"What have they done to the rain?"

Ofangreind setning var grunnlínan í vinsælu lagi með sama nafni á hippatímanum þegar óttinn við eyðandi kjarnorkustríð var hvað mestur.

Sú ógn sem stafar af hinni fáránlega miklu kjarnorkuvopnaeign stórveldanna er ekki viðunandi því að hún er svo lúmsk og hrikaleg.  Geislun frá Fukushima eða öðru slíku veri er barnaleikur miðað við eyðandi kjarnorkustríð. 

Því miður gengur allt of hægt að minnka kjarnorkuvopnaforða heimsins. Þess vegna er lagið "What have they done to the rain" í fullu gildi meðan þessi ógn er látin viðgangast. 

Í tvö skipti hefur heimurinn verið á barmi kjarnorkustyrjaldar, fyrst í Kúbudeilunni og síðar munaði enn minna á níunda áratugnum að slíkt gereyðingarstríð brytist út vegna bilunar í viðvörunarbúnaði, sem hefði getað sett allt af stað fyrir mistök. 


mbl.is Óttast geislavirkt regn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tveimur flugslysum á sama degi.

Kannski er það heimsmet að lenda í sex náttúruhamförum í einu og sama ferðalaginu eins og Svanstrom hjónin gerðu fyrstu mánuðina eftir að þau giftu sig.

En hér á Íslandi var líklega sett heimsmet fyrir um 35 árum, þegar fólk, sem var á flugi yfir Mosfellsheiði að vetrarlagi í lítilli fjögurra manna flugvél lenti í tveimur flugslysum sama daginn. 

Flugvél þeirra brotlenti síðla dags nokkra kílómetra fyrir sunnan veginn yfir Mosfellsheiði og kom þyrla varnarliðsins til að sækja þau og flytja slösuð til Reykjavíkur. 

Í flugtakinu með slasaða fólkið missti þyrlan flugið, skall til jarðar og stórskemmdist og þurfti að gera út leiðangur til að sækja alla sem lentu í því slysi. 

Ég man vel eftir þessu því að ég fór sem fréttamaður á staðinn til þess að fjalla um þetta. 

 


mbl.is Lentu í sex náttúruhamförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband