Komið í áfangaskjal Stjórnlagaráðs.

Það er ekki sjálfgefið að kynhneigð verði tiltekin í upptalningu í mannréttindaákvæði nýrrar stjórnarskrár um helstu hópa fólks, sem tryggt verði að njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna.

Til eru þeir sem vilja helst enga svona upptalningu og telja, að orðin "allir njóti jafnréttis fyrir lögum..." sé nóg. 

En í mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland hefur gerst aðili að, er kynhneigð tilgreind í þessari upptalingu, og upptalningin sjálf er ekki sett fram til að segja, að aðeins í tilgreindum tilvikum skuli jafnrétti ríkja, heldur eru orðin "...svo sem..."beint á undan upptalningunni og atriðin í  rununni er þangað komin vegna þess að orðin um að allir skuli njóta jafnréttis hafa einfaldlega ekki dugað í þessum tilfellum. 

Geta má þess að í stjórnarskrá Bandaríkjanna voru þegar í upphafi almenn ákvæði um mannréttindi, en þó voru þau fótum troðin í átta áratugi hvað þrælahald snerti og misréttið ekki upprætt að fullu fyrr en 200 árum síðar. Þess vegna eru orðin "litarháttur" og "uppruni" tilgreind í upptalningunni, sem nú liggur fyrir í þeim texta sem er í mannréttindaákvæðum nýrrar stjórnarskrár í áfangaskjali Stjórnlagaráðs. 

Þetta er nefnt áfangaskjal til að árétta, að endanlegur og geirnegldur texti mun ekki liggja fyrir fyrr en á allra síðustu dögum í vinnu Stjórnlagaráðsins. 


mbl.is Hinsegin dagar fengu mannréttindaverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og þegar Che Guevara var drepinn.

Það er nú að koma fram sem ég óttaðist og tjáði á bloggi við lát Osama bin Ladens, að dráp hans gæti haft svipaðar afleiðingar og þegar Che Guevara var drepinn á sínum tíma.

Hann varð við það píslarvottur og tákn fyrir andúð margra í Mið- og Suður-Ameríku á heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. 

Bolir og fleira með myndum af Osama bin Laden hafa farið víða um Asíu og Afríku og mun það jafnvel færast í aukana við lát hans líkt og gerðist á sínum tíma varðandi Che Guevara. 

Átökin og gjáin á milli ríkra og fátækra þjóða í heiminum mun því miður varla minnka við dráp Osama.

Undirrótin liggur miklu dýpra en svo að einn maður lífs eða dauður breyti miklu um það. 


mbl.is Aukin andstaða við Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband