Morðæði hefndarinnar.

Ég hef áður hér á bloggsíðunni lýst frásögn rússneskrar konu af villimennsku finnskra hermanna, sem voru í slagtogi með þýska herfylkingu sem hafði Demyansk á milli St. Pétursborgar og Moskvu á valdi sínu í fjóra mánuði á útmánuðum 1942.

Þeir voru mun grimmari en þýsku hermennirnir af því að þeir voru að hefna fyrir Vetrarstríðið milli Finna og Rússa tveimur árum áður. 

Að sjálfsögðu hefði það verið gríðarlegur fengur fyrir Breta ef uppgjafartilraun skipverja á Bismarck hefði verið sinnt og skipið hertekið. 

Það hafði verið ótrúleg tilviljun að sprengja sem hin hægfleyga tviþekja af Swordfish gerð hitti á stýrisbúnað Bismarck en þetta réði úrslitum, því að skipið átti skammt eftir til að komast það nálægt Frakklandsströndum að Þjóðverjar gætu sent flugvélar til verndar því. 

En Bismarck hafði sökkt stærsta herskipi Breta og flaggskipi flota þeirra og drepið með því rúmelga 1400 sjóliða og því gilti ekkert annað en auga fyrir auga og tönn fyrir tönn í því morðæði, sem rennur á menn í styrjöldum þar sem lögmál hefndarinnar ryður öllu í burtu. 


mbl.is Skipverjar á Bismarck reyndu að gefast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sam las "Bismarck skal sökkt" aftur og aftur í æsku. Velti oft fyrir mér hörkunni í þjóðverjunum að gefast ekki upp, reiknaði með að það væri grimmdin í leiðtogunum. Þeir áttu að hafa sökkt skipinu sjálfir, til þess að það næðist ekki. Svo var sannleikurinn þessi.

Enn einn stríðsglæpurinn.

Hversu margar sögur heimstyrjaldanna eru rangtskráðar af sigurvegurunum?

þorvaldur (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 23:18

2 identicon

Hvurslags endemis vitleysa er þetta í þessari "frétt" til dæmis rétt slapp mikið laskað skipið prince of whales, og það rétt hékk saman á lyginni.
Og það var nú einungis hundaheppni að tundurskeyti slysaðist til að lenda á eina veika punktinum á skipinu.  Í þriðja lagi ætluðu bretar sér að ná Bismarck.  Og að lokum voru það áhöfn Bismark sem sökktu því sjálfir.  Skipið var ekki ónýtt það er morgun ljóst.  Og hafa myndir af flakinu sýnt fram á það.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 02:09

3 identicon

Skýtt með andskotans skipið, gátu Bretar/Bandamenn í sinni baráttu gegn illsku í heiminum ekki tekið við Bismarck sökknu, en rúmlega 2,000 mannslífum björguðum?

Þessir sömu Bandamenn hindruðu "dökka" liðsmenn sína frá því að marsera um París eftir sigurinn, vegna þess að þeir hinir sömu máttu ekki sýnast hafa átt part í frelsisbaráttunni... alltaf meiri og meiri skömm sem bölvaðir Bandamennirnir mega eiga, í sinni bölvuðu baráttu gegn Nasistaríkinu, sem þeir sjálfir sköpuðu með Versalasáttmálunum.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 02:32

4 identicon

Vel á minnst, þá var Woodrow Wilson nánast eini meðlimur Bandamannanna undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar sem gagnvirt reyndi að koma í veg fyrir framtíðar átök, en Bretar og Frakkar voru allt of uppteknir í sínum hefndum/aðgerðum til að vængsífa Þýskaland, etc etc etc... án þess að kafa djúpt má samt sjá að aðferðirnar til að virkilega tryggja sigur eftir WW2 voru allt aðrar en undir lok þeirri fyrri; þar er að leggja fram sáttarhönd eftir sigur, frekar en prepptan hefndarhnefann..

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 02:42

5 identicon

(Úfff.. "krepptan hnefann." Gjörið svo vel að leiðrétta íslenskuna...)

