Gildi öryggisatriða ekki alltaf augljós.

Atvik á borð við það þegar flugmaður fékk aðsvif í flugi í Klettafjöllunum leiða hugann að því hvort og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að svona lagað gerist.

Árum saman var það svo, að flugmenn þurftu með reglulegu millibili að fara í afar dýrar og ítarlegar skoðanir í öryggisskyni. 

Fyrir nokkrum misserum tók maður nokkur sig til og gerði ítarlega úttekt á árangri þessara viðamiklu skoðnar á flugmönnum. 

Í ljós kom rmunum  að árangurinn af því að vera með svona miklu ítarlegri og dýrari skoðanir var sáralítill og í engu samræmi við kostnaðinn.  Þessum miklu fjármunum væri miklu betur varið í að efla önnur öryggisatriði þar sem árangurinn yrði meiri.

Í samræmi við þetta hefur kröfum verið breytt. 

Þess má geta að það hefur komið fyrir að atvinnuflugmenn hér á landi hafi fengið hjartaáfall án þess að nokkur leið væri að sjá það fyrir. 

Einn af reyndustu flugmönnum okkar dó úr slíku áfalli þar sem hann stóð á jörðu niðri við flugvél sína. 

Ef maður skoðaði líkurnar á því að hann hefði fengið þetta áfall í flugi voru þær sáralitlar miðað við þann flugtíma sem hann flaug árlega. 

Og vafasamt er að miklu dýrari og ítarlegri hjartarannsókn hefði skilað neinu. Stundum  er engin leið að sjá svona fyrir. 

Sem dæmi get ég nefnt að þegar ég flaug með einn af þekktustu vísinamönnuustlegur. m landsins 75 ára gamlan í Lakagífa hljóp hann upp á gígana eins og unglingur, enda grannur og hraustlegur.

Hann lést úr hjartaáfalli og mér var sagt að þegar læknar gættu að hefðu æðarnar verið gerónýtar. 


mbl.is „Hefur þú einhverja reynslu af því að fljúga?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hægrisætis-íbúinn getur reynst ómetanlegur, hvað þá ef að hann kann eitthvað að tjónka við frú, í eintölu eða fleirtölu. (Lesist sem stjórntæki einkaflugvélar)

Ætið reiðubúinn í það hægra hjá þér, þó að mér sýnist nú pumpan vera að virka allvel hjá þér ennþá. 

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 22:42

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ómar þú þarft aðeins að laga næst síðustu málsgreinina.

Viggó Jörgensson, 27.5.2011 kl. 00:36

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

velti fyrir mér hvor rútubílstjórar eða strætóbílstjórar séu ekki látnir ganga í gegnum svipaða "heilsuskoðun" og td flugmenn - spyr kanski eins og bjáni

Jón Snæbjörnsson, 27.5.2011 kl. 08:29

4 identicon

Hverskonar skrif eru þetta eiginlega? Auðvitað eiga flugmenn að fara í læknisskoðun með reglulegu millibili. Þær eru ekkert svo dýrar, allaveganna ekki í einu ríkasta landi heims, Sviss, og í flestum tilfellum borga flugfélögin. Sjúkdómsgreiningar eru í dag mjög góðar, en auðvitað ekki 100% og aldrei betri en læknirinn sem framkvæmir þær. Hinsvegar er það kunnugt, að margir flugmenn gefa ranga skýrslu og eru ekki hreinskilnir við læknirinn. En þetta vita læknar og taka því ekki of mikið mark á slíkum upplýsingum. Ef aðeins einn flugmaður væri í cockpit, myndu miklu fleiri flugmenn falla á “prófinu”.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 10:01

5 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Jón aths. 3

Ég hef verið atvinnubílstjóri á stórum bílum lungann úr minni starfsæfi og það er ekkert tékk á heilsu þeirra ................

Eyþór Örn Óskarsson, 29.5.2011 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband