26.5.2011 | 22:27
Gildi öryggisatriða ekki alltaf augljós.
Atvik á borð við það þegar flugmaður fékk aðsvif í flugi í Klettafjöllunum leiða hugann að því hvort og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að svona lagað gerist.
Árum saman var það svo, að flugmenn þurftu með reglulegu millibili að fara í afar dýrar og ítarlegar skoðanir í öryggisskyni.
Fyrir nokkrum misserum tók maður nokkur sig til og gerði ítarlega úttekt á árangri þessara viðamiklu skoðnar á flugmönnum.
Í ljós kom rmunum að árangurinn af því að vera með svona miklu ítarlegri og dýrari skoðanir var sáralítill og í engu samræmi við kostnaðinn. Þessum miklu fjármunum væri miklu betur varið í að efla önnur öryggisatriði þar sem árangurinn yrði meiri.
Í samræmi við þetta hefur kröfum verið breytt.
Þess má geta að það hefur komið fyrir að atvinnuflugmenn hér á landi hafi fengið hjartaáfall án þess að nokkur leið væri að sjá það fyrir.
Einn af reyndustu flugmönnum okkar dó úr slíku áfalli þar sem hann stóð á jörðu niðri við flugvél sína.
Ef maður skoðaði líkurnar á því að hann hefði fengið þetta áfall í flugi voru þær sáralitlar miðað við þann flugtíma sem hann flaug árlega.
Og vafasamt er að miklu dýrari og ítarlegri hjartarannsókn hefði skilað neinu. Stundum er engin leið að sjá svona fyrir.
Sem dæmi get ég nefnt að þegar ég flaug með einn af þekktustu vísinamönnuustlegur. m landsins 75 ára gamlan í Lakagífa hljóp hann upp á gígana eins og unglingur, enda grannur og hraustlegur.
Hann lést úr hjartaáfalli og mér var sagt að þegar læknar gættu að hefðu æðarnar verið gerónýtar.
![]() |
Hefur þú einhverja reynslu af því að fljúga? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.5.2011 | 17:58
Samband manns og náttúru eru mannréttindi.
Ég hef oft orðað það svo að við Íslendingar höfum landið að láni frá afkomendum okkar og séum með það í vörslu fyrir mannkynið allt eins og safnverðir, sem sjá um varðveislu dýrgripa.
Með ákvæðinu um náttúruauðlindir Íslands er tekið á því að við höfum landið að láni frá afkomendum okkar og með því að segja að þær séu ævarandi eign þjóðarinnar og nýtingin í samræmi við sjálfbæra þróun er jafnréttis kynslóðanna tryggt og sameiginleg eign þeirra á auðlindunum.
Hvað varðar þá hugsun að náttúran sé þrátt fyrir þetta ekki beinlínis eign okkar heldur séum við vörslumenn þeirra fyrir mannkynið allt, þá lít ég á tillögurnar um ævarandi "eign" okkar á þeim sem praktiska útfærslu á því.
Spurningin um meðferð okkar á yfirráðasvæði Íslands og nýtingu þess snýst í raun um fólkið og rétt þess frekar en náttúruna sjálfa.
Í stjórnarskrám annarra landa er víða fjallað um þetta í tengslum við mannréttindi og það var jú mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sem gerði athugasemd við íslenska kvótakerfið.
![]() |
Ævarandi eign þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2011 | 01:22
Ein af tíu merkilegustu eldstöðvum jarðar.
Jarðvísindamenn hafa í alþjóðlegu verki valið tíu merkilegustu eldstöðvar jarðar, þar af sjö ofansjávar.
Ein þessara sjö eldstöðva eru Grímsvötn.
Hekla, Snæfellsjökull, Fujijama, Kilimanjaro, Vesuvius og fleiri þekktustu eldfjöll jarðar komast þar ekki á blað.
Grímsvötn komast svona hátt vegna hins einstæða samspils ísss og elds sem þar er.
Slík eldfjöll eru fleiri og stórkostlegri hér en annars staðar og Grímsvötn eiga íslenska keppinauta svo sem Kötlu og Kverffjöll.
Eyjafjallajökull sýndi líka takta.
Ég hef áður bloggað um þetta og þið getið fundið það með því að nota leitarreitinn vinstra megin á síðunni og sett þar inn orð eins og "Grímsvötn", "Vorferð Jöklarannsóknarfélagsins" o. s. frv.
Ég ætla að setja hér inn eina og eina mynd eftir hendinni, sem teknar voru í flugferð í Grímsvötn í kvöld og er þar horft ofan í hið risavaxna gímald, sem gígurinn er og sést að bráðnandi ísinn er byrjaður að mynda sjóðandi tjarnir eða stöðuvötn. Af þessum einstæðu vötnum dregur Vatnajökull nafn.
Það var erfitt að komast í Grímsvötn í dag, aðeins hægt að komast þangað í krókaleiðum og úr norðri.
Það gekk á með skúrum og það var ókyrrt eins og sást á kvikmyndum sem teknar voru í þessari ferð.
Á leiðinni austur mætti ég nokkrum jöklajeppum á leið frá Jökulheimum til byggða og maður iðar í skinninu að fara á minnsta jöklajeppa landsins eða minnsta Toyotajöklajeppa landins þarna upp eftir.
En Stjórnlagaráð verður að hafa sinn gang og þar er í gangi heillandi vinna.
Ofan á eldgosið bættist síðan það verkefni að halda flugvöllum landsins opnum með því að fljúga stöðug mælingaflug á flugleiðunum út frá Suðvesturhorninu, alls sex ferðir.
![]() |
Minnkandi gosvirkni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)