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 02:48

6 identicon

Hef bent á það í öðru bloggi með það hvernig megi auðveldlega fara frjálslega með stareyndir sem gefur alltaf rangar myndir af raunveruleikanum. Eins og blogg um það Prince of wales hafi hangið saman á lyginni. Skipið varð fyrir einu skoti sem hitti stjórnbrú þess sem tók út rjómann af yfirmönnum skipsins sem og skemma mikilvæg stjórnkerfi þess, en einnig komu fram margir gallar í þessu nýjasta skipi breta eins og að miðunartæki þess hentuðu ekki öll og turnar skipsins (sérstaklega A turn) áttu til að festast vegna galla. Það þótti því fásinna að halda áfram með skipið nær óvígt um að koma byssum til móts við andstæðinginn og með stjórnkeðju þess laskaða (þá aðalega mannskapinn). Held hérna hafi verið ruglað saman sögunni um Graf spee þar sem breska beitiskipið Exter var orðið óvígt og illa laskað sem og allar byssur þess þagnaðar og já "hékk saman á lyginni" þegar það hélt undan.

Ragnar (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 07:52

7 identicon

Hér er mýgrútur af vitleysum. Látum nú sjá....

- Þegar Bismarck og Prinz Eugen Mættu Hood og Prince of Wales var það Bismarck sem fékk happaskotið í sinn hlut. Það hefði getað farið öðruvísi, - Hood beindi skothríðinni að Eugen sem er erfiðara skotmark. Þeir sáu ekki það vel hvort var hvað. Prinsinn hæfði Bismarck í þrígang eða svo, en varð frá að hverfa þegar hann var orðinn einn. Skipið var rifið úr höfn, það var ekki tilbúið, og smiðir enn að störfum um borð. Fallbyssurnar voru ekki alveg klárar, - átti eftir að jústera ýmislegt.

- Tundurskeytið var happaskot, en þau voru fleiri sem hæfðu.

- Þegar Bismarck mætti svo flotanum aftur hóf það skothríð um leið og hægt var, og beindi henni að Rodney, af 2 ástæðum. Önnur er sú að Rodney var vel vopnaður, 9 16þumlunga fallbyssur á framdekki sem er nokkuð meira en Bismarck hafði. Hin var sú að mestar líkur voru á því að sökkva Rodney, þar sem hann var ekki svo brynvarinn, næstum því helmingi léttara skip en Bismarck. En nú voru það Bretarnir sem hæfðu fyrst, slógu út stjórnstöð og 2 turna nánast á augabragði. Bismarck skaut til baka meðan hann gar, en var hæfður ca 700 sinnum.

- Talið er að skipinu hafi jafnvel verið sökkt af eigin áhöfn, en rannsókn Ballards á flakinu hefur bent á það að það hafi litlu máli skipt, og um leið og það fór að velta brotnaði skuturinn af. Skipið var mjög illa farið. Ballard gat ekki séð hvort að tundurskeyti hefði rofið botninn, enda situr skipið á honum.

- Bismarck hélt uppi merkisfána sínum fram í rauðan dauðann, en þegar útlitið var orðið dökkt sendu þeir uppgjafarmerki skv skýrslu Thomas Byers á HMS Rodney. Þá var þegar mikill hluti áhafnar fallinn. Bretar hunsuðu þetta, eða þá einfaldlega skipstjóri Rodney sem fékk merkið.

- Og svo, kannski bara ég, en hefði Bismarck veifað svarta fánanum í upphafi, þá hefði það verið MIKLU sætari sigur fyrir Breta en að sökkva honum. Drasla flúnkunýju orrustuskipi af stærstu gerð til hafnar með 2000 föngum, - stolti þýska flotans. Aldeilis miklu flottara en að sökkva skipinu..

- Og að lokum, - flotaátök voru yfirleitt mjög harðneskjuleg, og Bretar höfðu það orð á sér að vera agresívir. Það er hægt að skoða mörg átök og fórnir þeirra í því samhengi. Nefni t.d. bardagann við Graf Spee, Admiral Hipper, og svo Scharnhorst & Gneisenau (fylgdarskip með skipalest réðist eitt á þá báða og fórnaði sér til að hinir kæmust undan)

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 08:28

8 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þetta er nú í raun varla stríðsglæpur. Einhverjir sjóliðar á dekkinu með uppgjafarfána þýðir ekki að afgangurinn af áhöfninni hefði gefist upp. Líklega fellt bandamenn sem reyndu að nálgast skipið, en eins og skipstjórinn sagði sjálfur var búist við því að einhverjir gæfust upp en um það yrði ekki að ræða.

Menn sem ganga í herinn og fara með vopnum á aðrar þjóðir eiga það skilir sem lendir í hausnum á þeim. Þeir hugsuðu sig ekki tvisvar um þegar þeir sökktu Prince Hood, og þar hafa sjálfsagt einhverjir sjóliðar fengið hland fyrir hjartað og viljað gefast upp, en flotanum stóð engu að síður ógn af löskuðu skipinu eftir sem áður.

