26.4.2011 | 20:46
Ljós í myrkrinu.
Hrun efnahagskerfisins, eldgos í Eyjafjallajökli, - þetta voru áföllin, sem yfirskyggðu flest í lífi Íslendinga í fyrra og ekki bjart um að litast, einkum þá myrku daga þegar öskufall dundi á bændum við jökulinn.
Ég taldi strax að gosið myndi verða okkur til góðs í heildina litið þegar upp yrði staðið og það er að koma æ betur í ljós.
Í fyrra vann fréttastofa Sjónvarpsins til eftirsóttra verðlauna Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva og nú hafa íslenskir flugumferðarstjórar unnið ekki minna afrek.
Þetta eru ljós í myrkrinu og vonandi ekki hin síðustu sem munu kvikna.
![]() |
Íslenskir flugumferðarstjórar fá viðurkenningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2011 | 16:22
Misrétti.
Stór hópur fatlaðra býr við þau kjör að það er ekki hægt að segja við þetta fólk: Ef eldsneytið er of dýrt, labbið þið bara, hjólið eða takið strætó!
Framundan eru ár og áratugir þar sem þarf að huga sérstaklega að högum þessa fólks til að koma í veg fyrir að það lendi í ástandi sem er ekki hægt að líkja við neitt nema stofufangelsi.
![]() |
Hvorki efni á mat né bensíni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.4.2011 | 10:22
Verður hann eins og Kastró?
Ef nokkur stjórnmálaleiðtogi hefur verið fleinn í holdi Bandaríkjamanna er það Fidel Castro, en síðan 1959 hafa á annan tug manna setið í forsetastóli í Bandaríkjunum.
Tilraunir CIA til að koma honum fyrir kattarnef eru fleiri en tölu verður á komið, enda alveg sérstaklega neyðarlegt fyrir Bandríkin að hafa fjandsamlegt kommúnistaríki alveg sem næsta nágranna.
Þegar Rússar gáfu eftir í Kúbudeilunni virtist um sinn sem það hefði verið alger ósigur fyrir þá.
Svo var þó ekki, því að í staðinn fengu þeir því framgengt að Bandaríkin réðust ekki inn í Kúbu og það hefur haldið í 60 ár, allt frá hinni misheppnuðu Svínaflóaárás 1961.
Bandaríkjamenn hata Osama bin Laden enn meira en Kastró, en miðað við það hvað bin Laden hefur sloppið ævintýralega fram að þessu er alveg eins líklegt að hann verði enn á ferli árið 2062, meira en 60 árum eftir að hann slapp fyrst og að hann hafi þá þraukað af sér á annan tug Bandaríkjaforseta.
![]() |
Ferðir bin Laden kortlagðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)