27.5.2011 | 17:04
"Vísindin efla alla dáð"
"Vísindin efla alla dáð.." orti skáldið og það á við um notkun tækja og tækni til að stytta þann tíma sem flugvellir eru lokaðir vegna ösku frá eldgosum.
Þetta á við um tækin sem sagt er frá í tengdri frétt en hinu má ekki gleyma, að úrslitum réði einnig að hægt var með íslenskri tækni í samvinnu við háskólann í Dusseldorf að fylgjast með öskumagni í lofti með mælingum.
Ég minni á bloggpistil minn á eyjan.is með yfirskriftinni "Jónas Elíasson og Sverrir Þóroddsson" um þetta efni.
![]() |
Mælitæki tryggðu að hægt var að halda vellinum opnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2011 | 16:58
Morðæði hefndarinnar.
Ég hef áður hér á bloggsíðunni lýst frásögn rússneskrar konu af villimennsku finnskra hermanna, sem voru í slagtogi með þýska herfylkingu sem hafði Demyansk á milli St. Pétursborgar og Moskvu á valdi sínu í fjóra mánuði á útmánuðum 1942.
Þeir voru mun grimmari en þýsku hermennirnir af því að þeir voru að hefna fyrir Vetrarstríðið milli Finna og Rússa tveimur árum áður.
Að sjálfsögðu hefði það verið gríðarlegur fengur fyrir Breta ef uppgjafartilraun skipverja á Bismarck hefði verið sinnt og skipið hertekið.
Það hafði verið ótrúleg tilviljun að sprengja sem hin hægfleyga tviþekja af Swordfish gerð hitti á stýrisbúnað Bismarck en þetta réði úrslitum, því að skipið átti skammt eftir til að komast það nálægt Frakklandsströndum að Þjóðverjar gætu sent flugvélar til verndar því.
En Bismarck hafði sökkt stærsta herskipi Breta og flaggskipi flota þeirra og drepið með því rúmelga 1400 sjóliða og því gilti ekkert annað en auga fyrir auga og tönn fyrir tönn í því morðæði, sem rennur á menn í styrjöldum þar sem lögmál hefndarinnar ryður öllu í burtu.
![]() |
Skipverjar á Bismarck reyndu að gefast upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.5.2011 | 07:42
"Afagrauturinn" er fitandi.
Ég verð að taka undir það sem sagt er um að Jennifer Aniston hafi notað barnamat til að grennast, að þetta er alger bábilja.
Þetta get ég fullyrt vegna þess að í áratugi hef ég notað barnamat sem mismikinn hluta af fæði mínu og það þarf ekki annað enn að lesa utan á pökkunum til að sjá hvert innihaldið er, hitaeiningar, kolvetni, fita o.s.frv.
Í þessum tölum kemur glögglega í ljós hve maturinn hentar vel fyriir ört stækkandi börn en að sama skapi illa fyrir þá sem eru fullorðnir og vilja halda líkamsþyngdinni í skefjum.
Um árabil notaði ég svo mikið af barnamat að barnabörnin mín kölluðu hann "afagraut".
Hann fer mjög vel í maga og með því að borða hann eingöngu, ekkert annað og passa að borða sem minnst, er hægt að grenna sig.
Það er einfalt mál ef "afagrauturinn" er eina fæðið með því að nota uppgefnar tölur um innihaldið og áætla magnið sem neytt er.
En sama væri svosem hægt að gera með því að borða flesk sem megrunarfæði.
"Afagrauturinn" er góður á morgnana til þess að neyta helstu næringarefna í upphafi dags og fá góða undirstöðu fyrir daginn. Enn hann er ekkert megrunarfæði.
![]() |
Barnamatur grennir stjörnurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)