Þetta er eins og morðið á Bin Laden - Það er ekki eins og hann hafi ekki mátt búast við þessu karlanginn.

Rúnar Þór Þórarinsson, 28.5.2011 kl. 17:05

9 identicon

HMS Hood sprakk í loft upp þegar fyrsta 15 tommu skeyti (ca 800 kg) frá Bismarck small í gegnum þilfarið ofan í skotfærageymslu og losaði allt úr læðingi þar.

Það voru 2 eða 3 sem af lifðu.

Og..það er nú svo, að Bismarck gaf út uppgjafarskilaboð þegar öll von var úti. Þá voru orðnir allmiklir eldar um borð. Þeir hefðu getað gert það sama þegar Breski flotinn nálgaðist þá, enda útséð að mestu um hvernig það myndi enda. En þeir tóku sénsinn og beindu skothríð sinni að því skotmarki sem æskilegast var til að valda "sjokki". HMS Rodney.

Svo kemur hér auka-rúsína. Kafbátar.

Vegna þeirra varð oft mikið vesen þegar skip reyndu björgun. Það má nefna að þetta lagað á hlut að máli þegar Goðafossi var sökkt. 

Orrustan við Bismarck átti sér stað mjög nærri þýskri lofthelgi, og á útsiglingarleið þeirra sæúlfa. Það var því engin ástæða til að slóra með hvort slátra ætti hálfdauðu svíni eður eigi, því að um var að velja að fara að veltast við að draslast heim með hálfónýtt og brennandi skip í taumi á kafbátaslóð, eða þá að leyfa óvininum að hafa það eins og hann vill.

Þess má geta að kafbátur hafði dauðafæri á breska flotann, - en engin tundurskeyti.

Ekki veit ég þó hversu nærri lagi það hefði verið fyrir Þjóðverja að beita FW Condor vélum sínum þarna, en svæðið var vel innan þeirra flugdrægni. En hitt er víst að þegar ljóst lá fyrir að Bismarck var hætt að geta svarað fyrir sig, þá héldu stærstu Bresku skipin þegar á braut. Rodney fékk reyndar eitthvað á sig frá Bismarck.

Það var falið minni skipum að sökkva Bismarck, og eiga við eftirlifendur, sem voru einhver hundruð ef ég man rétt. Sá hæstsetti af þeim sem lifði skrifaði einmitt formála að bók Ballards um fund flaks Bismarcks.

Hérna er hlekkur með mynd:

http://www.frankandjulie.com/bismarck/discovery/discovery.htm

Svo verður þetta bíómynd:

http://www.youtube.com/watch?v=RoMDZ_AysWo

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 17:54

10 identicon

Einhver minntist á að Bandamenn hefðu skapað 3ðja ríkið með Versalasamningunum. Sannleikurinn er nú aðeins ótrúlegri en það.

Hér er bók Anthony Sutton, Wall Street and the rise of Hitler:

http://reformed-theology.org/html/books/wall_street/index.html

Mjög áhugaverð skrif fræðimanns, sem og hinar tvær Wall Street bækurnar hans.

Varðandi Bismark bendi ég á góða heimildarmynd sem James Cameron gerði. Ég finn hana því miður ekki á netinu nema í þýskri talsetningu:

http://www.youtube.com/watch?v=LoKbppzzlLI&feature=related

palli (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 10:25

11 identicon

Ja hérna.

Það er ljóst á þessum skrifum hér að sigurvegararnir rita söguna...

Fyrir allmörgum árum kynnt ég mér þessa sögu allítarlega.

Besta frásögnin af þessu tel ég vera bók Will Berthold, að Sigra eða Deyja.

Heimildarmynd Camerons styður frásögn Bertholds og varpar vægast sagt miklum efasemdum um þekkingu Ballards á smíði Bismarks.

Ég hef hreinlega ekkert séð sem hrekur það að þjóðverjar sökktu Bismarck sjálfir, en ýmsar aðrar frásagnir stangast á í sínum fullyrðingum.

Hvaðan í ósköpunum kemur sú saga að bretar hafi hætt að skjóta á  Bismarck þegar það var orðið óvígt?

Það stóð nánast ekkert eftir á þilfarinu svo það hljómar ótrúlega (einnig miðað við tímalengd bardagans), en samt sökk það ekki.

Ástæðan var nýstárleg hönnun skipsins og ný þekking og tækni í málmblöndum, alger bylting á því sviði sem við njótum enn í dag.

Ragnar (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband