3.5.2011 | 23:25
Er refurinn þá ekki að drepa allt ?
Mikið hefur verið fjallað um það undanfarin ár að fjöldi refa sé orðinn slíkur á Hornströndum að hann sé að eyða þar öllum fugli. Þurfi því að taka til hendi og strádrepa þennan vágest.
Tvennt er merkilegt við þetta:
1. Áður en Geirmundur heljarskinn nam Hornstrandir og menn komu þangað fyrst, höfðu síðustu tíu þúsund árin á undan ekki verið þar nokkrir menn til þess að drepa refi. Samt var þar mikið fugla- og dýralíf, svo blómlegt, að hinn konungborni landnámsmaður þótti gott að nema þar land.
Hvernig mátti það vera fyrst refnum hafði ekki verið haldið í skefjum?
2. Nú segir maður, sem ferðast hefur um Hornstrandir allar götur frá 1979 frá því að hann hafi aldrei séð þar jafn mikið fuglalíf og nú er þar. Hvernig má það vera?
![]() |
Hraðsigling eftir hvítabirni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2011 | 23:07
Hvernig er hægt að klúðra jafn einfaldri frásögn?
Það, sem gerðist þegar bandarískir sérsveitarmenn réðust til inngöngu til að handsama Osama bin Laden eins og sagt var í upphafi að hefði verið ætlunin, getur varla hafa verið flókið, til dæmis það hvort hann var vopnaður og hvort hann skýldi sér á bak við konu sína.
Það hvernig menn hafa tvísaga og margsaga í þessu máli er afar óheppilegt.
Að vísu ber að hafa það í huga að þetta var í eðli sínu stríðsaðgerð og að í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr.
![]() |
Osama bin Laden var óvopnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.5.2011 | 21:01
Verður að vinna úr ástandinu.
Til eru þeir sem segja að gerð Landeyjahafnar hafi verið dýrkeypt mistök eins og næstum fjögurra mánaða siglingastopp sýni. Ofan á fyrirsjáanleg vandræði vegna aðstæðna hefði bæst að ferjan væri of djúprist.
Héðan af er til lítils að fjasa um þetta. Það er búið að gera þessa höfn og verður bara að spila eins vel úr aðstæðunum þarna og hægt er.
Höfnin er sérstaklega mikilvæg á ferðamannatímanum á sumrin til þess að gefa kost á fjölbreyttari ferðum á þessu svæði og efla ferðamannaþjónustu í Eyjum.
Full reynsla á höfnina verður ekki komin fyrr en eftir eitt til tvö ár þegar ekki verður lengur hægt að kenna gosinu í Eyjafjallajökli og tilheyrandi flóðum í Markarfljóti um að sandur berist inn í höfnina og loki henni fyrir siglingum.
Á meðan verður bar að reyna að þrauka og vinna úr ástandinu.
![]() |
Herjólfur til Landeyjahafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2011 | 20:53
Ótrúlegt ævintýri.
Leiðtogafundurinn í Höfða 1986 var eitt af þessum ævintýrum sem geta gerst á því útskeri heimsbyggðarinnar sem Ísland er.
Þau hafa sum gerst svo óvænt að menn hafa ekki áttað sig á því fyrr en seinna.
Koma tunglfaranna og ferð þeirra upp í Öskju 1967 var af þessum toga, að ekki sé minnst á "einvígi aldarinnar" milli Spasskís og Fishers 1972.
Árið eftir hittust Nixon og Pompidu að Kjarvalsstöðum en það voru bara smámunir miðað við fundinn óvænta 1986, sem haldinn var með svo stuttum fyrirvara, að Svisslendingar, sem eru þjóða vanastir að halda slíka fundi, voru steinhissa á því sem hægt var að gera í Reykjavík.
Galdurinn var, þrátt fyrir allt, fámennið og einfaldar boðleiðir auk hins landlæga hæfileika Íslendinga til að "redda" hlutunum og víla ekki fyrir sér að fara óhefðbundnar leiðir og komast framhjá formsatriðum.
Vonandi verður þetta allt rakið vel á viðburðadagskrá í október, því að tíminn hefur leitt í ljós, að enda þótt á yfirborðinu hefði þessi fundur verið árangurslaus, reyndist hann vera sá atburður í samskiptum Reagans og Gorbatsjofs sem mestu skilaði í raun.
Ég minnist sérstaklega skeytis, sem fréttastofa Sjónvarpsins fékk þegar síðustu útsendingu þess lauk frá fundinum.
Mér var kunnugt um, að sumir í þáverandi útvarpsráði voru efins um að Yngvi Hrafn Jónsson væri rétti maðurinn í stól fréttastjóra.
Sjálfur hafði ég fengið hvatningu til að sækja um starfið, en ég er þeirrar skoðunar, að ef aðrir ætla að gera svipað og maður sjálfur og gera það ekki verr, heldur jafnvel betur, eigi maður að leita sér að einhverju öðru sem þar sem kraftar manns nýtast betur.
Ég vissi að þær breytingar sem Yngvi Hrafn myndi gera, yrðu svipaðar og ég hafði í huga og ég hallaðist því frekar að því að leita eftir að framkvæma nýjar hugmyndir í þáttagerð svosem þáttinn "Á líðandi stundu" og spurningaþáttinn "Hvað heldurðu?"
Það gerði ég og sé ekki eftir að hafa tekið þennan pól í hæðina.
Sem við sátum á fréttastofunni og dæstum að aflokinni ofboðslegri törn barst til okkar símskeyti frá einum útvarpsráðsmanna:
"Yngvi Hrafn Jónsson og aðrir starfsmenn fréttastofu Sjónvarpsins: Bravó! Bravó! Bravó! Bravó! Eiður Guðnason.
Mér þótti afar vænt um þetta skeyti og Eiði til mikils sóma.
![]() |
Minnast leiðtogafundarins 1986 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2011 | 08:55
Sigurvegarar í sætu.
Jimmy Carter þáverandi Bandaríkjaforseti var illa leikinn í lok ferils síns þegar hann gaf grænt ljós á fræga sneypuför á vegum bandarísksa hersins og CIA til að frelsa gísla í Teheran.
Grunsamlegt þótti að það var ekki fyrr en Reagan var búinn að komast til valda að gíslarnir voru látnir lausir. Síðan var Reagan þakkaður sigur Bandaríkjanna í Kalda stríðinu og hann því tvöfaldur sigurvegari í sögunni á sama tíma og Carter var maður ósigursins.
Gorbatsjof var við völd í Sovétríkjunum þegar veldi þeirra hrundi og verður seint tekinn í dýrlingatölu í Rússlandi.
Nafn Churchills er baðað í ljóma sigurs Bandamanna yfir Öxulveldunum.
Nafn Jóns Sigurðssonar í ljóma þess að Ísland varð sjálfstætt ríki löngu eftir hans dag.
Það hefur verið sagt að mannkynssagan sé skrifuð af sigurvegurum og beri keim af því.
Ljóminn sem Obama baðar sig í er eitt dæmi þess.
![]() |
Obama vinsæll sem aldrei fyrr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)