Munaði einu marki !

Ó, það munaði bara einu marki!  Annað hvort öðru markinu í óþörfum tapleik gegn Hvít-Rússum eða markinu sem lá svo hvað eftir annað í loftinu í þessum frábæra leik U21 landsliðs okkar sem gerði það að verkum að við getum verið stolt af þessu liði.

Ekki var verra að gera erkifjendunum Dönum þann grikk að fella þá út með okkur og það á heimavelli Dana.  

Og síðan er á það að líta að það var gríðarlega mikilvægur áfangi fyrir okkur sem knattspyrnuþjóð að fá í fyrsta sinn landslið, sem hefur að baki reynslu af því að komast áfram fyrst allra knattspyrnulandsliða okkar í úrslit í stórmóti. http://omarragnarsson.blog.is/admin/blog/?entry_id=1174675

Það á vonandi eftir að nýtast í því liði fullorðinna sem gekk í gegnum sína eldskírn á þessu móti og tekur við kyndlinum. 

Og ekki síður er það mikilvægt að nú sér uppvaxandi kynslóð að þetta er hægt. 

Og rúsínan í pylsuendanum: Við skelltum ekki aðeins Dönum, heldur komum þeim niður í neðsta sætið í riðlinum. Það var sætt. 

Ó, þetta var svo skemmtilegur leikur að maður var alveg að verða brjálaður heima í stofu. 

Takk, takk, strákar !  Við getum verið stolt af ykkur.


mbl.is Dönum skellt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf einu marki fleira nú.

Það eina sem Íslendingar geta gert í leiknum á eftir við Dani er að vinna með fjórum mörkum gegn einu, en úrslitin í hinum leiknum í riðlinum getur íslenska liðið á engan hátt haft áhrif á.

Íslendingar hafa einu sinni unnið Dani í leik U21 í knattspyrnu og voru úrslit þess leiks 3:1.  

Nú þurfa Íslendingar því að skora einu marki fleira en þá til að eiga einhverja von og hver veit nema Eyjólfur hressist í þess orðs fyllstu merkingu. 


mbl.is Einn sigur á Dönum í átta leikjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband