálma. 

Set hér með myndir úr ferð okkar hjóna með lunganum af fjölskyldu Óskars Olgeirssonar og Jónínu Ómarsdóttur, þeim hjónum og börnunum Olgeiri, Auði og Stellu Björg. 

Heima á Íslandi var að þessu sinni elsta barn þeirra hjóna og elsta barnabarn okkar, Ómar Þór. 

Á efri myndinni standa hjónin með börnunum þremur með stallana, kapellurnar og tröppurnar í baksýn, en á neðri myndinni setur Stella Björg sig í krossfestingarstellingu við einn af ótal myndskreyttum veggjum þessa fræga og óvenjulega mannvirkis. 


mbl.is Krossfestir á hverju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta sýnir bara hvað trúarnöttararnir eru klikkaðir

Óskar Þorkelsson, 23.4.2011 kl. 07:35

2 identicon

Þú áttar þig vonandi á því einn góðan veðurdag.. Omar; Að kaþólska kirkjan bjó til sögurnar um hann Jesú.
Ferlegt að fara með svona lygasögu á bakinu í gröfina mar.. ha, ekki satt.

doctore (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband